sunnudagur, desember 16, 2007

Eru engin takmörk fyrir bullinu?

Ég var að vonast eftir Kompás þætti sem afhjúpaði frekar fyrir trúlitlum Íslendingum hvers konar bjánaskapur kristin trú er byggð á og hvað fær ég...

Hinn heilagi gral á Íslandi?

Ítalinn Giancarlo Gianazza hefur legið yfir leyndardómum miðaldamálaranna Botticelli og Leonardo DaVinci í tíu ár. Þar fann hann leyndar vísbendingar sem bentu til Íslands og einnar helstu perlu bókmenntanna hinn Guðdómlega gleðileik eftir Dante. Þrotlaust starf fullvissaði hann um að í þessum verkum fólust skilaboð um að leyndardómum, ef til vill frá frumkristni, hefði verið komið fyrir á Íslandi á tólftu öld. Þórarinn Þórarinson arkitekt hefur unnið með Giancarlo og fylgt uppí myndina með vísbendingum sem felast í Sturlungu. Þórarinn telur loks komna fram raunverulega skýringu á pólitískum átökum í kringum Snorra Sturluson á þrettándu öld. Hverjir voru hinir „áttatíu austmenn, alskjaldaðir" sem voru í fylgd með Snorra á Þingvöllum? Þórarinn og Giancarlo telja að þetta kunni að hafa verið musterisriddarar sem töldu tryggast að koma dýrgripum frá landinu helga í örugga geymslu vegna trúarlegra og pólitískra átaka í Evrópu. Ísland hafi orðið fyrir valinu. Allar vísbendingar fræðimannanna benda á einn stað við ánna Jökulfall á Kili. Fjöldi leiðangra á staðinn með jarðfræðingum og fornleifafræðingum sem hafa mælt staðinn leiða í ljós að undir yfirborði kunni að vera hvelfing. Eru þar dýrgripir frá frumkristni?


Kompás rekur sig í gegnum ævintýralegar tilgátur og kenningar sem helst má líkja við Da Vinci lykil Dans Browns. Sá munur er á, segja Ginacarlo og Þórarinn, að Dan Brown vinnur með efnið sem skáld en þeir sem fræðimenn.
Kompás er á dagskrá á þriðjudögum kl. 21:55 á Stöð 2.


Er lífið ekki dásamlegt?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim