föstudagur, nóvember 16, 2007

Sumar og gleði árið 1995

Að vera 14-15 ára var mjög hressandi tónlistalega séð í mínu lífi og lífið allt auðvitað dásamlegt. Hardcore-ið hafi runnið sitt skeið og við tók blanda af Disco-House/Hip-hop tímabili sem reyndist ekki síður skemmtilegt. House-ið kom að sjálfsögðu fyrst og Hip-Hop-ið var til vara framan af, en tók síðan við þegar að fyrrnefnd stefna fór í lægð. Mitt félagslega líf beið reyndar mikinn skaða af þessu því að öll laugardagskvöld sat ég heima og hlustaði á The Chronic og síðan á Party Zone. Sagan hefur einhvernveginn haldið betur utan um hip-hop-ið en minna hefur farið fyrir sögu Disco-House... hver man ekki eftir The Bucketheads/MAW/KenLou/Nuyorikan Soul, Glenn Underground og DJ Sneak til að nefna nokkra eðalmenn. Það þarf að rifja þetta upp - ég þarf að komast yfir þessa dýrgripi aftur. PZ- topp 100 listinn getur komið manni af stað en svo þarf maður að grafa langt aftur í heilanum til að fikra sig áfram og allar ábendingar eru vel þegnar.

Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er að ég rakst á myndskeið með DJ Sneak frá því í vor og það er þannig með suma menn að þeir tapa sér aldrei - vita hvað virkar og DJ Sneak er með sitt gjörsamlega á hreinu. Hlustið á fyrsta lagið í syrpunni - þeir sem ekki fá takt í sig og sumargleðitilfinningu eiga hreinlega ekki möguleika á því að upplifa slíkt - árið 1995 er hreinlega mætt inn í stofu.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Félagsmálaráðuneytið í samvinnu við vinnumálastofnun er að bjóða styrki til að hjálpa fólki að framkvæma góða viðskiptahugmynd. Upphæðin sem notast verður við er 15 milljónir. Sérstök skilyrði þarf þó að uppfulla meðal annars þarf verkefnið að vera í eigu kvennmanns og rekið að kvennmanni. Væri gaman að sjá svona styrki aðeins fyrir karlmenn það myndi væntanlega allir vera sáttir við það
kv bf

18 nóvember, 2007 09:30  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Þetta er sjúkt þjóðfélag!

18 nóvember, 2007 15:56  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim