Spakmæli
Það sem við verðum að gera
Við viljum standa á okkar eigin fótum og líta heiminn
opnum augum – góðar staðreyndir hans, slæmar staðreyndir
hans, ljótleika hans; sjá heiminn eins og hann er og vera óhrædd
við hann. Sigrast á heiminum með skynsemi okkar fremur en að
vera beygð undir þann þrælsótta sem hún getur skapað. Öll
hugsunin um Guð er hugsun sem sprottin er úr austrænum
gerræðissamfélögum fornaldar. Þetta er hugsun sem er fyrir
neðan virðingu frjálsra manna. Þegar þú heyrir fólk í kirkjum
lítillækka sig og segjast vera aumkunarverðir syndarar og allt
sem því fylgir, virðist það fyrirlitlegt og ekki hafa sjálfsvirðingu
sem manneskjum sæmir. Við ættum að standa upp og horfast
hreinskilningslega í augu við heiminn. Við ættum að gera
heiminn eins góðan og við getum og ef hann er ekki eins góður
og við viljum, þegar allt kemur til alls verður hann betri en hinir
hafa gert hann í gegnum aldirnar. Góður heimur þarfnast
þekkingar, vingjarnleika og hugrekkis. Hann þarfnast ekki
tregafullrar þrár eftir fortíðinni eða að frjáls hugsun sé hlekkjuð
í orðum, sem fávísir menn létu falla endur fyrir löngu. Hann
þarfnast óttalausrar sýnar og frjálsrar hugsunar. Hann þarfnast
framtíðarvonar en ekki að litið sé stöðugt til baka til dauðrar
fortíðar sem mun víkja fyrir þeirri framtíð sem skynsemi okkar
mun skapa.
Við viljum standa á okkar eigin fótum og líta heiminn
opnum augum – góðar staðreyndir hans, slæmar staðreyndir
hans, ljótleika hans; sjá heiminn eins og hann er og vera óhrædd
við hann. Sigrast á heiminum með skynsemi okkar fremur en að
vera beygð undir þann þrælsótta sem hún getur skapað. Öll
hugsunin um Guð er hugsun sem sprottin er úr austrænum
gerræðissamfélögum fornaldar. Þetta er hugsun sem er fyrir
neðan virðingu frjálsra manna. Þegar þú heyrir fólk í kirkjum
lítillækka sig og segjast vera aumkunarverðir syndarar og allt
sem því fylgir, virðist það fyrirlitlegt og ekki hafa sjálfsvirðingu
sem manneskjum sæmir. Við ættum að standa upp og horfast
hreinskilningslega í augu við heiminn. Við ættum að gera
heiminn eins góðan og við getum og ef hann er ekki eins góður
og við viljum, þegar allt kemur til alls verður hann betri en hinir
hafa gert hann í gegnum aldirnar. Góður heimur þarfnast
þekkingar, vingjarnleika og hugrekkis. Hann þarfnast ekki
tregafullrar þrár eftir fortíðinni eða að frjáls hugsun sé hlekkjuð
í orðum, sem fávísir menn létu falla endur fyrir löngu. Hann
þarfnast óttalausrar sýnar og frjálsrar hugsunar. Hann þarfnast
framtíðarvonar en ekki að litið sé stöðugt til baka til dauðrar
fortíðar sem mun víkja fyrir þeirri framtíð sem skynsemi okkar
mun skapa.
Bertrand Russell - brot úr bókinni ,,Af hverju ég er ekki kristinn" frá árinu 1927 (Hér má nálgast hana í íslenskri þýðingu í heild sinni)
Efnisorð: Skynsemi, Trúarbrögð
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim