miðvikudagur, október 03, 2007

I was wrong

Í síðustu færslu minntist ég á það að sennilega hafi ég ekkert þroskast andlega síðustu 10 árin. Ein sterk rök gegn því eru hins vegar þau að ég verð að viðurkenna að ég get haft rangt fyrir mér...
... rangt fyrir mér þegar kemur að manninum sem Ívar Tjörvi, Andri Fannar og nú síðast Arna hafa mært svo mjög en ég hef ávallt bölvað - maðurinn er Woody Allen.
Já, menn taka oft tarnir verða uppteknir af ákveðnu viðfangsefni en láta það svo frá sér í ákveðinn tíma, Hitler t.d. var málari áður en hann ákvað að taka málin í sínar eigin hendur og nú er ég að koma úr (reglulegu) Megasar tímabili og sit fastur í Woody Allen - ,,það var hann Hitler á hálli braut sem hirti ekki um frekar en þú að vanda sporin sín/ en dauðinn tók hann þennan djöfulóða manna niður í djúpin með sér þangað sem sólin ekki skín".
Ég er semsagt búinn að horfa á Annie Hall, Manhattan, Play it again Sam, Bananas, Love and Death, Husbands and Wives, Deconstructing Harry, Scoop, Melinda&Melinda, Match Point, Small time Crooks og er að glugga í ,,The complete Prose" alveg hrottalega fyndin bók.

En allavegana þá hef ég komið þessum skilaboðum á framfæri - ég hafði rangt fyrir mér og þið hin rétt, sérstaklega Arna sem ,,neyddi" mig til að horfa á myndirnar... kannski er það kaffi næst og ekki láta ykkur bregða þó að ég sjáist með sígarettu í hendi (eins og hin heilaga þrenning fyrirlitningarinnar hljómaði - Woody Allen, kaffi og sígarettur)


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

10 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gott mál, Allen er nefninlega seigur þó hann geti á köflum verið óþolandi. En hins vegar hefurðu oftast rangt fyrir þér þannig að... ;)

Er Jabbar væntanlegur?

03 október, 2007 09:16  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Jabbar er á leiðinni, áætluð afhending 5-10 okt samkvæmt amazon.

Veit ekki með þessa fullyrðingu þína, finnst hún vafasöm... komandi frá manni sem heldur með Seattle :)

03 október, 2007 13:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Lið með Detlef Schrempf í þjálfarateyminu hlýtur að vera líklegt til árangurs. Annars er þetta meira spurning um fegurð í mínum huga eins og hefur alltaf loðað við Seattle í gegnum tíðina, (Kemp, Payton, Sam Perkins, Schrempf, R. Lewis, Allen, Wilcox o.fl.) þetta er bara alvöru lið Bjarni! Og það er ekkert að fara að hætta að spila svona fallegan bolta með #35 KD í fararbroddi.

03 október, 2007 23:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég vissi að þú myndir einn daginn sjá ljósið.. að um leið og þú myndir gefa honum séns þá myndiru elska hann.
og ég hafði rétt fyrir mér enda er allen algjör snillingur!

04 október, 2007 01:34  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Allen er brillant... flott að heyra að þú hefur horfið frá villu þíns vegar og hætt að fetta fingur út í manninn (eins og leikskólabörnin sem vilja bara horfa á Hulk, Superman etc)...

burrrrrrrrrr
Ívar

04 október, 2007 08:26  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ívar: whu hu (beygjuhljóð). Já þetta er mjög hressandi að vera vaxinn upp úr þessum mótþróa.

Arne B Andersen: Þú ert yndisleg.

Biggi: Lakers reyndu Kurt Rambis sem þjálfara og það gekk ekki - hann var reyndar í þjálfarateymi Jackosns (er það ekki?)

04 október, 2007 15:14  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Biggi: ...annars held ég að KD muni verða til þess að Ewing theory verði notuð á Seattle - sá annars myndbandið og hann er rosalegur.

04 október, 2007 15:57  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bíddu bíddu jabbar hvað ertu að fara að fá jabbar treyju
kv bf

04 október, 2007 16:55  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já, Haukur er að fara út til Bigga og ég gerðist svo kræfur að panta treyju heim til hans - sem Haukur tekur svo með sér heim. Maður verður að vera huggulegur í ræktinni.

http://www.amazon.com/Kareem-Abdul-Jabbar-Angeles-Swingman-Basketball/dp/B000PLF97I/ref=sr_1_10/104-2375309-6800716?ie=UTF8&s=apparel&qid=1191520048&sr=8-10

04 október, 2007 17:49  
Blogger Unknown sagði...

djöfull áttu eftir að verða myndarlegur í þessum ég var einmitt að uppgötva amazone á sunnudaginn og pantaði mér nokkrar bækur cd og dvd og það kom nokkrum dögum seinni. Sem leiðir af því að núna er ég ástfanginn af amazone á eftir að versla eingöngu þar á næstunni
kv bf

04 október, 2007 18:47  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim