fimmtudagur, október 11, 2007

Gleymt kosningarljóð (viðeigandi, takk Daði)

Ég vil-hjálm en ég fæ lúsuga húfu
Ég vildi mjálm en fékk skitna dúfu
Ég vildi gangverk, fékk lausa skrúfu
Ég vildi hjálm en ég fékk skítuga húfu

Ég vil-hjálm en ég fæ götóttan hatt
Ég vildi löng kynmök en fékk það hratt
Ég vil framsóknarleysi, ég segi það satt
ég kaus vil-hjálm en fékk ónýtan hatt

Ég vil-hjálm en fæ gömul eyrnaskjól
Ég fékk haglél er ég vildi sól
Drauma jakkafötin þau urðu að kjól
Ég vil hjálm en fékk notuð eyrnaskjól

Þú sagðir ,,ég vil hjálm” en þú færð sokk
útmigna skálm og Framsóknarflokk
þú vilt barn en þeir færðu þér smokk
ég Vil-hjálm en ég fékk táfýlu sokk

Ég vildi Dag og Silvíu Nótt
Fékk næturóróa og dags hitasótt
Vildi eitthvað fagurt en fékk eitthvað ljótt
Vildi Dag en fékk Framsóknarsótt

Ég vildi Svan-dísi en fékk ógeðfellt hræ
Vildi hitabylgju en fékk kaldan maí
Vildi töfrabaunir en fékk arfafræ
Ég vildi Vinstri Græna en fékk stóriðjuhræ

Ég vildi Frjálslynda en fékk framapot
Ég vildi ávaxtasafa en fékk tréspíraskot
Ég vildi vera þurr en ég varð vot
Ég vildi Frjálslynda en fékk Framsóknarpot

Við 94% vildum hann ekki en fengum hann þó
Við vildum hann aflífa en ekki hann dó
Við vildum alla aðra í borgarstjórnarskó
Við vildum ekki Björn Inga en fengum hann þó.

Ég vildi Vilhjálm en vil ekki lengur
Hinsta hálm-stráið það ekki gengur
Hann er móðgun þessi falski áttundi strengur
Ég vildi Vilhjálm en vil ekki lengur

-----------------------------------

Ég vil ekki hjálm né nokkuð annað
Verður ráðhúsið alltaf illa mannað?
Er lýðræði ekki fyrir borgina hannað?
Ég vil ekki hjálm né nokkuð annað!


Daði 1981

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

flott ljóð hjá Daða... burtu með Vil-hjálm

kv,
Ivar

11 október, 2007 08:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég má til með að sýna þér þetta Sigurósar aðdáandi
http://www.npr.org/blogs/bryantpark/2007/10/when_good_interviews_go_bad.html

11 október, 2007 09:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

vá hvað þetta var slæmt... þessir menn eiga bara að spila tónlist ekkert annað. (kannski föttuðu þeir ekki að þetta var radio.. mikið um að kinka kolli og hrista haus).

kv,
Ivar

11 október, 2007 13:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Dagur B. Eggertsson er orðinn borgarstjóri... heheheh
kv,
ívar

11 október, 2007 15:14  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Baldur: Hahahahahahahahahahaahhahahaha!
�etta er besta vi�tal sem fari� hefur farm � nokkrum mi�li.
�a� vanta�i eiginlega bara a� Paul Scholes v�ri staddur �arna alveg ��gull sem gr�fin. �egar allt kemur til alls �� er �a� t�nlistin sem skiptir m�li.

Ivar: �etta var heldur betur �v�nt.
�g h�lt n� �r�tt fyrir allt a� �eir myndu l�ma sig saman � spillingunni og ef ekki �� myndi Sj�lfst�isflokkurinn sl�ta og semja vi� VG.
�ar f�r glundro�akenningin fyrir l�ti�.
Gott a� vakna, n�b�inn � n�turvaktart�rn og a� kl�ra heimapr�f og vi� blasir n�r Dagur og Megas a� frumflytja efni � r�s2.

Er l�fi� ekki d�samlegt?

11 október, 2007 18:10  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim