Innantóm óskhyggja
Margir láta sig dreyma um hæð á Ægisíðunni. Skoða reglulega 50+ milljón króna eignir á fasteignavef Morgunblaðsins og taka bíltúr um götuna á fallegum sumardögum með stoppi í ísbúðinni á Hagamel. Færri fara hins vegar í ísbíltúr á þeim tíma þegar að haust er við það að umturnast í vetur og einhverja fylgni má eflaust finna við það að þa keyri færri bílar um Ægissíðuna.
Við hins vegar sem keyrum þennan veg daglega vitum hvernig ástandið er þar meginpart ársins. Þar hafa í þónokkurn tíma legið ónýtar lagnir, þannig að á þessum tíma þegar laufblöð stífla allt myndast stórir pollar á götunni og ef keyrt er hratt í gegnum þá má sjá brúnleitt vatn og viðeigandi holræsalykt yfirgnæfir öll önnur skynfæri - sönnun þess að stífar dragtklæddar yfirstéttakonur skíta líka vondri lykt.
Er lífið ekki dásamlegt?
Við hins vegar sem keyrum þennan veg daglega vitum hvernig ástandið er þar meginpart ársins. Þar hafa í þónokkurn tíma legið ónýtar lagnir, þannig að á þessum tíma þegar laufblöð stífla allt myndast stórir pollar á götunni og ef keyrt er hratt í gegnum þá má sjá brúnleitt vatn og viðeigandi holræsalykt yfirgnæfir öll önnur skynfæri - sönnun þess að stífar dragtklæddar yfirstéttakonur skíta líka vondri lykt.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Lífið
2 Ummæli:
Puff á ægisíðuna mig dreymir um ghettóblokk í breiðholtinu
kv bf
... þar sem þú ætlar að hafa alla æskuvini þína (að hætti NBA og rappstjarna)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim