miðvikudagur, júní 18, 2008

Lakers niðurlægðir í lokaleiknum

Þetta er búið að vera skrítið úrslitaeinvígi. Boston lið var búið að lenda í vandræðum í úrslitakeppninni á móti slökum liðum á meðan Lakers liðið flaug í gegnum mun sterkari lið. Fyrir úrslitaeinvígið voru menn á því að Lakers myndi hafa það en mikið rosalegu höfðu meirihluti spekinga vestanhafs rangt fyrir sér - sjálfur spáði ég 4-2 fyrir Boston, sem einmitt er niðurstaðan.
Þetta byrjaði auðvitað allt á tveimur dómarasigrum í Boston áður en Lakers yfirspiluðu Boston í LA, en tókst á undraverðan hátt að klúðra hinum margumtalaða unna fjórða leik (hvar var heimadómgæslan þar?).
Þessi leikur í kvöld var svo einungis formsatriði, maður sá það strax í andlitum leikmanna Lakers að þeir höfðu ekki nokkra trú á því að þeir myndu vinna og voru þess vegna rassskelltir illilega.
Getulega er Boston liðið ekki betra en Lakers liðið, jafnvel þegar Bynum vantar. Það sem liðið hefur framyfir Lakers liðið heilt yfir er hins vegar reynsla, grimmd, baráttu, varnarleik og spilamennsku liðsheildar. Boston liðið vildi þetta einfaldlega miklu meira og uppskáru eftir því.
Heilt yfir í þessu úrslitaeinvígi má segja að á meðan sóknarleikur Boston gekk nánast alltaf út á þríeykið og varaskeifurnar börðust í vörn og hittu opnum skotum að þá var varnarleikur Lakers liðsins slakur og sóknarleikurinn tilviljanakenndur og alltof oft voru aukaleikarar að bera uppi sóknarleik sem á alltaf að fara í gegnum Kobe (en auk þess klikkuðu Gasol og Odom verulega heilt yfir).
Þrátt fyrir allt þetta, þ.e. að nánast allt gekk upp hjá Boston bæði hjá aðalmönnum, bekknum og varðandi dómgæslu en mjög fátt hjá Lakers liðinu,Odom og Gasol slakir, bekkurinn slakur og liðið ekki að nýta Kobe nægilega vel að þá er það einungis eiginn klaufaskapur sem kemur í veg fyrir að við erum ekki að fara að horfa á sjöunda leikinn.
Ég hlakka því til næsta tímabils og vonandi komast mínir menn allir heilir inn í úrslitakeppnina og þá erum við að fara að rusla þessu Boston liði upp á sama tíma að ári - spáin mín rættist núna varðandi lið í úrslitum og hvernig það færi og ég spái því að Lakers liðið mæti aftur í úrslitin að ári og sigri þá 4-1, sama hverjir mótherjarnir eru, það er gott að þeir voru niðurlægðir með 39 stiga mun í síðasta leik í úrslitaeinvíginu því þá hafa menn heilt sumar til að hugsa um það og ef að menn ekki mæta grimmir til leiks í haust að þá er hægt að afskrifa þá... en þangað til það gerist, alvöru hetjur til að hressa menn við.
Áfram Lakers!
Áfram körfubolti!
Púú á dómarana!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég hélt að Lakers myndi taka þetta. En grimmd og vilji Boston liðsins var ótrúleg og orð Svala lýsa því best: "Boston liðið er eins og ísbjörn í æðavarpi." Kobe Bryant var yfileitt sjóðheitur í byrjun leikjanna, en svo þegar boston sendi Eddie House og Posey inná (ótrúlegt að hafa svona 6. og 7.mann) þá þurfti Kobe að hafa fyrir hlutunum í vörninni og það kom bersýnilega niður á sóknarleiknum, og þá sérstaklega í ljósi þess að Gasole og Odom komu lítið til hjálpar. Svali: "Lakers liðið er bara ekki til staðar, eins og handrukkari í barnaafmæli".

AFO

18 júní, 2008 11:23  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim