miðvikudagur, janúar 30, 2008

Fáir punktar

Ég ætlaði að skrifa lang punktablogg en varð truflaður og svo kom efni í aðra færslu sem kemur í nótt - læt því fáa punkta nægja.

Pólitík: Ég er ennþá að jafna mig eftir Rambo IV (sjá síðustu færslu) og horfði hálf meðvitundalítill á prófkjörið í Flórída í nótt. Sigur Hillary var stór en þýðingarlítill þar sem kjörmennirinir töldu ekki en McCain vann algjöran möst sigur (þar sem hann ásamt raunar fleiri frambjóðendum Rep að Romney undanskyldum eru að verða búnir með auglýsingapeningana sína) og nú er von á því að Giuliani dragi framboð sitt til baka og hoppi upp á kosningarvagn McCain enda þeir bæði góðir vinir (og svo allt eins líklegt ef að Giuliani verður varaforseti að hann endi sem forseti, enda McCain að verða 72 ára í haust og gæti orðið elsti forsetinn). Annars er þessi með þýðinguna á úrslitum kvöldsins á hreinu.


En kosningarnar í Flórída auðvitað að takast vel eins og alltaf - hálfvitar.


Blaður: Zizek er í Kiljunni í kvöld - Hannes Hólmsteinn vinstri manna myndi einhver segja... gaman af þeim báðum samt.


Knattspyrna: Sissoko farinn frá Liverpool - því fagna allir góðir knattspyrnuunnendur!


Er lífið ekki dásamlegt?

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ég er ánægður að heyra að tækifæris-Giuliani er úr leik. Ég vissi að McCain hefði orðspor fyrir góðan árangur innan hersins... en ég vissi ekki að hann væri svona stríðsóður eins freedomfries vilja meina. Hann hefur alltaf virkað á mig eins og mjög level-headed gaur. Ég veit ekkert með Romney annað en hann var fylkisstjóri MA og er business-maður..... þannig af þessum mjög svo takmörkuðu upplýsingum þá er maður ekki viss hvern maður vill sjá fara fyrir Reps. En eitt er víst að allir þessir þrír eru hæfari en Bush. En svo er bara að vona að Obama eða Hillary taki þetta.

kv,
ivar

30 janúar, 2008 13:50  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Miðað við allar þessar ræður sem ég hef heyrt frá þeim McCain og Romney þá virðast þeir vera svipað ruglaðir en Romney virðist ekki vera eins herskár.
En auðvitað vona ég eins og að ég held flestir Íslendingar að Obama eða Hillary verði næsti forseti.
Það er alveg ótrúlegt að sjá miðað við hvað fréttateymið hjá CNN er að megninu til heilsteypt þá eru frambjóðendur Rep. bara í ruglinu - það er eins og maður sé að fylgjast með CNN fylgjast með kosningu frá þriðja heims ríki, bullið er svo mikið.

Kveðja Bjarni

30 janúar, 2008 18:22  
Blogger Biggie sagði...

Það er nú ekki furða að flestir Íslendingar vilji demókrata sem forseta eftir áratuga áróður allra helstu fjölmiðla landsins.

31 janúar, 2008 05:24  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Áróður :)
Sá einmitt að Fox News voru að kalla CNN kommunista og það ekki í fyrsta skiptið :)

Segir þetta ekki allt:

http://eyjan.is/freedomfries/index.php/archives/554

Er þetta ekki líka svona varðandi íslensk stjórnmál? Þó að þeim sé öllum ritstýrt og í eigu Sjálfstæðismanna :) ... Baugsmiðlar!

andfótboltaskveðja Bjarni.

31 janúar, 2008 06:38  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim