Masters At Work - Get up
Hver man ekki eftir því þegar að disco house var að ná hátindi sínum árið 1995 og hiphop var að koma aftur sterkt inn. Masters At Work voru konungar þess fyrrnefnda og Funkmaster Flex kom með sitt fyrsta Mix Tape sem gerði allt saman vitlaust. Flex smellti remixi á þá plötu með þeim félögum og DJ Margeir setti seinna, upprunalega lagið á diskóplötuna sína. Hér er hins vegar lagið eins og það hljómar með Masters At Work, orðið 15 ára, hefur elst vel og er tilvalið til hlustunar nú þegar að sólin hækkar frá degi til dags. Get up - Masters At Work. Minni á hiphop lista Kjartans hér að neðan
Er lífið ekki dásamlegt?
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Minningar
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim