Best in the West - Lakers og Snoop verður það betra?
Eftir að Lakers liðið hafði með hjálp dómaratríósins gefið gömlu risaeðlunum í Spurs 17 stiga forskot um miðjan annan leikhluta að þá setti Lakers í annan gír sem var nóg til að minnka muninn niður í sex stig fyrir hlé. Eftir hlé var þetta svo aldrei spurning, Lakers liðið herti tökin í vörninni og þrátt fyrir að vera með dómarana á sínu bandi (stundum hreinlega kjánalega augljóslega) að þá átti Spurs liðið aldrei séns og lokaniðurstaðan 100-92 Lakerssigur og liðið á leiðinni í úrslitin en meirihluti leikmanna Spurs sennilega á leiðinni að hætta. Nú er það aðeins spurning hvort að það verður Detroit eða Boston í úrslitunum en það er ljóst að hvort sem það verður að þá hefur það lið heimavallarréttinn. Það er í það minnsta ljóst hvernig sem úrslitaeinvígið fer að það eru bjartir tímar framundan í Los Angeles á komandi árum og maður hreinlega finnur lyktina af nýju stórveldi - allt undir þremur titlum á næstu fimm árum verða vonbrigði.
Lakers - glory and glamour!
Er lífið ekki dásamlegt?
6 Ummæli:
Óðar býflugur drógu of mikið úr hinum heldri mönnum í Spurs og ekki bætti úr skák einhverjar flugvallartafir. Það er ljóst að einhver endurnýjun fer nú í gang í herbúðum Spursara, en ég hef ekki nokkrar áhyggjur á meðan Popovich er við stjórn. Annars spilar Phil Jackson stóra rullu í velgengni Lakers liðsins enda vel lesin í Zen búddisma sem hann innlimar í þjálfunaraðferðir sínar, eins og t.d. þegar hann slekkur ljósið inni í klefa fyrir leik og tekur þar með rýmið milli leikmanna í burtu og myndar þannig heild. En samt held ég að þetta sé bara eitthvað smá móment eins og þegar Danir vinna evrópukeppni vegna stemmningarinnar einnar saman. Þetta Danska móment Lakers manna verður ekki langlíft. Það vita allir hvernig fer þegar yngri menn verða fengnir til þess að spila hin þaulskipulagða-augnayndis kerfisbundna-Spurs-bolta.
AFO
Það er alveg ljóst að Spurs töpuðu þessu einvígi ekki 4-1 útaf flugvallartöfum :)
Spurs liðið er að þrotum komið og spurning hvort að þetta hafi verið síðasti naglinn í kistuna og að ,,Chicago Bulls" tímabili Spurs lokið (og mun ekki koma aftur). Það er Arsenal fnykur af þessu Spurs liði sem hefur aldrei tekist að gera það sem stórlið gera og það er að vinna bac2back :)
Á meðan er Jackson að búa til sitt þriðja meistaralið og annað hjá Lakers, sem eru og verða áfram stórveldi sem sigra reglulega. Komi ekki til stórkostlegra meiðsla er þetta Lakers lið að fara að slá út Celtics sem sigursælasta NBA lið í sögunni og vonandi verður fyrsta skrefið tekið núna í vor, því að Jackson vinnur ekki staka titla, hann tekur þá í kippum :)
Kveðja Bjarni Þór.
PS. Nú er ég ekki maður til að dæma um Zen búddisman og það má vel vera að hann hjálpi til en lið sem er með Gasol og Odom sem stóra menn, besta körfuknattleiksmann í heiminum og Fisher fyrir utan þriggja á að fara ansi langt án þess að leggja mikið á sig.
Já það er sannkölluð Michael Laudrup stemmning í þér. Danskt móment segi ég enn og skrifa. Góðir leikmenn er ekki nóg, það er leikkerfið sem skiptir höfuð máli svo auðvitað þurfa þeir að leggja á sig og spila þríhyrningssókn Jacksons annars verður ekki neitt úr neinu. Það er eins með Spurs, auðvitað þurfa leikmennirnir að geta eitthvað en það skiptir samt ekki höfuðmáli hvaða (ungu)leikmenn koma og fylla upp í eyðurnar í vélvirki Spurs - titlarnir munu koma því Spurs er og verður stórveldi. Jú jú Kobe var valinn MVP en gleymum því ekki að Lebron James er með svipaðar ef ekki betri tölur og Kobe. Þegar Kobe heyrir á þetta minnst þá segir hann "put him in the west and see how he does". Það er alveg rétt að vestrið er töluvert sterkara, en það verður líka að segjast að Kobe er í mun frambærilegra liði með fleiri góða leikmenn í kringum sig. Þannig að á móti má segja: "setjum Kobe í lið þar sem hægt er að þrídekka hann og sjáum hvernig honum mun ganga". Þetta eru leikmenn í sviðuðum klassa en ég held að Lebron verði að teljast nokkuð betri, hann myndi allaveganna rusla kobba upp í "einn á einn".
AFO
Þeir tóku nú eiginlega einn á einn sýningu í fyrra (eða hitt í fyrra) fyrir HM á landsliðsæfingum og þá bakaði Kobe hann enda bæði meiri talent og betri varnarmaður jafnvel þó að Lebron fái að spila handbolta-körfubolta (þ.e. fær aldrei dæmdar á sig villur þó að hann noti olboga og hendur til að komast framhjá mönnum í sókninni).
Ég man nú síðast þegar að Kobe var þrídekkaður og þá setti hann 81 stig og var þá í hræðilega slöku liði (og Odom algjör meiðslagarmur á því seasoni) og auk þess er það mýta að Lebron sé í slöku liði, vissulega hafa leikmennirnir hjá Cavs takmarkaða hæfileika en þeir fullnýta hvern og einn þeirra svo úr verður fínt lið. En ég ætla ekki að úthúða LeBron enda góður leikmaður sem endar í Lakers þegar að Kobe hættir og tekur þá nokkra titla með Bynum, Farmar og ,,The Machine" sem verða á besta aldri og Gasol kominn í Vlade fíling.
Bryant tekur sem sagt fimm ár í viðbót og þrjá titla og svo kemur Lebron (þá 29 ára) og tekur þrjá titla á sex árum... á meðan verður Spurs í einhverjum Chicago fíling með 40% vinningshlutfall og langt frá úrslitakeppninni :)
Vissulega spilar þríhyrningssókninn veigamikið hlutverk en þetta er samt aðallega showtime hjá Lakers; annars vegar hraðaupphlaup og hins vegar Kobe í hefðbundinni sókn.
Hjá Spurs er það spurning hversu lengi Duncan heldur út, Ginobili á heldur ekki mörg ár eftir en núna hætta sennilega þriggja stiga skytturnar Barry, Horry og Finley og að auki besti varnarmaður liðsins Bowen... Oberto lítur líka út fyrir að vera 40 ára (þrátt fyrir að vera ,,unglamb" 33 ára) og það tekur tíma að finna menn og að spila nýtt lið saman þó að stoðirnar þrjár séu þær sömu.
Niðurstaða: Spurs er fortíðin en Lakers er fortíðin - nútíðin og framtíðin :)
Framtíðin:
Jeff Green 1986
Kevin Durant 1988
Chris Wilcox 1982
No. 4 draft 1988?
Þetta Lakers lið er að spila vel núna, en eins og fram kemur hér þá eru þeir meira "in the zone" frekar en að vera með trausta leikmenn sem eru að fara að dominera deildina. Þetta Lakers lið er líka langt frá því að vera eins skemmtilegt og af er látið. Kobe er eiginlega eini leikmaðurinn sem hægt er að horfa á, en hann er alltaf með sömu hreyfingarnar sem verða þreyttar með árunum, og það sem verra er að hann er farinn að helga leik sínum villuveiðar.
Hvenær er annars körfubolti?
Kv, KD35
Er á næturvaktartörn þangað til á fimmtudaginn en það má taka körfu síðdegis eftir helgi þar sem ég mæti ekki á vakt fyrr en klukkan 23:15 - reyndar er ég ekki laus á mánudaginn en alla aðra daga (eftir helgi).
Seattle verður í baráttu eftir nokkur ár um hvort það eða Portland fái að spila við Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar - ekkert meira en það :)
Hvorugt þessara liða er hins vegar að fara að slá út lið sem hefur Bryant, Odom, Gasol og Bynum (og kannski Fisher örlítið áfram).
Lakers liðið er alls ekkert one hit wonder team og þú veist að það á bara eftir að styrkjast með innkomu Bynum.
Ég hef ekki áhyggjur af framtíðinni, því alla framtíðarstjörnudrengi dreymir um að vera aðalmennirnir í Showtime sigurliðinu frá Hollywood, baða sig í sólinni og sviðsljósinu, vingast við stjörnurnar á hliðarlínunni og taka við kyndlinum af Kobe - Shaq - Magic - Jabbar - Chamberlain o.s.frv.
Kveðja Bjarni Þór.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim