Megas - Hold er Mold
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stórkostlega tónleika Meistarans í höllinni. Þvílíkt yfirburða tónskáld, þvílíkur yfirburða textasmiður - þvílík frammistaða. Jafnvel harður sjálfstæðismaður var á því að með þessum viðburði hefði hann jafnað sig á að hafa misst borgina.
En að kjarna þessarar bloggfærslu - nýja Megasar disknum.
Eftir að hafa nú hlustað á diskinn í heild sinni nokkrum sinnum og rætt við minn helsta Megasar bandamann er ég á því að þetta sé fínn diskur. Hann er mjög ólíkur Frágangi, ekki eins poppaður, minna um ,,hits" og á margan hátt hrárri. Textarnir eru persónulegri og beittari.
Sem sagt, meira fyrir hardcore aðdáendur, frekar en byrjendur.
Að mínu mati standa eftirfarandi lög upp úr: Flærðarsenna, Hvörsu fánýt að fordildin sé (Hold er mold), Tímamót (í nýrri útgáfu), Ferðalög. Reyndar er ég mjög ósáttur með útgáfuna af laginu ,,Hvörsu fánýt að fordildin sé" - Megasukk hefur flutt þetta lag í góðri rokkútgáfu og auk þess hefur lagið verið flutt ásamt barnakór á Passíusálmatónleikum... það vantar allan kraft í lagið á plötunni.
Það er viðeigandi eftir þessa viðburðaríku viku að slútta henni með textanum við lagið ,,Flærðarsenna":
Annars erindi rekur
úlfur löngum sannast það
læst margur loforðsfrekur
lítt verður úr þá hert er að
meðan slær orð við eyra
er þér kær vinur að heyra
sértu fjær þá er það ekki meira
slíkt eru hyggindi haldin
höfðingssapur og menntin prúð
veröldin falsi faldin
fóðrar sinn kjól með skollahúð
lærð er á lymsku beglur
leynt sér hjá fann þær reglur
sem köttur sá er kreppir að hvassar neglur
oft er fagurt í eyra
alþýðulof af hræsni veitt
hinum er á það heyra
heimur þykir sem kálfskinn eitt
í augun greið hlæja og hlakka
hrósa um leið biðja og þakka
búin er sneið er snúa þeir við þér hnakka
heimskur er sá sem heldur
hvers manns lof sem fullgert sé
einfaldur oft þess geldur
alvöru meinar það hinum er spé
tryggðargjöld táls með korni
temprast köld nema við sporni
vinur í kvöld er vélar þig að morgni
heimurinn hrekkjafulli
handverk þetta mest nú brúkar nú
að fegra eir með gulli
út gengur honum myntin sú
orðaglens ei þarf kaupa
allir léns með það hlaupa
kossa flens kallsa ljúga raupa
Er lífið ekki dásamlegt?
En að kjarna þessarar bloggfærslu - nýja Megasar disknum.
Eftir að hafa nú hlustað á diskinn í heild sinni nokkrum sinnum og rætt við minn helsta Megasar bandamann er ég á því að þetta sé fínn diskur. Hann er mjög ólíkur Frágangi, ekki eins poppaður, minna um ,,hits" og á margan hátt hrárri. Textarnir eru persónulegri og beittari.
Sem sagt, meira fyrir hardcore aðdáendur, frekar en byrjendur.
Að mínu mati standa eftirfarandi lög upp úr: Flærðarsenna, Hvörsu fánýt að fordildin sé (Hold er mold), Tímamót (í nýrri útgáfu), Ferðalög. Reyndar er ég mjög ósáttur með útgáfuna af laginu ,,Hvörsu fánýt að fordildin sé" - Megasukk hefur flutt þetta lag í góðri rokkútgáfu og auk þess hefur lagið verið flutt ásamt barnakór á Passíusálmatónleikum... það vantar allan kraft í lagið á plötunni.
Það er viðeigandi eftir þessa viðburðaríku viku að slútta henni með textanum við lagið ,,Flærðarsenna":
Annars erindi rekur
úlfur löngum sannast það
læst margur loforðsfrekur
lítt verður úr þá hert er að
meðan slær orð við eyra
er þér kær vinur að heyra
sértu fjær þá er það ekki meira
slíkt eru hyggindi haldin
höfðingssapur og menntin prúð
veröldin falsi faldin
fóðrar sinn kjól með skollahúð
lærð er á lymsku beglur
leynt sér hjá fann þær reglur
sem köttur sá er kreppir að hvassar neglur
oft er fagurt í eyra
alþýðulof af hræsni veitt
hinum er á það heyra
heimur þykir sem kálfskinn eitt
í augun greið hlæja og hlakka
hrósa um leið biðja og þakka
búin er sneið er snúa þeir við þér hnakka
heimskur er sá sem heldur
hvers manns lof sem fullgert sé
einfaldur oft þess geldur
alvöru meinar það hinum er spé
tryggðargjöld táls með korni
temprast köld nema við sporni
vinur í kvöld er vélar þig að morgni
heimurinn hrekkjafulli
handverk þetta mest nú brúkar nú
að fegra eir með gulli
út gengur honum myntin sú
orðaglens ei þarf kaupa
allir léns með það hlaupa
kossa flens kallsa ljúga raupa
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Megas
5 Ummæli:
vá... ég held að ég hafi ekki skilið eitt orð af texta.. ég þarf greinilega á fleiri íslensku tímum að halda (hélt eitthvað hefði sogast inn í tímunum hjá Gesti).. what the fuck is 'flærðarsenna'?
Ivar
http://www.andfotbolti.net/
ég ætla rétt að vona að þú sért búin að gera þessu hér góð skil.
sjá:
http://gummijoh.net/2007/10/15/tndmi-dagsins-5/
Ívar: Flærðar= undirferli eða svik
Senna= deila, þrátta
Að mínu mati eiga síðustu erindin þrjú sérstaklega vel við.
Biggi: Ég ætla að kíkja á þetta
Gummi: Þessu er hér með komið að framfæri að sjálfsögðu - hafðu þökk fyrir.
Biggi: Hahahaha! Góð skilyrði!
Ég sendi sms á Tómas(ÍR-ing og United mann) og Baldur Knútsson (Framara og West Ham mann) - vonandi fáum við góð viðbrögð, enda báðir unnendur sóknarknattspyrnu. Þetta er stemmning - ég er allavegana með.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim