þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Klassísk spurning - beðið um álit

Margar spurningar eru klassískar og sérstaklega þegar kemur að hugtakinu lýðræði og réttindi borgaranna.
Ein spurning hefur lengi brunnið á vörum manna, en hefur legið í hýði eða verið í felum frá því að Helga Hóseassyni var neitað um verða afskírður. Af þessari rökleysu kirkjunnar, verða menn að spyrja eftirfarandi og ég óska eftir svörum:

1. ,,Hefur barn sem einstaklingur ekki rétt á að velja sér trú þegar það hefur náð þroska til ákvörðunar?"


og í ljósi þess:


2. ,,Er rétt að banna skírnir og aðrar trúarlegar athafnir á börnum og færa fermingar til 18 eða 20 ára aldurs?"



Eru lýðræði og mannréttindi ekki dásamleg hugtök?

Efnisorð: , , ,

22 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Velja sér trú... hvaða bull er þetta Bjarni? Ef þú ert trúaður, á þá barnið þitt bara að lifa í trúleysi þanngað til það er orðið 18-20ára.. vegna þess að það á að vera ólöglegt að skýra barnið(eða gera aðrar trúarathafnir) án þess það sé komið til vits og ára? Auðvitað tekur barn trú foreldranna, mörg trúabrögð byggja líka á því að fólk verði að gera ýmsa hluti til að rækta sína trú frá blautubarnsbeini (ekki borða svínakjöt, ekki drekka áfengi, umskurður á drengjum etc).

Ekki nógu vel ígrunduð spurning verð ég að segja Bjarni.. en allt í lagi að vekja máls á þessu.

kv,
Ivar

21 nóvember, 2007 09:23  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ekki nógu vel ígrunduð spurning?
Bull?
:)
Þetta er ekki spurning um trú eða trúleysi, hver einstaklingur á hreinlega rétt á því að velja sér sína eigin trú eða trúleysi þegar það að kemur, en ekki vera beygður undir eitthvað sem honum mun mislíka seinna meir.
Hvaða vit er það að foreldrarnir ráði því?
Hafa foreldrar rétt á því að gera hvað sem er við barnið sitt?
Tatoovera það í andlitið?
Hvað getur við kallað skírn annað en tattooveringu á sálina?
Af hverju þarf ég að búa við það að foreldrar mínir hafi skírt mig og ég síðan fermst vegna peninga löngu áður en ég hafði vit til að velta þessu almennilega fyrir mér.
Það er alveg hægt að halda áfengi og svínakjöti frá börnum til 18 ára aldurs án þess að blanda trú inn í það.
Umskurður karla er líka mannréttindabrot og ég skil ekki alveg hvernig það kemur þessum rökum við - eigum við þá ekki að virða rétt annarra trúarbragða til umskurðs kvenna?

Hér erum við því ekki að tala um illa ígundaða spurningu heldur beinlínis klassíska spurningu um mannréttindi og frelsi einstaklingsins, sumt verður hreinlega ekki aftur tekið og út um alla veröld verður fólk uppvíst af grófri misbeitingu á börnum sínum í krafti hefða trúarinnar sem án hennar myndi leiða til þess að barnaverndaryfirvöld myndu taka börnin af þeim...
... hugsum okkur t.d. ef að trúleysingjar á Íslandi tækju upp á því að umskera stúlkubörn sín.

Komum fram af ást og virðingu við börnin okkar.

Ástarkveðja Bjarni Þór

21 nóvember, 2007 18:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

england england england vá hvað mig hlakkar til að sjá EM
kv bf

21 nóvember, 2007 22:03  
Anonymous Nafnlaus sagði...

er alfarið sammála tjörva í þessu máli!!
fyrir mér er skírnin falleg hefð, hvað getur til dæmis verið rangt við það að alast upp við barnatrúnna...´"tattúvering á sálina" ..kannski aðeins of dramatíst að mér finnst. nú eða "mannréttindabrot"..á kannksi ekki alveg við á íslandinu góða.
að trúa á Guð sinn, læra faðirvorið, fara eftir boðorðunum, o.s.frv getur ekki verið svo hörð brot á sálartetrum barnanna okkar ??!!
....kannski ekki illa ígrunduð spurning..en fyrir mér er svarið allt annað en þitt!
annars er helgi hóseasson einn sá yndislegasti sem ég þekki, þrátt fyrir helvítis áróðursbullið í honum alltaf hreint!
þú bjarni þór þarft að kikka í kaffi með mér til hans!
kv tb

21 nóvember, 2007 22:16  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég þarf endilega að kíkja í kaffi til þess herramanns með þér í sumar, fyrst að það er búið að eyðileggja EM fyrir manni:)

Varðandi barnatrúnna þá er spurning hvað sé hægt að skrifa margar bækur um hvað sé rangt við barnatrúnna. Við ættum frekar að snúa spurningunni við og spyrja hvað er rétt við það að alast upp við barnatrúnna:)
Ekki er börnunum kennt neitt sem almennt siðfræði getur ekki boðið uppá - eftir standa þá sögur Biblíunnar sem í meginatriðum eru lygi sem atburðir og efast má stórlega um það hvort að persónurnar hafi verið til sagnfræðilega + allt það grimmilega sem allavegana hin kristna trú býður uppá.
Hvað er rétt við það að ljúga að börnum?
Bænir hafa aldrei virkað og gera það ekki ennþá og til hvers þá að kenna þeim slíkt?
Það sem við gerum með þessu er að kljúfa fólk að óþörfu upp í hópa, sem trúa á mismunandi hindurvitni og veröldin er nógu flókin og nógu margt að, án þess að við bætum á það með blekkingum sem geta leitt til fordóma.
Af hverju ekki að ganga lengra og skrá börnin sín í stjórnmálaflokka og heilaþvo þau með pólitískum áróðri sem gæti farið fram á laugardögum:)
Hver er tilgangurinn með þessu öllu?

Auk þess er þá ekki nóg að foreldrar ali börn sín upp við einhverja kristilega siði og börnin geti svo áttað sig á því hvers konar kjaftæði þetta sé þegar að þau hafa náð skilningi og þroska og sleppt því þá að skíra og ferma þangað til, trúarlegar athafnir verða nefninlega ekki aftur teknar og eru ekki hluti af náttúruástandi mannsins.
Af hverju að halda í hefðir sem hafa engan tilgang og eru uppáþrengjandi seinna meir?
Hver er réttur einstaklingins?
Af hverju ekki að sleppa þessu?
Ég skil ekki hvernig þú getur verið alfarið sammála Tjörva í þessu, á hvaða forsendum?

Tjörvi segir: ,,Ef þú ert trúaður, á þá barnið þitt bara að lifa í trúleysi þanngað til það er orðið 18-20ára.. vegna þess að það á að vera ólöglegt að skýra barnið(eða gera aðrar trúarathafnir) án þess það sé komið til vits og ára? "

Breytum nú þessu og spyrjum þess sama varðandi stjórnmálaskoðun t.d. eða annarra lífsviðhorfa foreldranna. Á barn að verða Framsóknarmaður vegna þess að foreldrar hans eru það?
Á að skrá barn í hryðjuverkasamtök og heilaþvo það af lygum vegna þess að foreldrarnir eru hryðjuverkamenn?

Hugsum þetta út frá skynsamlegu sjónarmiði manna sem búa í upplýstu lýðræðissamfélagi sem virðir rétt einstaklingsins en ekki út frá hefðum og gömlum kreddum.

Ástarkveðja til ykkar beggja, Tinnu og Baldurs - Bjarni Þór.

21 nóvember, 2007 23:25  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er nú bara einu sinni þannig að það eru foreldrarnir sem móta líf barna, þau rækta hefð, matarræði og menningu meðal barna. Hjálpa þeim við ýmis gildi og innræta börn yfir höfuð.. ekki er það mannréttindarbrot? Trúarbrögð eru ekkert öðruvísi.. trúarbrögð er stór hluti af lífi margra og því hljóta þau að falla undir það sem ég nefndi hér að ofan. Ekki getum við látið börn ráfa um sjálfala þanngað til þau geta ákveðið alla hluti sjálf? Það er hlutverk foreldra að ákv. hvað er best fyrir sín börn.

Umskurður karla er líka mannréttindabrot og ég skil ekki alveg hvernig það kemur þessum rökum við? (Bjarni Þór)

Í bæði Islam og gyðingdómi eru drengbörn umskorinn (8 daga gömul gyðngabörn, ekki viss hvenær múslímsk börn eru það). Sem dæmi er ekki hægt að taka upp gyðingdóm án þess að vera umskorinn. Það eru rök mín fyrir því að ég nefndi þetta sem dæmi um að ekki er einfaldlega hægt að setja trúarbrögð á 'hold' meðan barnið er orðið 18-20ára.

Í engum trúarbrögðum er því fyrirskipað að umskera stúlkubörn (aðeins gert í nokkrum sub-shara afríku löndum og þá gert útaf hefð eða menningu).. enda er umskurður á kvennmönnum ekki hægt að framkvæma. Líkt og ekki er hægt að framkvæma leghálskrabbameinsskoðun á karlmönnum. Umskurður kvenna er í rauninni rangnefni. Á enskri tungu er þetta yfirleitt nefnt 'female genital mutilation'(eyðilegging á sköpum kvenna gæti það útfærst á íslensku).

Að færa umskuð drengbarna aðgerð sem er framkvæmd á um 25-33% karlmanna í heiminum (sem hefur marga kosti í förm með sér: hreinlæti, vörn gegn kynsjúkdómum útlokar hættuna á typpakrabbameini etc) til jafnts við stórhættulega aðgerð sem hefur það eitt hlutverk að eyðileggja sköp kvenna (veldur dauða í mörgum tilvikum) er grófur útúrsnúningur , vanþekking og gerir lítið úr þjáningum kvenna sem þurfa að ganga í gegnum svoleiðis helvíti.

Þannig mér væri nær að spyrja þig 'umskurður kvenna er mannréttindabrot, ég skil ekki alveg hvernig það kemur þessum rökum við?'

Annars vill ég taka það fram til að fyrirbyggja allan missklining þá finnst mér þú vera algjör snillingur Bjarni og skoða síðuna þína oft á dag:)

http://en.wikipedia.org/wiki/Female_circumcision

kv,
Ivar

21 nóvember, 2007 23:53  
Blogger A.F.O sagði...

Almenna siðfræði?

AFO

22 nóvember, 2007 00:23  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

,,Það er nú bara einu sinni þannig að það eru foreldrarnir sem móta líf barna, þau rækta hefð, matarræði og menningu meðal barna. Hjálpa þeim við ýmis gildi og innræta börn yfir höfuð.. ekki er það mannréttindarbrot? Trúarbrögð eru ekkert öðruvísi.. trúarbrögð er stór hluti af lífi margra og því hljóta þau að falla undir það sem ég nefndi hér að ofan. Ekki getum við látið börn ráfa um sjálfala þanngað til þau geta ákveðið alla hluti sjálf? Það er hlutverk foreldra að ákv. hvað er best fyrir sín börn."

(Yil að byrja með þá er ekki hægt að leggja þetta að jöfnu þar sem aðrir mótunarþættir eru ekki byggðir á lygi en allavegana...)
Ég kom einmitt inn á þetta, er ekki nóg að forledrar ali börnin sín upp við kristin gildi og kristna trú (sem mér finnst auðvitað sorglegt) án þess að þau brennimerki barn sitt með trúarlegum athöfnum?
Það er hreinlega ekki í þeirra verkahring. Barnið getur síðan sem þroskaður einstaklingur tekið sjálfstæða ákvörðun um það seinna meir hvort að það vill skírast og fermast er það ekki?

,,Í bæði Islam og gyðingdómi eru drengbörn umskorinn (8 daga gömul gyðngabörn, ekki viss hvenær múslímsk börn eru það). Sem dæmi er ekki hægt að taka upp gyðingdóm án þess að vera umskorinn. Það eru rök mín fyrir því að ég nefndi þetta sem dæmi um að ekki er einfaldlega hægt að setja trúarbrögð á 'hold' meðan barnið er orðið 18-20ára."

Á sama hátt er hægt að kenna börnum gildi gyðingdóms án þess að það þurfi að koma til umskurðar og síðan getur einstaklingurinn sjálfur ákveðið það hvort að hann vill gangast við gyðingdómnum við 18/20 ára aldur og látið þá umskera sig.
Hvað með alla þá sem gefa upp gyðingdóminn og standa eftir forhúðarlausir án síns samþykkis?
Ég trúi ekki að ég sé að hlusta á svona rök frá manni sem hve lengst hefur boðað frelsi einstaklingsins í vinahópnum.

,,Í engum trúarbrögðum er því fyrirskipað að umskera stúlkubörn (aðeins gert í nokkrum sub-shara afríku löndum og þá gert útaf hefð eða menningu).. enda er umskurður á kvennmönnum ekki hægt að framkvæma. Líkt og ekki er hægt að framkvæma leghálskrabbameinsskoðun á karlmönnum. Umskurður kvenna er í rauninni rangnefni. Á enskri tungu er þetta yfirleitt nefnt 'female genital mutilation'(eyðilegging á sköpum kvenna gæti það útfærst á íslensku)."

Þú getur kallað þetta hvað sem er og ég er nokkuð vissum að ég hafi lesið um umskurð/snípskurð innan múslimskra samfélaga en ég skal fletta því upp við tækifæri.

,,Að færa umskuð drengbarna aðgerð sem er framkvæmd á um 25-33% karlmanna í heiminum (sem hefur marga kosti í förm með sér: hreinlæti, vörn gegn kynsjúkdómum útlokar hættuna á typpakrabbameini etc) til jafnts við stórhættulega aðgerð sem hefur það eitt hlutverk að eyðileggja sköp kvenna (veldur dauða í mörgum tilvikum) er grófur útúrsnúningur , vanþekking og gerir lítið úr þjáningum kvenna sem þurfa að ganga í gegnum svoleiðis helvíti."

Ég er ekki að bera saman þessa hluti út frá þjáningu, heldur út frá rétti einstaklingsins sem er aðalatriði, að gera þjáninguna að aðalatriði er útúrsnúningur.
Það að nefna einhver atriði sem geta verið til góða við umskurð er líka algjört aukaatriði, það er réttur einstaklingsins til að ákveða það seinna meir. Þetta er heldur ekki gert útaf þessum góðu atriðum sem þú nefnir heldur einungis til að halda í einhverjar bjánalegar hefðir frá vitsmunalegri steinöld.
Ekki nefnum við það hvað væri gott fyrir einstakling ef að foreldrar hans myndu láta græða á hann þriðju hendina sem virkaði og það í krafti hefða hindurvitna:)

Það er óþarfi að enda á mjúkum nótum, hér rökræða menn hreinlega sem vinir og ekkert athugavert við það:)
Megi vísindin vísa þér veginn nú sem áður.

Ástarkveðja Bjarni Þór.

22 nóvember, 2007 00:42  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

AFO: Í nafni vísndanna, við skulum ekki byrja aftur á þeim rökræðum.
Þú mátt velja hvort um sé að ræða þá siðfræði sem við kennum við vestræn lýðræðisríki (og er ekki komin frá kristinni trú, hvað sem Gunnar í Krossinum kann að segja) eða þá almennu siðfræði sem kristin trú byggir (að litlu leyti) á.
Já, krstin trú fann ekki upp siðfræðina.

22 nóvember, 2007 00:45  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

NB!
Ég mun ekki geta svarað meiru fyrr en á föstudaginn í fyrsta lagi.

Skynsemiskveðja Bjarni

22 nóvember, 2007 00:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Menn kokka hér upp pattent skyndilausnir við hinum og þessum trúarathöfnum (þó svo að kjarni heilu trúarbragðana sé kastað ofaní klóstið fyrir vikið) og vandamálið leyst.. gott og vel,

En að segja 'Bænir hafa aldrei virkað og gera það ekki ennþá og til hvers þá að kenna þeim slíkt'.. er auðvitað rosalega mikill þvættingur.

Trú flytur fjöll Bjarni.. og þú sem fyrverandi íþróttamaður ættir að vita hvað það að trúa er mikilvægt (mórall liðsins telur hátt ekki satt). Það að búa yfir jákvæðu hugarfari og óbilandi trú að maður eigi eftir að læknast t.d. af alvarlegum veikindum hvort sem það er með absalut trú á Guði eða bara sjálfum sér er ómetanlegt. Þannig bænir virka Bjarni... held að enginn reyni að efast um það ekki einu sinni þeir á andtrú eða hvað sem síðan heitir.

kv,
Ivar

22 nóvember, 2007 08:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

- þú ert yndislegur bjarni minn -
ég mun hafa þig í bænum mínum, einhver verður að passa upp á þig kútur...
þín tinna

22 nóvember, 2007 14:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

æ hann er algjört bestaskinn þó hann rasi soldið út hér á vefnum ;)

22 nóvember, 2007 16:20  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ívar: Til að byrja með þá fann ég auðvitað fjölda múslimskra landa þar sem þetta er framkvæmd, en síðan sá ég að þú ætlar að sleppa á tæknilegu atriði: ,,Í engum trúarbrögðum er því fyrirskipað að umskera stúlkubörn"
Þá skulum við líka minnast á ferminguna: http://kaninka.net/stefan/2006/10/04/um-fermingar/

,,Menn kokka hér upp pattent skyndilausnir við hinum og þessum trúarathöfnum (þó svo að kjarni heilu trúarbragðana sé kastað ofaní klóstið fyrir vikið) og vandamálið leyst.. gott og vel"

Já, mér þykir vænna um rétt einstaklinganna en rétt einhvers hindurvitnakjaftæðis - er einhver ósammála því?
Hverju yrði kastað ofan í klósettið?
Skírn og og fermingu (minni á grein Stefáns) yrði seinkað, svo að einstaklingurinn geti ákveðið slíkt sjálfur.

,,En að segja 'Bænir hafa aldrei virkað og gera það ekki ennþá og til hvers þá að kenna þeim slíkt'.. er auðvitað rosalega mikill þvættingur."

Nefndu eitt dæmi þar sem þú getur sannað að bænir virka:)
Eina sem er þvættingur eru bænir.

,,Það að búa yfir jákvæðu hugarfari og óbilandi trú að maður eigi eftir að læknast t.d. af alvarlegum veikindum hvort sem það er með absalut trú á Guði eða bara sjálfum sér er ómetanlegt. Þannig bænir virka Bjarni... held að enginn reyni að efast um það ekki einu sinni þeir á andtrú eða hvað sem síðan heitir."

Þú verður að aðgreina annars vegar að hafa trú á sjálfan sig (sem er heilbrigt) og það að trúa á eitthvað sem þú hefur ekki hugmynd um.
Menn hafa aldrei læknast af neinum veikindum með því einu að trúa á Guð - þverrt á móti hafa menn dáið þegar að þeir hafa hætt að taka lyfin sín vegna þess að þeir trúa því að Guð sé að bjarga þeim og vissulega hafa vantrúarmenn oft skrifað um nákvæmlega það að bænir virka ekki - prófaðu bara að fara inn á vantru.net og skrifa ,,Bænir" og ,,Bæn" í leit.

Af hverju ekki að eyða tímanum sínum í eitthvað sem gerir gagn?
Eins og t.d. að afnema það að fólk geti neytt börnin sín til trúar:)

Tinna: Því miður virka bænir þínar ekki frekar en annarra. :)

Kveðja Bjarni

PS: Megi vegur skynseminnar og vísindanna lýsa upp veg ykkar allra.

23 nóvember, 2007 01:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég vill fá að vita hvenær menn fá íbúðina afhenta.... skiluru það?

kv,
Ivar

23 nóvember, 2007 14:19  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég var einmitt að tala við fasteignasalann og nú fer þetta allt að koma. eigendurnir eru búnir að vera að bíða eftir eignaskiptasamningi og er engu hægt að þinglýsa fyrr en hann kemur í hús. vonandi verður það fljótlega eftir helgi og þá megiði fara að hlakka til innflutningsgleðinnar miklu :)
já og hvernig væri að slútta þessari skírnar/trúarbragðaumræðu áður en þar að kemur? ;) svona í anda jólanna..

jólakveðja frá örnu

23 nóvember, 2007 15:20  
Blogger A.F.O sagði...

Má ég velja hvort það er sú siðfræði sem við kennum við vestræn lýðræðisríki eða sú almenna siðfræði sem kristnin byggir (að litlu leyti) á?

Ég skal velja en viltu ekki segja mér fyrst hver munurinn er á þessum tveimur möguleikum sem þú bíður mér? Hver er munurinn á þessari siðfræði sem við kennum vestræn lýðræðisríki annars vegar og almennri siðfræði sem kristni byggir (að litlu leyti) á hins vegar. Hver er munurinn? Hver er hin almenna siðfræði sem við eigum að temja okkur? Svar óskast.

AFO

23 nóvember, 2007 16:23  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

AFO: Af hverju að spyrja að þessu þegar að þú veist svarið:)
Þetta gæti verið til upprifjunar:

http://www.vantru.is/2006/12/11/07.30/

Má því miður ekki vera að þessu vegna ritgerða og prófa, en ef greinin er ekki nógu skýr þá svara ég þessu betur ef að þú óskar eftir því.

Ástarkvðeja Bjarni.

24 nóvember, 2007 08:47  
Blogger A.F.O sagði...

Þetta er nú meiri greinin sem þú vísar mér á. Hvernig geturðu látið mig lesa þetta?

Í greininn segir að margt í kristninni falli undir það sem við köllum almenn siðalögmál (eins og gullna reglan). En eftir sem áður er spurningunni sjálfri ósvarað: hver er hin almenna siðfræði sem er svo eftirsóknarverð?

Er hugtakið lýðræði ekki einmitt notað sem valdapólitískt tæki til þess að arðræna fólk. Höfum við ekki einmitt dæmi um það ef við skoðum utanríkisstefnu USA? Þeir ganga fram undir því yfirskyni að lýðræðisvæða heiminn, en allir vita að aðrir hagsmunir liggja að baki. Ég heyrði sagt í útvarpinu í dag að kommúnistum finnist ekki mikið til lýðræðishugtaksins koma.

Þetta er í samræmi við það sem hvíti hvalurinn Alain Badiou hefur verið að segja. Það er ekki hægt að berjast gegn kapitalismanum. Slíkt væri skuggabox. En það er hægt, segir hann, að berjast gegn hugmyndafræðilegri birtingarmynd hans sem kallast "lýðræði".

Umhugsunarvert!

AFO

24 nóvember, 2007 19:19  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Eigum við ekki að segja að Almenn siðfræði sé siðfræði óháð trúarbrögðum:)

En hvernig getur þú látið mig lesa þitt eigið kjaftæði:)
,,Berjast gegn hugmyndafræðilegri birtingarmynd hans sem er lýðræði" :)
Þú hlýtur að vera að grínast!

Í fyrsta lagi smýgur kapítalisminn inn í allt. Hvort sem það eru Bandaríkin, Ísland, Sovétríki Stalíns, Kína nútímans eða trúarríki á borð við Íran og því eru þetta tilgangslaus skot á lýðræðið.
Í öðru lagi, þó að núverandi valdhafar í Bandaríkjunum séu hálfvitar þá getur þú ekki afgreitt hugmyndakerfi með því - er það? Menn hafa lengi farið vitlausa leið í því hvernig á að lýðræðisvæða og sennilega er það best gert með því að hjálpa þeim fyrst sem það vilja. En lýðræði snýst heldur ekki bara um Bandaríkin og er jafn ólíkt og það er til á mörgum stöðum og því fráleitt að ráðast á hugtakið út af einu landi.
Í þriðja lagi, hverjum dettur í hug að berjast gegn lýðræði og hvað viltu þá í staðinn?
Við erum einfaldlega komin með kerfi sem virkar og það eina sem þarf eru stöðugar umbætur (ekki vegna þess að kerfið sé að klikka, heldur vegna þess að stöðnun er ekki góð og við eigum alltaf að vera vakandi fyrir nýjum breytingum sem er vilji fólksins) en ekki byltingu eða að barist sé gegn hugtakinu og hverjum er ekki drullusama hvað einhverjir bitrir mussukommar segja í útvarpið?
Væri ekki nær að þeir kæmu fram og biðust afsökunar á sjálfum sér í stað þess að tjá sig um lýðræðið, sem er jú einmitt ástæðan fyrir því að þeir geta yfirleitt tjáð sig og það í útvarpið:)

Ég skil því miður ekki hvert þú ert að fara með þessu?

Nei, má ég þá frekar biðja um að þú haldir þig við Sálgreiningu:)

Ástarkveðja Bjarni

24 nóvember, 2007 20:17  
Blogger A.F.O sagði...

það sem ég var að fara, eða benda á, var að við ættum að vara okkur á því að segja "lýðræði er dásamlegt og slá þar með ryki í augun á fólki sem fer að trúa í blindni á meðan það er arðrænt. Hvers vegna er þetta hættulegt? Vegna þess að lýðræði er, eins og þú segir, "jafn ólíkt og það er til á mörgum stöðum". Og þess vegna segi ég að mikilvægt sé að fara ekki að skoða samfélagið út frá útópískri hugmynd um hið dásamlega lýðræði, heldur að skoða lýðræðishugtakið út frá þeim pólítísku - hagsmuna - átökum sem eru að verki í samfélaginu. Vegna þess að lýðræði (eins og öll önnur hugtök sem hafa kringum sig fegurðar ljóma) getur hæglega verið pólitískt valdatæki. Það hefur sýnt sig. Í þessu tilfelli hafa kommúnistar dagsins í dag, miðað við það sem ég heyrði í útvarpinu, rétt fyrir sér. Við getum ekki haldið áfram að haga okkur eins og ógagnrýnar rollur hér!

25 nóvember, 2007 11:41  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já, það er alveg hárrétt!
Enda kemur alltaf til með að verða núningur á milli ólíkra sjónarmiða um hvað lýðræði sé og hvernig það eigi að virka - sbr. Fjölmiðlafrumvarpið í heild (reyndar sem ofnotuð klisja).
Menn eru alltaf að takast á um lýðræðið og þó að allir kunni að vera sammála um að mæra það.
Bara það t.d hversu mikið beint lýðræði á að vera og hversu mikil völd stjórnvöld hafa (t.d. varðandi þrískiptinguna) verður til þess að við gleymum okkur allavegana ekki hér á Íslandi - það er hreinlega of mörgum mönnum sem er alltof annt um lýðræðið til að svo geti orðið og okkar kynslóð sem þekkir ekkert annað þarf líka að vera vakandi.

Ástarkveðja Bjarni.

25 nóvember, 2007 19:54  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim