Hið yndislega líf
Það er nánast ekkert sem hefur komið mér í jólaskap að undanförnu sökum ritgerðarsmíða. Þó hef ég farið og keypt jólaskraut, jólatré, gengið niður Laugaveginn o.s.frv. Ég hef meira að segja verið kallaður Hr. Skröggur af minni heittelskuðu ítrekað. Þegar að ég hins vegar settist nú niður í lok næturvaktar komi yfir mig jólagleðin og ég er ekki búinn með ritgerðina. Nei, það var bls 74 í Fréttablaðinu sem gladdi mitt hjarta - notendavæn klámsíða fyrir blinda.
Er lífið ekki dásamlegt?
Er lífið ekki dásamlegt?
8 Ummæli:
Ertu fluttur inn?... kaup á jólaskrauti, jólatréi til að koma sér í jólaskap... purrrrrrrrrrrr gerir ekkert annað en að bölva kristni trú (nenni ekki að byrja á þessari umræðu aftur) og hleypur svo til handa og fóta og skreytir og kaupir jólagjafir fyrir hundruðu þúsunda eins og algjör trúmaður.
Þú getur bara sparað öll rök um jólinn séu heiðinn siður (by the way er það ekki trú líka?). Jólin í dag og hvernig þeim er fagnað eru samofinn kristni trú (hvers vegna helduru að þetta sé allt nokkurn veginn svipað í kristnum löndum í kringum þennan tíma árs.. vegna þess þau voru/eru öll Heiðinn kannski?).
Hræsni að verstu gerð segi ég,
Ivar
Kominn tími á þessa síðu.
Loksins loksins.
Ívar: Ég nenni ekki að fara í þessa umræðu aftur. Lestu gegnum alla umræðuna um daginn ef að þú virkilega ert ekki að grínast og ef að þú ert ekki sannfærður þá sláðu upp ,,Jól" á Vantrú eða lestu um trúarbrögð heimsins í einhverju hlutlausu sagnfræðiriti :)
Ég er ekki fluttur inn, en við stefnum á annað kvöld, ég verð í bandi við þig.
Haganður: Þetta er löngu tímabært, ekkert nema mannréttindi - ég hef líka heyrt því fleygt að blindir séu mun graðari en annað fólk, að litblindum undanskyldum :)
Ástarkveðja Bjarni Þór
Hey Bjarni núna er þessi Huckabee kominn með jafn mikið fylgi og Guliani sem næsta forsetaefni Replúkanaflokksins.
Sjáðu hvað Huckabee hefur að segja um þróunarkenningu Darwins:
http://youtube.com/watch?v=sXajXz4DF1w
Þannig núna er það spuring hvort vilja USA replúkanar sem sitt forsetaefni, skilnaðar og framhjáhaldsegginn Guiliani eða vitfyrðingin Huckabee?
kv,
Ivar
Já, þetta er alveg magnað ríki. Ég er einmitt búinn að vera að skrifa enn einu sinni um hnattvæðingu og idealískar breytingar og þá hefur einmitt vonin um breytingar t.d. ef að Obama eða Hillary vinna skotið upp og svo sér maður eitthvað svona og þá fyllist maður bara vonleysi á að nokkuð geti gerst. Þegar einn af þeim sem koma til greina sem forseti er maður sem neitar þróunarkenningunni og að menn séu komnir af öpum - hvernig endar þetta?
Ég les þessa síðu einmitt oft, hún er mestmegnis um bullið:
http://www.eyjan.is/freedomfries/
Það er annars vonandi að Jon Stewart fari aftur í gang, þá getur maður kannski sé skondnu hliðina.
Varðandi jólin, þá er hér eflaust skemmtilegur fyrirlestur sem vert er að benda á:
http://www.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?detail=1012914&name=frettasida
Ástarkveðja Bjarni
jólatré og jólaskraut hefur ekkert með kristna trú að gera. þetta er bara fallegt og lífgar upp á skammdegið.
þessi umræða er orðin frekar þreytt.. við ætlum að hafa jólaskraut og þeir sem vilja kalla okkur hræsnara geta bara drukkið eggnogið sem ég ætla að gera úti á tröppum.
og hananú!
ps. þú ert sko algjör skröggur mr. worthy.
Mér skilst að ALLIR gestir ætli að mæta með jólaskraut þ.e. engla, jötur og þess háttar á laugardaginn :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim