fimmtudagur, apríl 17, 2008

Nokkur atriði

NBA: Það er rétt að taka það fram að Lakers er sigurvegari Vesturdeildarinnar nú þegar að venjulegt tímabil er afstaðið. Liðið mætir Nuggets sem þeir hafa sigrað í öllum þremur innbyrðis viðureignum liðanna, það er samt eitthvað sem segir mér að Lakers skíti á sig mjög fljótlega. Svona raðast þetta upp.

Stjórnmál: Ég fékk illt í magannn þegar að ég sá þetta.

Videopistill: Ég er orðinn ákafur aðdáandi pistla Einars Más í Mannamáli. Hér lúskrar hann á Ingibjörgu Sólrúnu Utanríkisráðherra.

Kvikmyndir og lög: Ég fór að ráðum AFO og horfði á ,,The Darjeeling Limited". Ágætis mynd sem gerði þó fátt annað en að kveikja enn frekar undir ferðaþrá mína og að rifja upp þetta frábæra lag með Peter Sarstedt (Where Do You Go To My Lovely) sem AFO hafði varað mig við að menn gætu fengið á heilann... gott lag til að fá á heilann að mínu mati og spila ég það stundum þegar að ömurlega heiladeyðandi Síma auglýsingin ,,Meira frelsi" birtist. Einhvern tímann átti ég þetta lag á vinyl plötu, þeir sem kannast við að hafa fengið hana að láni (fyrir ca. 10 árum) mega endilega skila henni ef að þeir hafa hana ennþá hjá sér.
Hitt lagið sem hefur setið fast í höfði mér kemur úr Hannibal sem ég sá aftur um daginn og lagið að sjálfsögðu Vide Cor Meum.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Bjarni... hvernig er það eru menn allveg búnir að taka ykkur í nefið á andfotbolta.is? Menn allveg tjúll þarna.

kv,
Ívar

17 apríl, 2008 09:34  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Tek heilshugar undir þetta með hann Einar Már. Svona gera bara snillingar :) Það kemur hins vegar ekki á óvart að kerlingar kvölin skuli flengjast um víðan völl, meðal hermangara, þar sem því var spáð á sínum tíma að samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn kæmi til með að laða allt það versta fram í blessuðu Samfylkingarflokkinum. Þetta er að verða eitt alsherjar Samfylkingarfokk eða þannig sko !
Ísland úr NATO !

17 apríl, 2008 11:14  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ívar: Sýnist þér það? Það skiptir ekki máli hversu margir commenta ef að innihaldið er nánast ekkert.

Pjotr: Þetta er samt besta mögulega stjórnin, aðrir flokkar eru óstjórnhæfir og geta ekki myndað stjórn án tilkomu þessara flokka :)

17 apríl, 2008 18:08  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim