fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Sjálfstæð Utanríkisstefna


Ingibjörg Sólrún steig í gær (miðvikudag) stórt og þarft skref sem Utanríkisráðherra þegar hún lagði hornstein að nýrri íslenskri öryggis- og varnarmálastefnu og tók þar með fyrsta skrefið framávið í átt að sjálfstæðri utanríkisstefnu.
Ræðan er stutt og hnitmiðuð og þar skín í gegn skynsemin, vönduð vinnubrögð og þekking Ingibjargar á stöðu mála - það er vonandi að orðum fylgi aðgerðir af sama toga. Þá geta önnur lönd mögulega litið á okkur þeim augum að hér búi framsækin og alþjóðleg þjóð en ekki þriðja heims sjálfmiðað hrútasamfélag eins og hingað til hefur einkennt ákvarðanir Íslands á alþjóðavísu.
Ég held að allir þeir sem efuðust um hæfni Ingibjargar Sólrúnar muni hrista höfuðið yfir þeirri skoðun sinni seinna meir, þegar hún verður borin saman við Utanríkisráðherrana Valgerði Sverrisdóttur, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson - góð eru í það minnsta þessi skref hennar.



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Heyrðu hefur þú eitthvað frétt af Bjarna Fritz?.. ég veit ekki um neinn sem hefur heyrt frá honum.

Ef eitthver veit eitthvað endilega segja frá.

Hann er búinn að vera týndur núna í rúml. 2mánuði. Spurning um að auglýsa eftir honum á síðunni þinni Bjarni Þór.

kv,
Ívar

30 ágúst, 2007 21:31  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Nei, ég hef ekkert heyrt - frekar en aðrir og hef þó sent honum e-mail. Líklegast þykir að hann sé ekki ennþá búinn að fá netið - en ég skal auglýsa eftir honum...

... ég ætlaði nú að fara að auglýsa eftir þér :-) það er skandall hvað ég hitti þig og Tómas sjaldan.

Ást og friður - kveðja Bjarni

30 ágúst, 2007 22:13  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvar komstu í ópíum?

31 ágúst, 2007 05:34  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ekki vera svona sár þó að Ingibjörg Sólrún sé þegar orðinn betri utanríkisráðherra en Davíð,,Það er þannig að í 800 byggðarlögum í Írak er friður í 795"Oddsson var.
Ég veit vel að þú fórst til BNA til að reyna að fá pervísku stjórnvöldin í Washington til að breyta um skoðun - en það er ekki að fara að gerast (frekar en að Arsenal verði meistari í vor). Framtíðin er sjálfstæð utanríkisstefna en náin samvinna við NATO og ESB í varnarmálum.

Niðurstaða: Ingibjörg Sólrún, besti Utanríkisráðherrann síðan að Jón Baldvin gengdi því embætti.

31 ágúst, 2007 22:40  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim