mánudagur, ágúst 13, 2007

Viðburðarík helgi

Það er eitthvað við það þegar að maður á að fara í próf að þá er alltaf eitthvað að gerast og veðrið undantekingarlaust gott, jafnvel í jólaprófunum.

Á föstudaginn fór ég í þrítugs afmæli til Kára (til hamingju aftur ef að þú lest þetta). Þar tróð meðal annars upp Mr. Tonk of the lawn - Egill Sæbjörnsson og vakti lukku.
Annars heyrði ég lag sem fékk hárin á bringunni, bakinu og á öðrum vel völdum stöðum til að rísa - enda vakti það mikla hrifningu viðstaddra.
Sovétmenn voru kannski ekki alveg með stjórnmálin á kristaltæru - en ég fullyrði að það á engin þjóð jafn magnaðan þjóðsöng (spilist mjög hátt), það kemur vel til greina að þetta lag verði spilað í minni útför seinna meir.

Á laugardaginn fór ég svo í partý til Guju vinkonu hennar Örnu og hitti þar meðal annars Meistara Atla Ísleifs - það var fínasta kvöldstund.

Ekki síðri Meistari var sóttur ,,heim" á sunnudaginn en þá hélt Breki Bladursson upp á 1.árs afmæli með miklum glæsibrag og það er leitin að meiri herramanni á heimsvísu. Það skyggði þó vissulega á daginn að Manutd klúðruðu því að sigra Reading á heimavelli og ekki var betra að Rooney meiddist og verður frá í tvo mánuði.
Um kvöldið heimsóttum við Arna svo háaldraða móður mína upp í sumarbústað og vörðum með henni góðri kvöldstund og deildum dásamlegum grillmat.

Nú sit ég heins vegar að lesa undir próf hjá Úlfari Haukssyni og gengur þokkalega, þó að sennilega fari kalda stríðs hrollur um nágrannana þegar ég botna þjóðsöng Sovétríkjanna. Lagið á þó einkar vel við, því meginstef námskeiðisins eru hugtökin lýðræði og fullveldi.

Lifið heil og steytið hnefann og syngið með.

Kveðja félagi Bjarni.

Efnisorð: , ,

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

"háaldraða móður mína"

láttu frú salbjörgu ekki sjá þetta. ekki nokkurn tímann! þá fáum við aldrei að koma í miðjuna..

14 ágúst, 2007 18:45  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

,,þá fáum við aldrei að koma í miðjuna"

- þetta gæti misskilist!

14 ágúst, 2007 21:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég veit ;)

14 ágúst, 2007 22:55  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim