föstudagur, desember 14, 2007

Þitt veikgeðja Jafnaðarmannahjarta

Þar sem vinahópurinn virðist aftur hafa gleymt að halda einhvers konar söfnun er þá ekki rétt að benda á aðra síðu sem svo sannarlega er að gera góða hluti. Einar Örn er einn af hugsjónarmönnum Liverpool bloggsins sem ég veit að margir lesendur þessarar síðu skoða reglulega (hér er ég að vekja samhug hjá ykkur hjartalausu Liverpool menn sem lesið þessa síðu) og hann heldur úti uppboði/söfnun þessa dagana eins og hann hefur áður gert (og fyrir ykkur sem viljið ekki gefa pening í þróunaraðstoð þá hefur mátt finna margt ótrúlega gott hjá honum á góðu verði undanfarin ár). Endilega látið þetta breiðast út, hvort sem þið eruð Liverpool stuðningsmenn eða eitthvað miklu skárra.

Að lokum þetta

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég var að lesa gamla færslu þar sem þú hraunaðir gjörsamlega yfir Torres og þessi kaup á honum. Það væri nú hressandi að hann mundi halda áfram að stinga upp í þau orð á morgun. Ég verð nú bara að segja hvað eg er ánægður með hann, það er nú ekki auðvelt að spila með svona verðmiða á bakinu pressan hlýtur að vera rosalega en hann er að standa sig vel.
kv bf

15 desember, 2007 11:55  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já, ég ætlaði einmitt að fara að skrifa færslu um það hversu rangt ég hefði haft fyrir mér, Liverpool liðið er allt annað með hann innanborðs og eru líklegir til að pakka ennþá meira í vörn í Meistaradeildinni og treysta á að hann og Gerrard klári leikina.
Þeir klára eflaust leikinn á morgunn - en við sjáum til hvort að þeir geta borið þetta lið áfram út allt tímabilið, munum það að þeir geta eingöngu jafnað United ef að þeir vinna leikinn á morgunn og þann sem þeir eiga inni. Torres er nú samt þrátt fyrir gott start ekki búinn að skora nema 6 mörk í deildinni en ætti samkvæmt tölfræðinni að skora á morgunn.

Annars hef ég eins og aðrir stöðugt rangt fyrir mér.

Ég bölvaði Evra og Vidic þegar þeir komu fyrst til United og í haust sagði ég að United þyrfti helst að lána Anderson í ár, en hann hefur verið jafnbesti miðjumaður United í vel yfir mánuð.

Þá var ég líka vissum að Arsenal myndi floppa og að Fabregas og Wenger myndu fara og þetta átti við um flesta.
Hver hefði svo getað spáð fyrir um að Mourinho myndi fara frá Chelsea?

Svo voru aðrir sem héldu því fram að þetta yrði ár Kuyt og að Voronin yrði góður, það hefur heldur betur ekki gengið eftir og
Eduardo átti að verða geðveikur hjá Arsenal en hefur varla spilað og Adebayor hefur komið sterkur inn.

Sumir trúðu því að Tottenham myndi taka fjórða sætið af Arsenal og flestir töldu að Sven myndi kúka á sig með City.

Margir héldu að Ronaldo myndi nú eiga slæmt ár á meðan að Drogba myndi halda áfram að raða inn mörkunum og þá vildu margir meina að Sunderland kæmi allra liða mest á óvart undir stjórn Keane - en eins og svo margt annað hefur slíkt farið út um þúfur.

Blessunarlega er bæði knattspyrnan og lífið ófyrirsjáanlegt, annars væri lítið varið í hvort tveggja.

Ástarkveðja Bjarni.

15 desember, 2007 21:46  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

PS. Ég er samt ennþá á því að Liverpool væru ofar í töflunni ef að þeir hefðu keypt Anelka og Martins í staðinn fyrir Torres og SWP í staðinn fyrir Babel.

15 desember, 2007 22:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

þú verður nátturulega að taka til greina að hann var ekkert að spila neitt sérstaklega mikið í byrjun tímabilsins var mikið á bekknum og svona. En þessi babel er ekki gott í honum hann hefur allaveganna verið að setjann annars lagið
kv bf

16 desember, 2007 11:45  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Torres var nú meiddur, en er núna búinn að skora 6 mörk í 14 leikjum í deild og það er ekkert rosalegt fyrir aðalsenter hjá liði í topp 4. Hann er hins vegar betri knattspyrnulega en ég bjóst við og aldrei að vita hvað gerist þegar að Agger kemur í vörnina fyrir Hyypia, tala nú ekki um ef að hann fær almennilegan senter til að spila með sér.

Ástarkveðja Bjarni

16 desember, 2007 21:19  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim