laugardagur, ágúst 25, 2007

Rússneski björninn

Skemmtilegt viðtal við Kasparov í Miðjuviðtali Morgunblaðsins í dag þar sem hann úthúðar rússneskum stjórnvöldum (hvað er málið með þessa skákmenn og gagnrýni á stjórnvöld?). Meðal þess sem kemur fram er að hann fullyrðir að ef að fjölmiðlar væru gerðir frjálsir myndi stjórnin ekki vera lengi að falla, hann bölvar Vesturlöndum fyrir að standa ekki upp í hárinu á Pútín sem hann telur vera vegna þess gróða sem löndin hafa fengið í gegnum sín fyrirtæki með peningarþvætti frá Rússlandi (við auðvitað þekkjum ekkert slíkt, er það nokkuð?). Greinin endar svo á því að Kasparov er farinn að spá um fyrir dauða þjóðarinnar og ríkisins ef að hlutirinir breytst ekki!
Já, en það eru fleiri en Kasparov og við Íslendingar sem höfum áhyggjur af Rússlandi. Í Washington hafa menn svokallaða ,,þráhyggju áhyggju" en nú hefur ESB gengið einnig eitthvað til málanna að leggja. Eru menn að skjóta sig í fótinn?

Árið 2008 verður allavegana spennandi kosningarár!

Efnisorð: , ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim