mánudagur, apríl 21, 2008

Glaumur og hallærisgleði

Rakst á eina hljómsveit sem ég var löngu búinn að gleyma, hljómsveit sem ber heitið Moog Cookbook og er hún jafn skemmtileg og nafnið gefur til kynna og á alls ekki að taka alvarlega. Gleðin og frelsið er allsráðandi hjá þessari hallæris-elektró-stuð- lyftutónlistarbandi, endilega dustið rykið af plötunum eða nælið ykkur í þær ,,The Moog Cookbook" frá 1995 og ,,Ye Older Space Band: Plays Classic Rock Hits" frá 1997 og svo gáfu þeir út plötuna ,,Barell" árið 2006 sem ég get ekki ábyrgst (Air Remixið þeirra er af þeirri plötu). Bandið er auðvitað fyrst og fremst þekkt fyrir að gjörsamlega drepa gamalar perlur og linkarnir því viðeigandi.

Air - Kelly Watch The Stars (Moog Cookbook remix)

Moog Cookbook - Black Hole Sun

Hér getið þið hlustað á brot af fyrri plötunni.

Moog Cookbook Hotel California (and popcorn)

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim