fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Nokkrir misgóðir punktar

Er mættur aftur til vinnu eftir tæplega 6 vikna frí, en tek aðeins þessa einu vakt og slaka svo á í viku til að undirbúa mig enn frekar...

Sá mig knúinn til að þakka Hr. eoe.is fyrir sitt framlag í Kastljósi gærkvöldsins, þegar ég hitti hann í World Class í dag. Alltaf vandræðalegt að þakka fólki sem maður þekkir ekki (en nauðsynlegt þó) og svo hef ég líka ágætlega gaman að vandræðalegum augnablikum - það var þó bót í máli að á sama tíma var annar United maður að þakka honum fyrir það sama...

Fram, Fram, Fram... Úff!!! Ef að þetta lið er ekki dæmt til að falla þá verða KR-ingar að vera arfaslakir út leiktíðina. Töpuðu í kvöld fyrir slöku kjúklingaliði Skagans 2-4 eftir að hafa komist í 2-0. Það segir ansi margt þegar þú spilar ágætlega og kemst í fína stöðu en færð svo á þig 4 mörk á 25 mín lokakafla. Það lítur allt út fyrir að við höldum upp á 100 ára afmælið með leik á Valbjarnarvelli gegn einhverju skítaliði í 1.deild...

Það er alltaf jafn heimskuleg ákvörðun (sama hversu mikið er að gera á vorin), að taka sumarpróf. Ég er gjörsamlega búinn að draga lappirnar frá miðjum júlí og er að skríða af stað og tæp vika í próf.

Styttist í fyrstu umferð ensku deildarinnar... commentakerfið er opið!...

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

djöfull voru Framarnir lélegir... ertu ekki að grínast... hver veit þeir nái að rétta úr kútnum og KR vinni.

kv,
Ívar

10 ágúst, 2007 12:20  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Veistu, ég bara veit það ekki eftir leikinn í gær - þvílík hörmung.

Ástarkveðja Bjarni

10 ágúst, 2007 12:26  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim