sunnudagur, ágúst 26, 2007

Úff...

Alla leiki hingað til hefur United átt skilið að sigra, en fyrsti sigurinn í dag gegn Tottenham áttu þeir ekki skilið að vinna þrátt fyrir þónokkra yfirburði - hreinlega heppnir samt að tapa ekki.
Nani kláraði þetta í dag með fallegu marki, sem hinn vægast sagt ömurlegi markvörður enska landsliðsins átti samt að verja.

Ég verð að segja það að mér er meinilla við þetta 4-4-1-1/ 4-3-3 kerfi sem United er að spila. Tevez er vonlaus í því hlutverki að vera einn frammi og þarf að geta skapað - Ferguson hlýtur að kaupa (ótrúlegt en satt) senter ef að Saha fer ekki að verða heill. Það er ekki hægt að lið geti bakkað á vítateig og þá sé liðið hreinlega í vandræðum með að skora. Svo get ég ekki skilið það hversu aftarlega bæði Carrick og Hargreaves spiluðu gegn Tottenham í stað þess að hafa aðeins einn varnarsinnaðan miðjumann þar sem Tottenham 90% af leiknum aðeins löngum boltum.

Það er greinlegt að liðið er ekki í toppformi núna, það sést á líkamsástandi Vidic, Ferdinand, Carrick, Scholes og Giggs (til að nefna dæmi) miðað við t.d. líkamsform Chelsea og Liverpool manna - veit ekki hvernig á að túlka það.

Næsti leikur er gegn Sunderland, sem er möst sigur og svo má gera ráð fyrir því að Ronaldo komi úr leikbanni, Saha og Neville verði komnir á fullt, Anderson til taks og miðað við leik Nani og Hargreaves í dag þá verða þeir endanlega komnir inn í þetta. Þökk sé (annars yfirleitt leiðinlegu landsleikjafríi) þá eru ekki margir leikir í viðbót sem United verða án Rooney.

Koma svo...

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Postulínspostuli

Postulínspostuli segir mörg orð,
er bara stytta og segir ekki orð.

27 ágúst, 2007 21:18  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Algjör klassík!

Ég mun láta höggva þessi orð út í trédrumb og hafa fyrir ofan hurðina á heimili mínu.

28 ágúst, 2007 01:10  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim