þriðjudagur, janúar 29, 2008

Rugl og ennþá meira rugl

Fréttablaðið birtir í dag á bls 23 nokkur atriði sem gera mætti fyrir 600 milljónirnar sem notaðar verða til að kaupa þessa tvo viðbjóðslega ljótu og ónýtu bragga á Laugarveginum. Nú getið þið margfaldað með tölunni 8,333 við hvern þessara liða og þá fáið þið út hvað má gera fyrir þá rúmlega 5 milljarða sem ríkið EYÐIR árlega í Þjóðkirkjuna og allt það þarflausa batterý.
Þessi grein er svo ein sú besta sem ég hef lesið í töluverðan tíma.

Er lífið ekki dásamlegt?

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gæti ekki verið meira sammála þér. "Fúaspítu- og kofa-dýrkunin" sem Sjálfstæðisflokkurinn lét undan 10% manninum (5%í raun)er einhver vitlausasta skiptmynt í pólitískum gjörningi seinni tíma. Það er með ólíkindum að nokkur heilvita stjórnmálamaður (menn) skuli vera svo "desperat" í valdagræðgi sinni að gera slíkt samkomulag. Réttast væri að skikka þetta fólk til að ganga um í kúskinnsskóm og vaðmálsfötum og éta súrmat í öll mál. Til að fullkomna götumyndina ætti að banna alla umferð ökutækja yngri en 50 ára, bjóða uppá opin holræsi og banna alfarið notkun klósettpappírs í hverfinu.
Um þjóðkirkjuna er það eitt að segja að þar fer einhver staðnaðasta stofnun landsins. Hana ætti að leggja niður í þeirri mynd sem hún er, en hugsanlega mætti réttlæta sýnishorn af henni sem deildar innan þjóðmynjasafnsins. Fjármunina sem myndu sparast ætti síðan að nota t.d til ýmissa líknarmála.

29 janúar, 2008 09:58  
Blogger Biggie sagði...

Hvaða tilgangi þjónar það að setja upphæðir sem þessa í slíkt samhengi. Er það gert til að fólk vakni og hugsi "heyrðu, djöfull eru þetta miklir peningar maður, það er hægt að kaupa milljón Cheerios pakka fyrir þessa upphæð"?

600 milljónir eru bara 600 milljónir og ég held að flest fólk sé enn fjær því að vita hvað það geti keypt fyrir þær með því að bera þetta saman við t.d. hótelgistingu eða listaverk, sem er eitthvað sem mjög fáir vita hvað kostar.

En hvað ætli það sé hægt að gera í staðinn fyrir að hafa listamenn á listamannalaunum? Fara í bíó daglega í 500 ár? Kaupa 20.000.000 AB mjólk?

Annars ætti að kjósa á ný, það væri það eina rétta held ég upp á framtíðina að gera. Það er samt döpur staðreynd að stærsti flokkurinn geti orðið í minnihluta af því að allir litlu flokkarnir geta komið sér saman um að bola honum út. Af hverju sameinast þeir þá ekki? Auðvitað á stærsti flokkurinn að vera í meirihluta, það var það sem fólkið kaus.

29 janúar, 2008 19:29  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Pjotr: Gjörsamlega sammála!

Birgir: Flest af þessu meikar lítinn sens og er til gamans gert en þó hefði verið gaman að sjá laun leikskólakennara hækka um næstum 30.000 kr mánuði á einu ári og ef að við marföldum það með 8,33þá gætum við örugglega farið langleiðina með það að hækka laun allra grunnskólakennara líka um 30.000 mánuði á ári og haldið því þannig í staðinn fyrir þessa bölvuðu Þjóðkirkju sem nærist á ríkissjóði eins og fótsveppur.

Best væri auðvitað að kjósa á ný eins og þú segir og að Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn myndu leysast upp eða fengju ekki mann inn (og í raun myndi það gerast eins og staðan er í dag þar sem borgarstjórinn er með eitthvað 5% fylgi og Framsókn án Björns Inga er við frostmark í borginni).
En það er hins vegar ekki hægt að benda á stærsta flokkinn og segja að hann eigi alltaf að vera í meirihluta ef að hann hefur ekki fylgi til þess og ef að enginn vill vinna með honum.
En það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast, vonandi fáum við ekki meira af svona ,,höfum alla góða fyrir 600 milljónir" case.
Réttast væri auðvitað í borgarmálum að borgaraflokkarnir tveir hættu þessum sandkassaleik og myndu vinna saman - ég trúi því að S og D sé alltaf það sem sé farsælast, sérstaklega þegar að D er í mýkri kantinum eins og undir stjórn Geirs H. Haarde... Dagur og Gísli Marteinn eru nú félagar - þeir ættu að geta skipt á milli sín fjórum árum :)

Kveðja Bjarni Þór.

30 janúar, 2008 00:55  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim