föstudagur, maí 30, 2008

Skammarleg frammistaða alþingismanna

Í dag sýndu alþingismenn enn og aftur hvers vegna Ísland sem lýðræðisríki er svo ömurlegt á margan hátt þegar að þingheimur samþykkti að starfshættir grunnskólanna skuli m.a. mótast af kristinni arfleið íslenskrar menningar (sjá grein 2) sem er ótrúlega loðið. Sama fólki bauðst að gera lögin bæði réttlátari og gegnsæjari með því að samþykkja breytingartillögu sem hljómaði svo:

Við 1. mgr. 29. gr. bætist þrír nýir málsliðir, er verði 4.–6. málsl., svohljóðandi: Í námskrá og starfi grunnskóla skal enn fremur tekið mið af aukinni fjölbreytni hvað varðar menningarlegan og trúarlegan bakgrunn nemenda. Hvers kyns trúarleg innræting er óheimil. Fræðsla um trúarlega arfleifð íslenskrar menningar og um mismunandi trúarbrögð skal virða rétt manna til trúfrelsis og trúleysis, með það að markmiði að auka þekkingu, umburðarlyndi, skilning og virðingu milli ólíkra trúar- og menningarheima.

Henni var hins vegar hafnað með miklum meirihluta sem segir allt sem segja þarf um þá afturhaldssemi sem þar ríkir og greinilegt að enn á að halda opnum þeim möguleika að andlegir barnaníðingar ráðist gegn börnum með trúarlegri innrætingu. Maður hefði getað búist við þessu frá Framsóknarpakkinu og Frjálslyndraruslinu en eftirtaldir einstaklingar (sem oftast eru taldir frjálslyndir) eru meðal þeirra sem ættu að skammast sín: Ágúst ÓlafurÁgústsson, Árni Páll Árnason, Sigurður Kári Kristjánsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson, Bjarni Benediktsson, Ellert B. Schram og Geir H. Haarde.

Hrósa ber þeim sem komu að breytingartillögunni og/eða studdu hana: Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir, Paul Nikolov, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Steingrímur J. Sigfússon.

Sú kristna sannfæring að heimurinn sé ljótur og illur hefur gert heiminn ljótan og illan.
-Friedrich Nietzsche

Er líf barna dásamlegt?

Efnisorð: ,

11 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég held að það verði að gefa kristinni arfleið íslenskrar menningar ákveðið vægi; annað er ekki hægt. Saga kristni og saga landsins eru eitt. En það á ekki að koma í veg fyrir kröftuga almenna trúfræðslu (að trúleysinu meðtöldu). Trúfræðsla er mjög mikilvæg samferða vísindum og heimspeki. Það vantar sárlega meiri áherslu á sögu mannsandans í íslenskt skólakerfi. Það er ekki nó að læra bara um siðbótina frönsku byltinguna og fyrri og seinni heimstyrjöldina o.s.frv. Það þarf að leggja áherslu á hina mestu andan jöfra á hverju tímabili og verk þeirra; þannig lærum við ekki einungis um söguna heldur einnig tíðarandann og þá hugsun sem var í gangi. En það er svo margt skrítið á öld holdsins - lögleiðum klám, lögleiðum vændi, en lítum hornauga og helst bönnum með lögum trúfræðslu í skólum. Þá er lýðræðinu borgið...eða hitt þó heldur. Og svo skal líka tekið fram eins og bandaríski pilturinn, sem var fórnarlamb netkláms og kynferðisofbeldiperra og kom hingað til lands, benti á að kynferðisafbrotamenn koma úr öllum stéttum - lögfræðingar, kennarar, stjórnmálamenn, sálfræðingar, prestar o.s.frv. Ekki er ég með þessum orðum að verja presta, mér dytti það ekki í hug, heldur að benda á að kynferðisofbeldi ætti ekki að tengja við stéttir - þetta er eitt og út af fyrir sig viðbjóðsleg plága; ekki lögfræðileg eða guðfræðileg eða eitthvað annað. Allir hafa sínar réttlætingar. Umræðunni um þetta alvarlega mál er bara drepið á dreif með slíkum tengingum.

AFO

30 maí, 2008 10:40  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Varðandi síðasta atriðið þá sagði ég ,,að halda opnum þeim möguleika að andlegir barnaníðingar ráðist gegn börnum með trúarlegri innrætingu" í því felst enginn ásökun á hina fjölmörgu presta sem hafa misnotað börn kynferðislega, heldur nákvæmlega það sem stendur þarna... að sá prestur sem ræðst gegn börnum með trúarlegri innrætingu er andlegur barnaníðingur :)

Varðandi trúarfræðslu þá er enginn að mótmæla henni en hún á að fara fram á faglegan hátt og þar eru prestar ekki best til þess fallnir að útskýra söguna og með því að fella þessa breytingartillögu að þá var Alþingi að halda þeim möguleika opnum að einhver frá kirkjunni gæti komið undir því yfirskyni að ,,fræða" börnin en verið þess í stað með áróður (eins og kirkjan hefur reyndar klaufalega misst út úr sér varðandi vinaleiðina) og eins og við sem gengum í Seljaskóla vorum login full af snemma... og biskupsstofa á ekki að koma nálægt því að búa til námsefni fyrir grunnskóla - að það hafi gerst er hlægilegt en þó líka mjög sorglegt :)
Það sem börnin þurfa fyrst og fremst að vita í trúarfræðslu eru staðreyndir. Hvers konar maður t.d. Jesú var ef að hann var þá til og flestir fræðimenn eru sammála um það að hann var ekki góði maðurinn sem börnin læra um í sunnudagaskólanum heldur herskár heimsendaspámaður sem var ekki sonur Guðs og gerði engin kraftaverk.
Á sama hátt á fræðsla um kristni á Íslandi ekki eingöngu að vera þau örfáu atriði sem hafa leitt til framfara heldur ekki síður þegar að konum var drekkt og fólk brennt á báli og hvernig íslenska (þjóð)kirkjan hefur í gegnum aldirnar og allt fram á þennan dag staðið í vegi fyrir mannréttindum minnihlutahópa o.s.frv. Það er hin raunverulega saga kristinnar trúar á Íslandi og allt annað er bara rómantískur þvættingur sem hefur ekkert með fræðslu og menntun að gera.
Íslendingar eru ekki og hafa aldrei verið sérstaklega kristinnar trúar eins og sést best á trúarlífskönnun sem Þjóðkirkjan lét gera þar sem innan við helmingur gat samþykkt það sem kristin trú byggist á og ekki er hægt að segja að Íslendingar hafi verið sérstaklega trúuð þjóð þegar að kristni var ,,lögleidd" á Íslandi enda hélt stór hluti þjóðarinnar áfram heiðnum sið sem sést best á allskyns blótum sem haldin eru enn þann dag í dag. Þá er frátalið að flestir þeirra sem þó voru sannkristnir voru það ekki vegna jákvæða boðskapsins heldur vegna fáfræði og guðsótta.
Þannig að saga kristni og saga landsins eiga það eitt sameiginlegt að vera óskaplega mikil fáfræði og ómerkileg fyrirbæri eða alveg þar til að landið iðnvæddist, fólk fékk menntun (og trú fékk þar af leiðandi fékk ennþá minna vægi) og þjóðin fór að blómstra. Menn fóru að trúa á sjálfan sig og hætta að vonast eftir einhverju betra í næsta lífi - að kirkjan hafi svo haldið Íslendingum í slíkum fjötrum fáfræði í næstum 1000 ár er svo saga sem þarf að heyrast sem víðast. Það er sú fræðsla sem börnin ættu að fá - er það ekki?

Ástarkveðja Bjarni Þór.

30 maí, 2008 12:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jú börn eiga að fá alla söguna hið góða og illa, skrumsælingu sem og sannan boðskap kristninnar hvort sem menn fylgja honum eða ekki og ég held að fræðimenn, þ.e. guðfræðingar séu best til þess fallnir að semja það efni. Hvort Jesú var til eða ekki, en ég held að það æeiði til einskis að þræta um tilvista hans. En menn geta svo aftur efsta um kraftaverk hans og upprisu. Nóg er til af heimildum um tilvist hans og sagnfræðilega ásættanlegar hvað varðar tíma. Öðru gegnir um kraftaverkin. En það er rétt mér finnst að prestar eigi ekki að njóta neinna forréttinda í skólum, þó svo að fínt sé að fá þá í heimsókn eins og aðra trúmenn og trúleysingja.

AFO

30 maí, 2008 13:16  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Þar komum við einmitt að kjarna málsins. Ef að guðfræðingar og prestar koma að námsefninu og jafnvel flytja það að þá er nokkuð ljóst að halla mun á sannleikann. Þess vegna ættu sagnfræðingar að sjá um trúarfræðslu því það er munur á sannleika og sagnfræði annars vegar og svo tilbúnum kenningum og loddaraskap hins vegar og það er alveg ljóst miðað við sögu kirkjunnar á Íslandi að umfjöllunin yrði ekki fagleg og sönn - en eins að umfjöllun sagnfræðinga yrði hlutlaus og myndi gefa mun betri mynd af raunveruleikanum.
Látum hitt liggja á milli hluta þar sem ég tel meiri líkur á því að umræddur Jesú Biblíunnar hafi ekki verið til fremur en að kraftaverkin séu sönn og að ef hann var til að þá er meirihlutinn af því litla sem við vitum um ævi hans algjör uppspuni.

En hvað hafa prestar, trúleysingjar, islamstrúarmenn eða Vottar að gera í heimsókn í skóla landsins? Ég efast um að það yrði mikil ánægja meðal Þjóðkirkjunnar eða landsmanna almennt ef að t.d. íslenskir islamstrúarmenn fengju háar upphæðir erlendis frá til að verja til trúarfræðslu í skólum landsins. Það yrði örugglega allt vitlaust og eins ef að Vantrú færi í skólana og segði börnum landsins frá því hver Jesú var sennilega (ef að hann var til).
Hvað með kommunista, nasista eða fasista - eiga heimsóknir þeirra og lífsskoðanir ekki rétt á sér innan grunnskólanna?

Kveðja Bjarni Þór

30 maí, 2008 13:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég held að það sé alls ekki rétt að flest af því sem við vitum um ævi Jesús sé uppspuni. Það er að minnsta kosti erfitt að fullyrði það, en það er auðvitað hægt aðhyllast þá skoðun - e að bæta svo við "og mín skoðun er sönn" er ekki hægt. Það eru til heilmiklar heimildir um þennann spámann sem Jesús var og ég held ástæðulaust sé að halda því fram að þessi maður hafi ekki verið uppi. En svo liggja fyrir frásagnir um kraftaverk hans og þegar að þeim er komið þá verða menn bara að segja "Nei, þetta er bull sem stangast á við reynslu okkar" eða "já ég trúi á þennan einstaka atburð í sögunni. Svo er það spurningin hvort Jesús hafi verið heimsendaspámaður? Ég held ekki. Ég er hlyntur þinni aðferðarfræði um að reyna eftir fremsta megni að kynna sér það sem félagar manns eru að fást við í háskólanum og því hef ég t.d. kynnt mér 5 bestu guðfræðingan að mati Grétars félaga míns. Að hans mati er N.T. Wright á topp fimm listanum sem besti nýja testamentisfræðingurinn, og hefur hann þetta að segja:

"We must: renounce literalism, whether fundamentalist or scholarly. Apocalyptic is the symbolic and richly-charged language of protest, affirming that God’s kingdom will come on earth as it is in heaven—not in some imagined heavenly realm to be created after the present world has been destroyed. In particular, apocalyptic is the language of revolution: not that YHWH will destroy the world, but that he will act dramatically within it to bring Israel’s long night of suffering to an end, to usher in the new day in which peace and justice will reign."

Það sem hann er að segja er að Jesús var ekki talsmaður heimsenda, þ.e. tortímingu heimsins í tíma og rúmi, heldur talsmaður friðar og réttlætis sem boðaði komu guðsríki á jörðu (ekki einhverju ímynduðu himnaríki bakvið skýin). Og með því að boða þessa kollvörpun á ríkjandi ástandi storkaði hann mönnum eins og Herdótusi, Pílatusi, Sesari, og Kaífasi. En þess ber að geta eins og N.t. Wright segir að Jesús:

"...was radically opposed to the way of ultra-orthodoxy, of violent nationalist revolution. This was not, of course, because he was supporting the status quo (or was “non-political”), but precisely because he was not."

Þetta er auðvitað bara sjónarmið, en undirstrikar hins vegar að ekkert er hægt að fullyrða um tilvistarleysi manna og heimsendaspá.

Að lokum þá hefur kristni verið misnotuð í pólitískum tilgangi eins og lýðræði, en það sama er ekki hægt að segja um nasisma og fasisma vegma þess að þar er um að ræða hugmyndafræði sem er ill í sjálfum sér og elur á mannvonsku. Það er því ekki hægt að bjóða þeim í skóla eins og því fyrrnefnda.

AFO

31 maí, 2008 11:43  
Blogger arna sagði...

Niðurstaðan er þá þessi, þegar að guðfræðin og sagnfræðin stangast á þá vel ég sagnfræðina (og í rauninni þá held ég að ég myndi velja allt annað en guðfræðina... jafnvel óhefðbundar lækningar fram yfir guðfræði :) )

Þú segir: ,,Að lokum þá hefur kristni verið misnotuð í pólitískum tilgangi eins og lýðræði"
Það sama má segja um kommunisma, en þú hleypir þeim samt ekki inn í skólana og það er þó aðeins pólitísk skoðun en ekki trú sem er að megninu til algjör þvæla. Burt séð frá nasisma og fasisma að þá hleypum við ekki heldur stjórnmálamönnum frá flokkunum inn í skólana til að heilaþvo þau af sinni hugmyndafræði.

Varðandi Jesú, meinta/mögulega ævi hans, hver hann var í raun og veru og hvort hann var heimsendaspámaður eða ekki þá bendi ég á eftirfarandi grein eftir Steindór:
http://www.vantru.is/2008/05/21/13.00/

Ástarkveðja Bjarni Þór

31 maí, 2008 13:53  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Þetta er að sjálfsögðu ég hér að ofan.

31 maí, 2008 13:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sagnfræði og guðfræði þurfa ekki að stangast á. N.T Wright er sagnfræðingur og guðfræðingur og skrifar um 1. öldina eins og að drekka vatn.

Það er enginn að tala um að troða hugmyndafræði upp á fólk. Kristnina verður auðvitað að kenna í skólum sem órjúfanlegan þátt af menningu okkar en það útilokar ekki frekari trúfræðslu. Börn eiga rétt á því að fá heiðarleg svör fá fólki. Ef þú trúir því að Guð hafi skapað heiminn og sett þróunarkenninguna í gang, þá segir þú þeim það, en tekur um leið fram að þetta sé einungis þín skoðun og að hver og einn þurfi að gera upp við sig hvað honum eða henni finnst satt. Það sama gildir um það ef þú telur að heimurinn hafi orðið til með stórum hvell og að við séum komin af öpum. Þetta er einfalt. Allt annað er ítroðsla. Og þetta er ólíkt því að blanda pólitík inn í skólastarf. En hún smitar ef til vill alltaf skólastarfið, ég meina það mótast náttúrulega af samtíma okkar þar sem tómhyggjan ræður ríkjum og upplausn allra gilda og enginn stendur fyrir neitt og því er engin markviss skólastefna í gangi. Ólafur Páll Jónsson hefur sýnt fram á þetta í nýlegri grein í Hug. Þannig er hugmyndafræði skólanna í dag.

Ég á eftir að lesa greinina eftir Steindór en hann veit sennilega ekki mikið um þetta. Sjáum til.

AFO

31 maí, 2008 17:49  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Hvað er það í menningu dagsins sem kristin trú er órjúfanlegur hluti af? Ef það er eitthvað að þá er það mjög lítið.

Það að einhver prestur vilji ræða við börn í skólum er nákvæmlega sami hluturinn og ef að Hannes Hólmsteinn færi með sína frjálshyggjupredikun í skólana og setti upp einhverja svarthvíta heimsmynd - það sannast kannski best á orðum biskups að trúleysi sé siðleysi.
Það að leggja að jöfnu trú á hindurvitni við þá staðreynd að menn séu komnir af öpum er mjög sorglegt.
Hvernig í ósköpunum á kristin trú að koma í veg fyrir það sem þú kallar ómarkvisst skólastarf... ég veit ekki betur en að skólastarf á Íslandi sé betra en nokkurn tímann áður og himinn og haf á milli þess sem það er nú og þegar að skólastarf var sem mest undir prestum og kirkjunni.
Prestar eiga auðvitað ekkert með það að gera að koma nálægt skólastarfi og ættu auðvitað (í heilbrigðu samfélagi þar sem mannréttindi barna eru virt) alls ekki að koma nálægt börnum með sínum heilaþvætti.

31 maí, 2008 19:19  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

...Ástarkveðja Bjarni Þór

31 maí, 2008 19:20  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

En aftur að innhaldi þessarar bloggfærslu.

1.Getur þú nefnt ástæðurnar fyrir því að skólastarf skuli byggja á kristinni arfleifð íslenskrar menningar?

2. Er eitthvað í þessari felldu breytingartillögu sem þú ert ósáttur við?

Ástarkveðja Bjarni Þór

31 maí, 2008 23:20  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim