miðvikudagur, janúar 30, 2008

Brútal - Rambo IV

,,Djöfull er langt síðan að við gömlu félagarnir fórum í bíó" hugsa gagnkynhneigðir menn stundum með sér og nú er heldur betur komið að því!!! Ég fór í kvöld á forsýningu á Rambo IV þökk sé Hagnaði. Án efa karlmannlegasta mynd ársins. Þvílík stemmning og pungfíla skapaðist í bíó og í raun svo mikil að í seinni helmingi myndarinnar fann ég fyrir einhverjum óþægindum og varð þá ljóst að vaxið hafði á mig þriðja eistað.
En stemmningin var gríðarleg og menn fögnuðu ákaft þegar að John Rambo murkaði lífið úr mönnum á dramatískan hátt og one-linerar flugu og voru svo stórkostlegir að maður fór að vonast til að Sly gerði Driven II (djöfull var fyrsta myndin ógeðslega léleg).
Það er ekki að furða þó að McCain sé vinsæll þessa daganna í USA því eftir myndina langaði mig helst til að lyfta lóðum, rífa mig úr bolnum og smyrja á mig olíu og kýla einhvern, öskra, skjóta einhvern með boga og lesa pistil eftir Björn Bjarnason.
Ég er ekki frá því að mæla megi aukið ofbeldi meðal fólks eftir að hafa séð þessa mynd. Þetta er ekki mynd fyrir konur og homma og varla fyrir friðarsinna, dýraverndunarsinna eða náttúruverndarsinna eða aðra álíka hópa sem efast um kynhneigð sína - þetta er hins vegar mynd sem er aðallega fyrir menn sem mælast með of mikið magn af testósteron í líkamanum, fyrir handboltarokkara og fyrir þá sem elska að segja ,,Fuck Yeah" en einnig fyrir þá sem hafa gaman að karlmannlegum myndum á tíma þar sem pólitísk rétthugsun og flöt bómullarvafin meðalmennska einkenna umhverfið.

Live for nothing, or die for something.




Er lífið ekki dásamlegt?


Efnisorð:

3 Ummæli:

Blogger pjotr sagði...

Það versta við svona myndir er að maður neyðist til að endurskoða kvikmyndasöguna. Árum saman voru t.d. þrjár bestu myndir allra tíma; Die Hard I, II & III, en svo kom Die Hard IV og þá var úr vöndu að ráða. Hvað um það þá felst lausnin eflaust í því að tala bara um tíu bestu myndir allra tíma; Die Hard I.... Rambo I.....VI o.s.frv.
Nú er bara að haga sér vel og vonast til að verða boðið á herlegheitin í af tilteknum sálfræðingi í tilefni af tímamótu sem jafnan fyrlgja þessum árstíma.

30 janúar, 2008 08:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég verð að tékka á þessari mynd... það er ekki langt síðan að ég horði á allar Rocky myndirnar... djöfull er hann öflugr.

kv,
ivar

30 janúar, 2008 13:22  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Pjotr: Já það hlýtur að vera, held samt að sálfræðingurinn fái áfall ef að hún fer með - missi jafnvel álit á okkur báðum. Þú ferð allavegna með öryggishnappinn með þér, þetta er ekki mynd fyrir gamalmenni :)
Heyri í þér á morgunn!

Ívar: Rocky ætti ekki breik í Rambo!

30 janúar, 2008 18:27  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim