Video í bland við blogg
Hip hop í síðustu færslu, komið að stjórnmálum:
Ég missti af ,,Mannamáli" 30.mars en þar var Jón Baldvin meðal gesta. Þegar Meistarinn talar þá er rétt að hlusta vel. Maðurinn sem þorði að fara í EES samninginn sem er stærsta framfaraskref í sögu lýðveldisins, jafnvel í sögu þjóðarinnar, skorar á Geir H. Haarde að þora að taka næsta skref og hætta þessu kjaftæði - já hvernig væri að hætta þessari Framsóknarmennsku?
Einar Már fer langleiðina með að draga menn til ábyrgðar með því að stilla þeim upp við vegg að hætti Lenin og skjóta þá - væri það ekki gaman svona einu sinni á tímum algjörs ábyrgðarleysis stjórnmálamanna og viðskiptamanna? Draga kannski uppá það; t.d. einn fyrrum ráðherra úr ríkisstjórn D og B, einn bankastjóra og eins og einn forstjóra olíufyritækis - kannski að það myndi auka traust á íslensku efnahagslífi?
Í Kiljunni í gær var innslag um bókina Íslamistar og naívistar sem er ágætt, hins vegar virtist Þórdís Backman blaðamaður gjörsamlega misskilja alla umræðu með sínu commenti (sjá um miðjan þátt) þegar hún sagði að jákvæður boðskapur bókarinnar væri ,,það er of seint fyrir Danmörku, en kannski ekki of seint fyrir okkur. Boðskapurinn er haldið fast í ykkar gildi... ekki byrja að lúffa fyrir sérkröfum og alls ekki byrja að lúffa fyrirfram eins og Menntamálaráðherra gerði núna um daginn með því að taka út hugtakið kristilegt siðgæði úr námsskrá fyrir skóla".
Þetta er rosalegur misskilningur, það var ekki gert fyrir múslima, heldur fyrir mannréttindi barna; hins vegar er krafan um kristið siðgæði svo sannarlega krafa um að farið sé að sérkröfum ákveðins trúarhóps. Réttast væri auðvitað að ganga mun lengra og skilja að ríki og kirkju algjörlega og að trúmál væru einkamál og þeir sem kjósa að rotta sig saman um þau mál beri allan kostnað af því - sem er gríðarlegur eða um 5,2 milljarðar fyrir árið 2008 sem fara til ,,Þjóðkirkjunnar", sem mætti nota til að losa almenning í landinu við allskyns kúgun í formi skatta t.d. á bensíni. (Að lokum: Eftir þetta upphafscomment þá var svo afar erfitt að hlusta á Þórdísi án þess að hugsa ,,þú ert hálfviti". )
Er lífið ekki dásamlegt?
Ég missti af ,,Mannamáli" 30.mars en þar var Jón Baldvin meðal gesta. Þegar Meistarinn talar þá er rétt að hlusta vel. Maðurinn sem þorði að fara í EES samninginn sem er stærsta framfaraskref í sögu lýðveldisins, jafnvel í sögu þjóðarinnar, skorar á Geir H. Haarde að þora að taka næsta skref og hætta þessu kjaftæði - já hvernig væri að hætta þessari Framsóknarmennsku?
Einar Már fer langleiðina með að draga menn til ábyrgðar með því að stilla þeim upp við vegg að hætti Lenin og skjóta þá - væri það ekki gaman svona einu sinni á tímum algjörs ábyrgðarleysis stjórnmálamanna og viðskiptamanna? Draga kannski uppá það; t.d. einn fyrrum ráðherra úr ríkisstjórn D og B, einn bankastjóra og eins og einn forstjóra olíufyritækis - kannski að það myndi auka traust á íslensku efnahagslífi?
Í Kiljunni í gær var innslag um bókina Íslamistar og naívistar sem er ágætt, hins vegar virtist Þórdís Backman blaðamaður gjörsamlega misskilja alla umræðu með sínu commenti (sjá um miðjan þátt) þegar hún sagði að jákvæður boðskapur bókarinnar væri ,,það er of seint fyrir Danmörku, en kannski ekki of seint fyrir okkur. Boðskapurinn er haldið fast í ykkar gildi... ekki byrja að lúffa fyrir sérkröfum og alls ekki byrja að lúffa fyrirfram eins og Menntamálaráðherra gerði núna um daginn með því að taka út hugtakið kristilegt siðgæði úr námsskrá fyrir skóla".
Þetta er rosalegur misskilningur, það var ekki gert fyrir múslima, heldur fyrir mannréttindi barna; hins vegar er krafan um kristið siðgæði svo sannarlega krafa um að farið sé að sérkröfum ákveðins trúarhóps. Réttast væri auðvitað að ganga mun lengra og skilja að ríki og kirkju algjörlega og að trúmál væru einkamál og þeir sem kjósa að rotta sig saman um þau mál beri allan kostnað af því - sem er gríðarlegur eða um 5,2 milljarðar fyrir árið 2008 sem fara til ,,Þjóðkirkjunnar", sem mætti nota til að losa almenning í landinu við allskyns kúgun í formi skatta t.d. á bensíni. (Að lokum: Eftir þetta upphafscomment þá var svo afar erfitt að hlusta á Þórdísi án þess að hugsa ,,þú ert hálfviti". )
Er lífið ekki dásamlegt?
4 Ummæli:
Einu sinni fannst mér Jón Baldvin merkilegur og klár kall og ég hlustaði á hann af fullri athygli þegar hann talaði.
Í dag er þetta bara ravings of an old mad man syndrome í full swing.
Hjartanlega sammála þessu með þjóðkirkjuna við gætum allt eins kastað peningum í áhugafélag um fljúgandi furðuhluti og tímaflakk og fengið út sömu niðurstöðu. Ég gæti hins vegar vel hugsað mér að sjá þessa peninga renna beint til kaupa á einkaþotu fyrir utanríkisráðherra svo hún þurfi ekki að blanda geði við almenna flugfarþega á endalausum þönum um heimsbyggðina.
Einn hip hop smellur fyrir helgina :
http://youtube.com/watch?v=VwmWMOO_HBU
Gummi: Hann var í ruglinu fyrir kosningarnar en virðist hafa fundið sjálfan sig aftur - kíktu allavegana á viðtalið. Það er gaman að mönnum sem láta hlutina vaða.
Pjotr: Já, það er víða vitleysan, ég held þó að skaðinn og kostnaðurinn sé minni af utanríkisráðherranum en biskupnum og hans gengi - utanríkisráðherra er þó í takti við raunveruleikann... svona mest megnis :)
Óli: Þakka innilega fyrir þetta hiphop innskot og til hamingju með okkar menn í körfunni (þá er ég að tala um ÍR ekki Spurs). Von á meira hiphop-i og því tengdu á þessari síðu bráðlega.
Kveðja Bjarni Þór.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim