mánudagur, júní 02, 2008

Sumarið 2008

Ég hef steingleymt að fjalla um tvö lög af væntanlegum plötum tveggja frábærra flytjenda; annars vegar lagið ,,Hagavagninn" í flutningi Megasar og hins vegar lagið Gobbledigook af væntanlegri plötu með Sigur Rós - stórgóð lög bæði tvö og sérstaklega kemur lagið Gobbledigook skemmtilega á óvart.
Menn vilja oft spá eitthvað út í bláinn, án þess að hafa nokkra eða litla hugmynd um nokkurn skapaðan hlut. Ég er í góðu skapi í dag og ætla aðeins að sleppa fram af mér beislinu og spá því hér með að cover plata Megasar og ,,öðruvísi" platan frá hljómsveitinni Sigur Rós muni sannfæra þá fáu sem hafa eitthvað á móti þessum listamönnum að þeir hafi haft gjörsamlega rangt fyrir sér.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim