laugardagur, ágúst 25, 2007

Knattspyrna - nema hvað

(Þeir sem héldu að ég væri hættur að tala um knattspyrnu vegna gengis Manutd í fyrstu þremur leikjum sínum, ættu ekki að örvænta.)

Stuðningsmenn Liverpool fara hamförum í þjóðfélaginu í dag, enda þekkja þeir manna best enska orðatiltækið ,,Sing When/while you´re winning". Stefnan er sett á titilinn og óspart er gert grín að byrjun Meistaranna sem sitja í einu af fallsætunum.
Eftir leiki dagsins var því haldið fram (sem eflaust er rétt) að Liverpool hafi ekki byrjað jafnvel síðan árið 2002 og að með réttu ætti liðið að hafa fengið 9 stig (eftir dómaraskandalinn gegn Chelsea). En lítum aðeins nánar á þetta:
Vissulega lítur Liverpool liðið betur út en í fyrra og hefði sennilega átt að vinna Chelsea heima, hinir leikirnir hafa unnist 1-2 þar sem að Gerrard skoraði sigurmarkið úr vægast sagt vafasamri aukaspyrnu þar sem liðið var ósannfærandi og í dag sigraði liðið Sunderland 0-2 (þar sem menn höfðu áhyggjur af því að Sunderland myndi jafna) - bæði þessi lið eru lið sem stuðningsmenn liðsins telja algjöra skyldu að sigra bæði heima og úti. Liverpool er sem sagt búið að leika 3 leiki og titilinn nánast í höfn... er það ekki? Hvert skyldi þessi margumtalaða byrjun Liverpool árið 2002 hafa skilað liðinu í enda Maí árið 2003? Jú liðið lenti þá í 5.sæti með 64 stig.
Það má vel vera að Liverpool eigi betri leiktíð heldur en í fyrra, tel það reyndar mjög líklegt - en ég á eftir að sjá það gerist að liðið lendi ofar en bæði Chelsea og Manutd. Ferguson sagði fyrir helgi að Liverpool væri til alls líklegt og eftir leik dagsins sagði Keane að liðið gæti orðið meistari, nú fær Liverpool kannski að bragða á því hvernig það er fyrir Chelsea og United að spila við minni lið... með 11 menn fyrir aftan bolta og menn tilbúnir að deyja fyrir 1 stig hvort sem er á heimavelli eða útivelli.

Áfram knattspyrna!

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mjög fyndið að lesa leikskýrslu Liverpool bræðra um leikinn við Sunderland, ath Liverpool var að spila við Sunderland, SUNDERLAND.

Ég hef veitt því athygli að þú talar alltaf um Chelsea og Man Utd eins og þau hafi verið dominant síðustu ár, þú ert að gleyma einu liði og það er liðið sem hefur átt flestar marktilraunir/misheppnaðar marktilraunir allra liða og það lið sem hefur komið lang verst út úr men behind ball kerfinu í enska boltanum síðustu tvö tímabil. Ég tók vel eftir því að lið sem heimsóttu Stamford Bridge sóttu mun meira heldur en þau sem heimsóttu Emirates t.d. Ástæðan: þau fengu ekki jafn hættulegar skyndisóknir á sig á móti Chelsea eins og þau hefðu fengið á móti Arsenal.

26 ágúst, 2007 06:39  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Arsenal eru góðir, sá þá einmitt í gær - Hleb hefur verið góður (fannst hann slakur í fyrra). Það hefur samt oft mátt litlu muna á þessari leiktíð - ekki stórir sigrar. Miðað við frammistöðuna hjá Manutd gegn Tottenham í dag, þá mega þeir teljast góðir ef að þeir enda rétt fyrir ofan Liverpool og Arsenal... ég hef samt trú á því að það rofi til, því að menn mega ekki missa Chelsea oflangt frá sér.

26 ágúst, 2007 18:51  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim