Nokkur atriði
1. Kiddi Bje/Ísbjörninn/Hr.Siðblindur...Begginn hefur fengið link á sig hér til hliðar - aðallega vegna þess að svona menn vill maður hafa með sér í liði í lífinu en ekki á móti sér! Nei, nei að sjálfsögðu fær maðurinn link vegna snilldar skrifa og er ekki þekktur fyrir að skafa af hlutunum - þetta svipar kannski til þess að sitja tíma hjá Hannesi Hólmsteini (sorry gat ekki staðist að bera þig saman við homma Kiddi!), maður er kannski ekki alltaf sammála skoðunum hans - en þær eru aldrei leiðinlegar, reyndar algjör snilld.
2. Var á næturvakt í nótt og sá því ekki derby slaginn í Manchester - sem betur fer kannski. Heyrði samt í mönnum, las um leikinn, sá helstu atriðin og tölfræðina... þetta hlýtur að vera grín! Við verðum að vinna Tottenham í næsta leik og svo Sunderland til að halda í við Chelsea og væntanlega Liverpool og Arsenal.
Þá förum við að fá þessa menn til baka. Ronaldo kemur úr banni, Hargraeves (sem spilaði í dag) verður 100%, Neville kemur í bakvörðinn, Saha kemur inn og þökk sé landsleikjahléi þá eru þetta ekki margir leikir til viðbótar sem við verðum án Rooney.
3. Sá seinni hálfleikinn af Liverpool - Chelsea leiknum. Algjör skandall þetta víti auðvitað. Liverpool kom mér samt á óvart eru mun frískari en þeir voru á undirbúningstímabilinu og síðustu ár. Pennant var að gera fína hluti og markið hjá Torres var flott, en það er spurning hvort að Liverpool aðdáendur ættu ekki að slaka núna aðeins á í að kalla Ronaldo dýfara - þar sem Torres sýndi nokkuð marga tilburði úr spænska leiklistarskólanum og ég sá ekki betur en að þetta hafi haft áhrif á Carragher sem sýndi líka 3-4 dýfur. Babel lofar líka góðu upp á framtíðina ef hann heldur svona áfram - en hann var algjör hörmung á undirbúningstímabilinu.
Chelsea er hins vegar óþolandi. Maður er farinn að finna þessa meistaralykt af þeim aftur - geta kannski ekki neitt, en þeir tapa ekki leikjum sem þeir eiga skilið að tapa og vinna leiki sem þeir eiga ekki skilið að vinna.
Ég vil helst ekki hugsa þá hugsun til enda þegar að Carvalho og Terry verða komnir á fullt, Alves í hægri bakvörð og Essien á miðjuna... úff!!!
4. Það þarf auðvitað ekki að hafa mörg orð um það hve Megas var svalur á menningarnótt (sjá seinni part upptöku)
5. Bob Dylan - My back pages
6. Er að reyna að byrja á bókinni ,,Like a Rolling Stone" eftir Greil Marcus sem Arna var svo elskuleg að gefa mér fyrir nokkru síðan. Bókin fjallar að sjálfsögðu um Dylan og lagið sem iðulega er valið besta og áhrifamesta lag rokksögunnar og þið megið taka villta ágiskun á hvaða lag það er. Lagið komst aldrei á topp Billboard listans, náði hæst 4.sæti og er skýringin sú að upptakan af laginu var 6 mín og 6 sek í fullri lengd - en þá þótti líkt og nú ekki gott markaðslega að hafa lög lengri en 2 mín (og eins og nú að þessar 2 mín væru í raun eingöngu endurtekning á viðlaginu - það þarf því ekki að koma á óvart að lagið ,,Help" með Bítlunum hafi trónað í efsta sætinu). Hefst þá lestur...
2. Var á næturvakt í nótt og sá því ekki derby slaginn í Manchester - sem betur fer kannski. Heyrði samt í mönnum, las um leikinn, sá helstu atriðin og tölfræðina... þetta hlýtur að vera grín! Við verðum að vinna Tottenham í næsta leik og svo Sunderland til að halda í við Chelsea og væntanlega Liverpool og Arsenal.
Þá förum við að fá þessa menn til baka. Ronaldo kemur úr banni, Hargraeves (sem spilaði í dag) verður 100%, Neville kemur í bakvörðinn, Saha kemur inn og þökk sé landsleikjahléi þá eru þetta ekki margir leikir til viðbótar sem við verðum án Rooney.
3. Sá seinni hálfleikinn af Liverpool - Chelsea leiknum. Algjör skandall þetta víti auðvitað. Liverpool kom mér samt á óvart eru mun frískari en þeir voru á undirbúningstímabilinu og síðustu ár. Pennant var að gera fína hluti og markið hjá Torres var flott, en það er spurning hvort að Liverpool aðdáendur ættu ekki að slaka núna aðeins á í að kalla Ronaldo dýfara - þar sem Torres sýndi nokkuð marga tilburði úr spænska leiklistarskólanum og ég sá ekki betur en að þetta hafi haft áhrif á Carragher sem sýndi líka 3-4 dýfur. Babel lofar líka góðu upp á framtíðina ef hann heldur svona áfram - en hann var algjör hörmung á undirbúningstímabilinu.
Chelsea er hins vegar óþolandi. Maður er farinn að finna þessa meistaralykt af þeim aftur - geta kannski ekki neitt, en þeir tapa ekki leikjum sem þeir eiga skilið að tapa og vinna leiki sem þeir eiga ekki skilið að vinna.
Ég vil helst ekki hugsa þá hugsun til enda þegar að Carvalho og Terry verða komnir á fullt, Alves í hægri bakvörð og Essien á miðjuna... úff!!!
4. Það þarf auðvitað ekki að hafa mörg orð um það hve Megas var svalur á menningarnótt (sjá seinni part upptöku)
5. Bob Dylan - My back pages
6. Er að reyna að byrja á bókinni ,,Like a Rolling Stone" eftir Greil Marcus sem Arna var svo elskuleg að gefa mér fyrir nokkru síðan. Bókin fjallar að sjálfsögðu um Dylan og lagið sem iðulega er valið besta og áhrifamesta lag rokksögunnar og þið megið taka villta ágiskun á hvaða lag það er. Lagið komst aldrei á topp Billboard listans, náði hæst 4.sæti og er skýringin sú að upptakan af laginu var 6 mín og 6 sek í fullri lengd - en þá þótti líkt og nú ekki gott markaðslega að hafa lög lengri en 2 mín (og eins og nú að þessar 2 mín væru í raun eingöngu endurtekning á viðlaginu - það þarf því ekki að koma á óvart að lagið ,,Help" með Bítlunum hafi trónað í efsta sætinu). Hefst þá lestur...
Efnisorð: Knattspyrna, Siðleysi
2 Ummæli:
Ísbjörninn þakkar fyrir sig
Það var allra minnst. Hreinlega gott, þá man maður ferkar eftir því að fylgjast með þessum eitruðu skrifum.
Gangi þér allt í haginn í handboltanum.
Kveðja Bjarni.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim