miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Heinze farinn... blessunarlega!

,,Fuck off - you fucking fuck" væri sennilega viðeigandi orðatiltæki og einhverjir myndu eflaust nota það. Maðurinn sem var dýrkaður og dáður meðal forráðamanna og stuðningsmanna United frá fyrsta degi, félagið stóð með honum þrátt fyrir margar fáranlegar gjörðir eins og að spila með Argentínu á einhverju prumpmóti um leið og hann var keyptur, félagið stóð með honum þegar hann meiddist illa og fyrirgaf honum þegar hann gegn læknisráði bæði United teymisins og hins argentínska tók sénsinn á HM (skiljanlega kannski) og var lengi að ná sér eftir það og þegar hann svo loksins spilaði var hann ömurlegur en endaði samt tímabilið á því að vera fyrirliði (í fjarveru nokkurra manna)... en um leið og það kom smá mótlæti og hann var ekki vissum fast byrjunarliðssæti hjá United á nýju tímabili - þá var hann tilbúinn að selja sig eins og ódýr vansköpuð hóra án sjálfsvirðingar til liðs sem hann vissi að mundi særa alla hjá félaginu. ,,Drullaði þér því til Spánar og vonandi slítur þú krossband, helvítis viðbjóðurinn þinn" - væru orð sem einhverjir kynnu að nota.
Verst að nú getur maður ekki haldið með Madrid, því að auk aumkunarverðu nöðrunar fékk félagið ógeðisbarnið Robben til liðs við sig.
Heinze má samt eiga það að heill var hann frábær varnarmaður og bjó yfir þeim eiginleikum að geta spilað bæði miðvörð og bakvörð. Hið eina skemmtilega við þetta er að samkv. þeim fréttum sem ég hef lesið er hann að fara til Madrid fyrir 8 milljónir en kom á undir 7 milljónum.

Rafa er eitthvað að væla - hvað stjórn Úrvalsdeildarinnar sé ósanngjörn við Liverpool. Talar um að það sé ósanngjarnt hversu marga útileiki Liverpool fær til að byrja með miðað við hin toppliðin - á meðan að stuðningsmenn liðsins hafa lýst ánægju sinni með það hversu auðvelda leiki liðið á í byrjun móts. Svo kvartar hann yfir því hversu auðvelt United hafi átt með að fá Tevez miðað við þegar Liverpool fékk Mascherano - það var vegna þess að þessir samningar voru nánast copy-paste og stjórn Úrvalsdeildarinnar vissi hvernig samningurinn yrði ef að West ham samþykkti... en bíddu við? Hvað með það að stjórnin beygði lög svo að Liverpool gæti fengið Mascherano? Og hvað með það þegar þeir beygðu lögin svo að Liverpool kæmist í Meistaradeildina?... Það sér það hver maður hvað þetta er ósanngjarnt. Svo vælir hann yfir þessu Heinze máli, þar sem United gaf honum skilmála með félagsskiptin eins og öll önnur lið hefðu gert... og hverjir voru það þá sem töluðu ólöglega við Heinze?

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim