sunnudagur, október 07, 2007

Hold er mold - hverju sem það klæðist.
























Ég lét undan freistingunni og slæmri fjárhagsstöðu og fjárfesti í miðum á Megas í Höllinni. Þangað mun ég fara ásamt spússu minni og væntanlega í slagtogi við annað gott fólk.
Ragnar Kjartansson á heiðurinn að alveg hreint yndislegu coveri á nýju Megasarplötunni sem ber heitið ,,Hold er mold" (þið getið séð það í sunnudags Fréttablaðinu á bls 30) þar sem þrjú módel í bikiníi sitja við og á ,,gröf" Jónasar Hallgrímssonar - en heiti plötunnar vísar einmitt í samnefndan texta Jónasar Hallgrímssonar sem Megas hefur flutt í mjög töff útgáfu nokkrum sinnum á undanförnum árum (verður líklega, vonandi á þessari plötu og Ljóðskáldið Daði hefur einmitt fyrir löngu stælað textann og breytt honum í... ,,Frygð er dyggð (en þú ert viðurstygð)" )

Er Megas ekki dásamlegur?

Efnisorð:

8 Ummæli:

Blogger Unknown sagði...

Spurningin er bara hver verður fyrst til að gera sig að athlægi með kommentum á þessu yndislega coveri..?....ég bið spenntur...því það mun gerast.

08 október, 2007 11:23  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já þetta er virkilega spennandi.
Hvernig er Danmörk og hvernig er námið?

09 október, 2007 01:05  
Anonymous Nafnlaus sagði...

http://www.eoe.is/liverpool/nytt/

Hverslags krafa er það að maður verði að halda með Liverpool. Djöfuuuuull!!

Hauger var að koma með þá snilldar tillögu að ég og þú myndum stofna notandanafn í sameiningu (hverjir vita meira um Liverpool??) en það fór fyrir lítið.

09 október, 2007 02:31  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Sá þetta og kíkti einmitt á það, hvort að bloggararnir yrðu að vera Liverpool menn.
Við gætum hins vegar búið til bloggsíðu undir heitinu ,,Andstyggileg knattspyrna" eða eitthvað álíka - þar sem Liverpool væri í brennidepli:)
Það myndi eflaust kæta menn!

09 október, 2007 03:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er klár. www.andfotbolti.net er á lausu?

09 október, 2007 14:14  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Hahaha!
Eigum við ekki að ganga til verks?

09 október, 2007 18:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Klárlega, ég ætla að fara í þetta mál.

10 október, 2007 03:49  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég stend með þér - bara spurning um útfærslu.
Er ekki gott að hafa mynd af Carragher, Benitez og Mourinho efst á síðunni.
Við finnum svo einhverja skemmtilega tölfræði og t.d. liðin ,,Versti leikur umferðarinnar":)

10 október, 2007 21:19  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim