föstudagur, apríl 18, 2008

Ég mæli með...

Ég gæti skrifað hér roaslega smekklega langloku um komandi NBA úrslitakeppni en mæli fremur með því að menn skoði video um öll einvígin sett saman af mönnum með áratuga reynslu (ef að þú ert ekki að skoða þetta í dag föstudaginn 18.apríl þá gætirðu þurft að fara í ,,Video Search" og skrifa ,,Playoff Preview").

Mín spá á þessa umferð:


Vestudeildin:

Lakers sigrar Denver (með naumindum)

Spútnik lið Hornets tapar illa gegn Dallas

Utah sýna seiglu gegn Rockets og fara áfram á heimavallarrétti (sigra með naumindum)

San Antonio tekur Suns á reynslunni (naumt, Horry klárar þetta)


Austurdeildin

Boston sigrar Hawks (ekki eins örugglega og menn búast við)

Pistons lenda í vandræðum með 76ers, en fara áfram

Orlando klárar Raptors

Lebron klikkar á móti Arenas og félögum - Wizards áfram á kostnað Cavs (óskhyggja)


Vonandi sýnir Sýn (Stöð 2 Sport) sem flesta leiki og vonandi verður Svali Björgvins lýsir í þeim öllum... ,,Bingó í sal!"

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

3 Ummæli:

Blogger Biggie sagði...

Sammála flestu þarna (hvað er að gerast?) en ég held að Suns taki Spurs í 7 leikjum og að Cavs fari áfram þó að ég taki undir óskhyggju þína. Wizards eru með mjög furðulegt körfuboltalið (allt frekar massaðir svartir gaurar) en gaman að fylgjast með þeim.

18 apríl, 2008 16:17  
Blogger Biggie sagði...

Var að átta mig á því að "frekar massaðir svartir gaurar" gæti átt við um flesta í NBA. En það sem ég átti við er að þeir eru meira áþekkir hvor öðrum heldur en leikmenn annarra liða.

18 apríl, 2008 16:20  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:) ...já það vantaði bara ,,í kringum tvo metra" inn í þetta til að fullkomna rökin.

21 apríl, 2008 05:14  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim