Skandall hjá Stöð 2
Það er rétt að vara þá sem eru spenntir fyrir (24 wanna-be) seríunni Traveler við, en hún hefst 3.júní og hefur verið mikið auglýst að undanförnu. Við Arna sáum þessa seríu, ef seríu skyldi kalla, því að þáttunum var aflýst vestanhafs fyrir rúmu ári eftir aðeins átta þætti. Við höfðum hins vegar haldið í góðri trú að serían hefði bara verið átta þættir í fullri lengd en vorum svo skilin eftir algjörlega óupplýst og engu nær eftir 8x40 mínútna áhorf en samt ætlar Stöð 2 að sýna þættina. Reyndar má nálgast handritið að endalokunum á heimasíðu höfundar - en hingað til hef ég ekki nennt að bera mig eftir björginni. Þar hafið þið það.
Er lífið ekki dásamlegt?
Er lífið ekki dásamlegt?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim