miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Áfram heimildamyndir!

Hér er hressandi síða - eiginlega gagnagrunnur fyrir heimildarmyndir (auk annarra mynda) frá heimi múslima. Síðan bíður upp á þann skemmtilega möguleika að ef skrollað er niður þá er hægt að leita að myndum frá ákveðnum löndum (t.d. Tyrklandi, Íran, Írak o.s.frv.). Þarna eru líka myndir frá Bandaríkjunum og Kanada sem fjalla um málefni svæðisins.


Hér eru nokkrar sem ég ætla að sjá við tækifæri (eða hef nýlokið við að sjá)


Iraq in Fragments (Video)

Good Kurds - Bad Kurds (Umfjöllun)

Arabs and Terrorism (Umfjöllun)

About Baghdad (Umfjöllun)


On Orientalism-Edward Said (partur 1 af 4) (Video)

Edward Said: The Myth of 'The Clash of Civilizations' (Video)

Women of Islam: Veiling and Seclusion (Umfjöllun)

Brothers and others (Umfjöllun)

Endilega setið inn link ef þið mælið með einhverju eða hreinlega tjáið ykkur af hjartans einlægni.

Allir út á leigu... er það ekki?

Efnisorð: , , , ,

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hryðjuverk er það sem að mér dettur í hug!

Kiddi B

29 ágúst, 2007 21:28  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

... og er væntanlega mælt af hjartans einlægni? :)
Maður hefði kannski haldið að þú myndir minnast eitthvað á gyðinga.

Gangi þér annars vel og vonandi sleppur þú frá brunanum.

Kv.Bjarni

PS. Hvernig er það í Grikklandi, keppið þið í svona hvítum grískum lökum (kuflum) eða nota þeir venjulega handknattleiksbúninga:)

29 ágúst, 2007 23:41  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mælt frá hjartanu. Hef ekki séð þessa kufla en búningarnir eru ekki komnir þannig að maður veit aldrei.

Kiddi B

07 september, 2007 17:56  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim