sunnudagur, ágúst 19, 2007

Well, I don't need no money, I just need a day that's sunny

Dásamlegur dagur í dag!

Byrjaði reyndar ekki vel þar sem að ,,Glitnis"-Maraþonið hélt fyrir mér vöku eftir langa næturvakt. Þegar ég hins vegar vaknaði tók við hið árlega Clint golfmót.
Veðrið var yndislegt og félagsskapurinn góður - minn meðspilari var Gilsi og dróg hann vagninn allt að leiðarenda - held að ég hafi átt svona 4 högg sem voru tekin. Með okkur í ferðalaginu voru þeir Elvar og Keðjan. Við tókum 8 af 9 holum og enduðum í 3-4.sæti heilt yfir, en fengum ekki verðlaun vegna fáránlegra dóma, þar sem dómararnir voru báðir Liverpool menn og við Gilsi báðir United menn. Gilsi hins vegar fékk tvö verðlaun þegar dregið var úr skorkortum og Markús var annar þeirra sem lenti í 3.sæti (og hann gaf mér golfkylfur) þannig að við kvörtuðum ekki. Ég átti auk þess eitt af höggum mótsins þegar ég setti pútt af 15 metrum á síðustu holunni (verða sennilega orðnir 25-30 metrar á næsta ári) - svo snýst þetta líka um að vera sáttur við sig en ekki einhver verðlaun.

Hér er sniðugur stuttur fyrirlestur: Do schools today kill creativity? (Ken Robinson, TEDTalks)

Orð dagsins: ,,Ef þær verða þreyttar og jafnvel þó þær deyi, þá skiptir það ekki máli. Það er í lagi þó þær deyi við barnsburð því það er tilgangur þeirra."
-Marteinn Lúter (Um konur)

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Er ekki komið að því að ég fái link á mig á þessari síðu Bjarni?

Kiddi B

www.kiddibje.blogspot.com

19 ágúst, 2007 21:29  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Annað er bara dónaskapur!

Hvernig er annars Grikkland?

Kveðja Bjarni Þór.

19 ágúst, 2007 22:38  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

... tja það væri kannski ráð að lesa bara bloggið:)

Kveðja Bjarni Þór

19 ágúst, 2007 22:40  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim