þriðjudagur, apríl 08, 2008

Spara, spara, spara - borga, borga, borga

Að spara, hætta að eyða og greiða niður skuldir í staðinn eru fyrirmæli dagsins frá ráðamönnum. Hér eru nokkur atriði sem þurrka mætti út af fjárlögunum árið 2008 og til frambúðar og lækka sem því nemur skatta á einstaklinga í staðinn:

(Blaðsíðutal hér að neðan tekur mið af pdf. skjalinu ekki blaðsíðum fjárlagafrumvarpsins. Þ.e. bls 1-431 að neðan en ekki af númerum í horni hverrar blaðsíðu. Hér er eingöngu notast við nokkur atriði á fyrstu 171 blaðsíðunum og ekki farið út í einstaka óþarfa framkvæmdir eins og Héðinsfjarðargöng. Hér er einnig ótalinn allur gróði almennings af frjálsum viðskiptum með landbúnaðarvörur og ótal fleira sem tengist óbeint.)

Þjóðkirkjan 5,2 milljarðar (sjá bls 90-91)

Ríkisútvarpið 2,6 milljarðar (bls 49)

Íslenski dansflokkurinn, Þjóðleikhúsið og Sinfo 1,3 milljarður (bls 49-50)

Listasjóðir og Kvikmyndasjóður 1 milljarður (bls 51)

Sendiráð Íslands 1,9 milljarður (bls 58)

Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu 5 milljarðar ( bls 66)

Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu 3,6 milljarðar (bls 66)

Bændasamtökin og aðrir tengdir sjóðir 1,5 milljarðar (bls 67-69)

Jöfnunarsjóður Sveitafélaga 12 milljarðar (mætti lækka kostnað á nokkrum sviðum) (bls 98)

Fæðingarorlof 8,3 milljarðar (bls 101)

Barnabætur 8,8 milljarðar (bls 146)

Vaxtabætur 5,8 milljarðar (bls 146)

Framlag til stjórnmálasamtaka 0,3 milljarðar (bls 149)

Niðurgreiðslur á húshitun 1,1 milljarðar (bls 159)

Háskólinn í Reykjavík 1,8 milljarðar ( bls 29) - vafaatriði

Jöfnun kostnaðar vegna dreifingu raforku 0,2 milljarðar (bls 159)

Jöfnun kostnaðar vegna vöruflutninga til Vestfjarða 0,2 milljarðar (bls 162)

Samtals: Um 50 milljarðar (eftir því hversu mikið má skera af Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga. Miðað við 4 milljarða í sparnað gera þetta 52,6 milljarða).

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands reiknaði í janúar að það þyrfti 40 milljarða árlega til að hækka skattleysismörkin úr 90.000 kr í 140.000 kr á mánuði (sjá bls 5), svo sennilega færu 50 milljarðar með þá tölu upp í kringum 150.000 kr.

Hækkun örorkubóta úr 25.000 kr í 70.000 kr á mánuði kostar aðeins minna en það að halda uppi því batterýi raunveruleikabrenglaðra manna sem klæða sig í kufla á sunnudögum og halda fordómafulla kreddufundi á kostnað skattborgara undir yfirskini ríkistrúar (sjá bls 5) - en sennilega finnst lesendum þessarar síðu eðlilegra að halda uppi Þjóðkirkjunni en þeim sem minna mega sín.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

10 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Er að reyna að melta þetta og skilgreina.
Dettur helst í hug "Frjálshyggju-þrjósku-röskun" með jarðbundnu slitlagi :)

09 apríl, 2008 15:29  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

... aðrir myndu kalla þetta heilbrigða skynsemi :)

10 apríl, 2008 04:49  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvar lastu að skynsemi væri heilbrigð?

AFO

10 apríl, 2008 11:56  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Rosalega er þetta beitt gagnrýni hjá tveimur mestu vinstri mönnum sem ég þekki :)

Kveðja Bjarni Þór.

10 apríl, 2008 19:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég hélt að kristur hefði boðað réttlæti sem ekki yrði fengið með vopnaglamri, heldur samúð með lítilmagnanum - þeim sem minna mega sín. Eða svo segja guðfræðingar mér og bæta því við að kirkjan, líkami krists, sé sú stofnun sem haldi einmitt þeim boðskap á lofti. Maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga á meðan hinir trúuðu segja eitt og þið trúleysingjarnir annað, en það er gaman að fylgjast með þessu.

AFO

13 apríl, 2008 10:18  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Þannig að þú myndir skrifa upp á 5,2 milljarða króna reikning árlega frá Vantrú á þinn kostnað eingöngu vegna þess að þú veit ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga í? :)

,,Ég hélt að kristur hefði boðað réttlæti sem ekki yrði fengið með vopnaglamri, heldur samúð með lítilmagnanum - þeim sem minna mega sín. Eða svo segja guðfræðingar mér og bæta því við að kirkjan, líkami krists, sé sú stofnun sem haldi einmitt þeim boðskap á lofti."

Nú, ég hélt að Kristur hefði ekki boðað frið heldur sverð :) - en auðvitað er það eins og allt annað uppspuni löngu eftir ,,dauða" Jesú.

Aðalatriðið er auðvitað það að ef að kirkjunni væri alvarlega um að hjálpa lítilmagnanum að þá gæti hún einmitt gert það með því að afsala sér 5,2 milljarða árlega og fært öryrkjum launauppbót upp á 45.000 kr. mánaðarlega - en auðvitað ætlar hún sér að halda dauðahaldi í peninginn svo að hver einasti prestsóþokki geti haldið í 400.000 kr eða meira á mánuði á meðan hann flýgur á lyginni á leið til ímyndaðs himnaríkis á Range Rover jeppa en öryrkinn er skilinn eftir snauður og hreyfingalaus í eina verileikanum sem við vitum að er til.

Ástarkveðja Bjarni Þór.

13 apríl, 2008 19:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Lentum í því að neyðast til að nota barnapössun þjóðkirkjunnar (oft kallaður sunnudagsskóli)sl. sunnudagsmorgun. Litlu krílin komu heim að fræðslu lokinni með "innrætið" í farteskinu. Þar var boðið uppá "leikrit" sem heitir "Eldfærin" (líklega úr Gamlatestamenntinu) sem gengur út á græðgi, morð og mannsal með undirliggjandi boðskap um það að það borgi sig að reykja. Eins gott að við fórum ekki með blessaðar sálirnar í "Vantrú" miðað við það sem þeim var boðið uppá hjá ríkisreknu umboðsskrifstofu almættisins eða "..þar sem kristilegu kærleiksblómin spretta"

14 apríl, 2008 12:53  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

... og var þessi saga sönn eins og allar sögurnar sem virkilega eru í Biblíunni?
En þetta er auðvitað bara upphafið og bráðlega verður heimilið undirlagt nasistasöngvum á borð við ,,Áfram Kristsmenn, krossmenn" :)

Kveðja Bjarni.

PS. Hvað gengur Þjóðkirkjunni til með því að fræða börn um dáta sem heggur höfuð af hindurvitni með þeim afleiðingum að dátinn lifir hamingjusamur og ríkur til æviloka... sjálfseyðingarhvöt? Vegir Þjóðkirkjunnar leiða greinilega út í skurð. Ekki furða að þessir menn ráðist á börn með áróðri sínum.

15 apríl, 2008 11:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bjarni viltu láta leggja niður fæðingarorlofssjóð og barnabæturnar?

Þú veist að þó svo að örorkulífeyrinn sé aðeins 26.728 það er það bara einn bótaflokkur af mörgum. Flestir eru með tekjutryggingu 85.592 (hæst hún er tekjutengd) og svo eru þeir sem búa einir með heimilisuppbót 24.856 (hæst hún er líka tekjutengd). En samt sem áður eru þetta ekki háar upphæðir...

en allavega....


burrrrrrrrrrrrrrrrrrr
ívar

15 apríl, 2008 15:53  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já ég geri mér fulla grein fyrir því að fólk fær meira en 25.000 kr - þó það nú væri :)

Varðandi barnabætur þá hef ég aldrei skilið það hversa vegna á að skattpína barnlausa einstaklinga vegna þess að aðrir vilja eignast börn - hvaða rök eru fyrir barnabótum? Auk þess segja flestir að þetta sé ekki það mikil peningur á hverja fjölskyldu og af hverju ekki þá að sleppa útgjaldalið upp á 8,8 milljarða?
Fæðingarorlof er þó skiljanlegri hlutur þó að ég sé ósammála því að ríkið sé að þröngva sér ofan í buddu fólks til að greiða fólki fæðingarorlof, það mætti þá stytta það og skera af óþarfa kostnað til fólks sem hefur ekki þörf á slíkum greiðslum og koma þeim til þeirra sem virkilega þurfa.

Ástarkveðja Bjarni Þór

16 apríl, 2008 05:29  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim