Stóra Ronaldo málið
Ég held að það hafi ekki liðið dagur í sumar þar sem ekki var rætt um hugsanlega brottför Ronaldo frá Manchester United, með ansi mörgum plottum, sögusögnum og rugli. Nú virðist komið að því að niðurstaða verði að fást í málið eftir að Ronaldo (í gegnum túlk) tók undir orð meints flip floppara, loddara, karlrembu, múturþega, spillingarmeistara og heimskingja... Blatter (sem ekki einungis hefur aldrei spilað fótbolta, né skilur íþróttina heldur skilur ekki hversu alvarleg ásökun það er) að líkja rétti knattspyrnuliða yfir samningsbundnum leikmönnum sínum við nútímaþrælahald (hvað þá þrælahald yfir höfuð).
Við erum að tala um einn launahæsta knattspyrnumann í heiminum, sem skrifaði undir nýjan fimm ára samning fyrir rétt um ári síðan af fúsum og frjálsum vilja undir handleiðslu umboðsmanns sem hefur lagaleg réttindi frá FIFA eða UEFA (nenni ekki að fletta því upp), er alltaf í liðinu og tekur vítaspyrnur og aukaspyrnur fyrir lið sem varð Englands- og Evrópumeistari á síðasta tímabili, þar sem umræddur leikmaður var besti leikmaðurinn í báðum þeim keppnum og einnig markahæstur, á í góðum samskiptum við stjórann sinn, var m.a. stundum fyrirliði og er kóngurinn í leikmannahópnum... ekki beint lýsingin á þrælahaldi.
Kaldhæðnin er auðvitað sú að Blatter er ættaður frá Sviss og Þýskalandi (sem eiga ekki glæsta sögu úr seinni heimsstyrjöldinni varðandi mannréttindi),hjálpaði til skiplagningu Ólympíuleikanna ´72 og ´76 (þar sem gera má ráð fyrir að allskyns varningur hafi verið framleiddur með nútímaþrælahaldi í gegnum styrktaraðila) og hann var í samtökum gegn því að konur klæddust buxum (WTF?) og fáránlega karlrembuyfirlýsingar um klæðnað kvenna í kanttspyrnu og er þá ótalin öll sú spilling sem hann hefur verið ásakaður um hjá FIFA. Undir sjónarmið Blatters tekur ,,fórnarlambið" Ronaldo (sem ætti sem Portúgali að hafa lært um sögu Portúgals og ,,samskipti" (lesist þrælahald og arðrán) við ,,nýlendur" í Afríku og samskipti við nýbúa í S-Ameríku) sem ólst upp í mikilli fátækt og þekkir neyðina og hefur örugglega séð margt ógeðslegt í subbulegu slömminu í Portúgal en er orðin einn launahæsti leikmaður heims (og sá besti undir handleiðslu frá Ferguson) og eins og áður sagði skrifaði í fyrra upp á nýjan fimm ára samning, vitandi hvaða afleiðingar slíkt hefði í för með sér. Von þessara herramanna er svo sú að með þessu þrælahaldstali muni Ronaldo komast til Real Madrid sem á mesta sína velgengni og auð að þakka Fasistaeinræðisherranum Franco (sem er örugglega grafinn undir Bernabéu) og einveldi konungs fyrir og eftir hans tíð (með öllum þeim hörmunum sem það hafði á íbúa Spánar og nýlenduríkin í Afríku) í stríði þess liðs við Verkamannaliðið Manchester United sem er það lið sem hefur safnað og varið hve mestum fjármunum til þróunaraðstoðar og er í miklum verkefnum árlega í samvinnu við samtök á borð við UNICEF og byggði allan sinn auð (fyrir yfirtöku) í gegnum velgengni.
Ég er búinn að fylgjast vandlega með umfjölluninni um þetta mál, bæði í gegnum NewsNow og einnig í gegnum stuðningsmannasíður (bæði almennar og á borð við United stuðningsmannasíðuna Redcafe) og það góða við þetta mál er að þeir aðdáendur annarra liða sem eru ekki alveg hauslausir yfir hatri á United styðja United í þessu máli enda ljóst að þeirra lið gæti og mun verða fórnarlamb morgundagins eða framtíðarinnar ef að stærsta félag í heiminum virðist eiga að komast upp með að stela besta leikmanni heims frá næst stærsta félagi heims, ekki með vottun frá FIFA heldur beinlínis með beinni aðild FIFA í þessu rotna máli - verður það að teljast töluvert fréttnæmt því að sjálfir hafa United ekki verið barnanna bestir þegar kemur að nálgun þeirra við leikmenn annarra liða, en stuðningurinn nær frá aðdáendum Man City og til forráðamanna Bayern (sem eru örugglega ekki ennþá búnir að jafna sig á aðkomu United við kaupin á Hargreaves).
Eftir standa tveir möguleikar fyrir United (nema að þetta viðtal og túlkunin hafi misfarist rosalega), annars vegar að selja Ronaldo til Real (því hann vill ekki fara annað) eða að halda honum og sjá til hvernig hann bregst við því og í versta falli að láta hann rotna í varaliðinu í einhvern tíma.
Fyrra atriðið kemur hreinlega ekki til greina eins og stendur, United getur hreinlega ekki látið Blatter og Real taka sig í rassgatið, það er prinsipp mál og skiptir höfuðmáli varðandi framtíð samninga við leikmenn*; og auk þess hefur Real ekki lagt inn tilboð né hafa tölur þær sem nefndar hafa verið, verið samboðnar kaupunum á Ronaldo. Á sínum tíma var talað um ,,the Beckham effect" og að Real hafi hagnast um 300 milljónir punda á veru hans hjá félaginu og að sú tala gæti verið um 500 milljónir ef að Ronaldo kæmi til félagsins. Samkvæmt fjölmiðlum mun Calderon hafa talað um að Real myndi ekki fara yfir 80 milljónir punda, en af hverju ætti United að selja Ronaldo á undir 100 milljónum ef að Real mun síðan fimmfalda þá upphæð með komu hans? Af hverju ætti United að selja sinn besta leikmann sem á fjögur ár eftir af samningnum sínum (sem mun örugglega skila yfir 100 milljónum punda í kassann í treyjusölu, sjónvarpspeningum, árangri o.s.frv.) fyrir pening sem kemur ekki til með að dekka það sem það kostar að fá nýja leikmenn til að viðhalda sömu gæðum? Allt þetta til liðs sem er ekki einungis samkeppnisaðili í Meistaradeildinni, heldur aðalsamkeppnisaðilinn í markaðsmálum.
Það er ljóst að enginn mun fylla skarð Ronaldo svo að við erum að tala um kaup á 2-3 toppleikmönnum (sem eru ekki á lausu) í lið United þar sem fáar stöður eru lausar... og þegar menn á borð við hinn 27 ára gamla Berbatov eru metnir á 30 milljónir að þá eru 80 milljónir hlægilegar fyrir besta leikmann heims (sem einnig vill svo til að er sá markaðsvænsti). Þá eru ótaldar afleiðingarnar sem brotthvarfið muna hafa á aðra leikmenn á borð við Anderson og Nani... mögulega Tevez.
Seinna atriðið kemur auðvitað ekki heldur til greina, því að óánægður leikmaður smitar út frá sér og það er ekki hægt að henda manni í varaliðið þegar hann er með 120.000 pund á viku - svo að við tölum nú ekki um orðsporið sem United fengi á sig við þessa aðgerð (þó að margir myndu kætast) - hvað ætli Blatter myndi líkja þessu þá við? Tvær heimsstyrjaldir?
Þess vegna er draumalendingin sú að á bakvið tjöldin ræði forráðamenn liðanna saman með Ronaldo og komist að einhverju samkomulagi um að hann fari eftir X mörg ár til Madrid fyrir háa upphæð. Á meðan heldur United dampi og fjárfestir í stórum nöfnum til að undirbúa sig undir brotthvarf besta knattspyrnumanns (og hugsanlega peningasjúkasta hálfvita) í heiminum.
Hið heimska tvíeyki hefur leikið, nú á Fergie leik og gaman verður að sjá hvort að hann spilar biðleik eða tekur upp hárblásarann... en hvernig sem fer að þá verður þessari endalausu skák að fara að ljúka - við erum komin langt inn í hana, en eins og stendur er uppi algjör pattstaða.
*Þið megið endilega bauna á mig að ég sé einungis að segja þetta vegna þess að þetta er Ronaldo, en ef að þetta mál fer svona að þá er rétt að muna að Arsenal er í sambærilegri stöðu gagnvart Adebayor og ef að Liverpool nær ekki árangri á þessari leiktíð að þá gæti hið sama verið upp á teningnum varðandi útsölu á Torres eða Gerrard næsta vor. Hver veit nema að United eða Chelsea myndi svo næla sér í Messi á sama tíma ef að Real yrði óstöðvandi með Ronaldo? Þá eru óupptalin öll minni lið á borð við West Ham, Everton o.s.frv. sem yrðu að búa við það að láta sína bestu leikmenn af hendi um leið og stærstu félögin lýsa yfir áhuga og leikmennirnir með stjörnur í augunum.
Er lífið ekki dásamlegt?
Við erum að tala um einn launahæsta knattspyrnumann í heiminum, sem skrifaði undir nýjan fimm ára samning fyrir rétt um ári síðan af fúsum og frjálsum vilja undir handleiðslu umboðsmanns sem hefur lagaleg réttindi frá FIFA eða UEFA (nenni ekki að fletta því upp), er alltaf í liðinu og tekur vítaspyrnur og aukaspyrnur fyrir lið sem varð Englands- og Evrópumeistari á síðasta tímabili, þar sem umræddur leikmaður var besti leikmaðurinn í báðum þeim keppnum og einnig markahæstur, á í góðum samskiptum við stjórann sinn, var m.a. stundum fyrirliði og er kóngurinn í leikmannahópnum... ekki beint lýsingin á þrælahaldi.
Kaldhæðnin er auðvitað sú að Blatter er ættaður frá Sviss og Þýskalandi (sem eiga ekki glæsta sögu úr seinni heimsstyrjöldinni varðandi mannréttindi),hjálpaði til skiplagningu Ólympíuleikanna ´72 og ´76 (þar sem gera má ráð fyrir að allskyns varningur hafi verið framleiddur með nútímaþrælahaldi í gegnum styrktaraðila) og hann var í samtökum gegn því að konur klæddust buxum (WTF?) og fáránlega karlrembuyfirlýsingar um klæðnað kvenna í kanttspyrnu og er þá ótalin öll sú spilling sem hann hefur verið ásakaður um hjá FIFA. Undir sjónarmið Blatters tekur ,,fórnarlambið" Ronaldo (sem ætti sem Portúgali að hafa lært um sögu Portúgals og ,,samskipti" (lesist þrælahald og arðrán) við ,,nýlendur" í Afríku og samskipti við nýbúa í S-Ameríku) sem ólst upp í mikilli fátækt og þekkir neyðina og hefur örugglega séð margt ógeðslegt í subbulegu slömminu í Portúgal en er orðin einn launahæsti leikmaður heims (og sá besti undir handleiðslu frá Ferguson) og eins og áður sagði skrifaði í fyrra upp á nýjan fimm ára samning, vitandi hvaða afleiðingar slíkt hefði í för með sér. Von þessara herramanna er svo sú að með þessu þrælahaldstali muni Ronaldo komast til Real Madrid sem á mesta sína velgengni og auð að þakka Fasistaeinræðisherranum Franco (sem er örugglega grafinn undir Bernabéu) og einveldi konungs fyrir og eftir hans tíð (með öllum þeim hörmunum sem það hafði á íbúa Spánar og nýlenduríkin í Afríku) í stríði þess liðs við Verkamannaliðið Manchester United sem er það lið sem hefur safnað og varið hve mestum fjármunum til þróunaraðstoðar og er í miklum verkefnum árlega í samvinnu við samtök á borð við UNICEF og byggði allan sinn auð (fyrir yfirtöku) í gegnum velgengni.
Ég er búinn að fylgjast vandlega með umfjölluninni um þetta mál, bæði í gegnum NewsNow og einnig í gegnum stuðningsmannasíður (bæði almennar og á borð við United stuðningsmannasíðuna Redcafe) og það góða við þetta mál er að þeir aðdáendur annarra liða sem eru ekki alveg hauslausir yfir hatri á United styðja United í þessu máli enda ljóst að þeirra lið gæti og mun verða fórnarlamb morgundagins eða framtíðarinnar ef að stærsta félag í heiminum virðist eiga að komast upp með að stela besta leikmanni heims frá næst stærsta félagi heims, ekki með vottun frá FIFA heldur beinlínis með beinni aðild FIFA í þessu rotna máli - verður það að teljast töluvert fréttnæmt því að sjálfir hafa United ekki verið barnanna bestir þegar kemur að nálgun þeirra við leikmenn annarra liða, en stuðningurinn nær frá aðdáendum Man City og til forráðamanna Bayern (sem eru örugglega ekki ennþá búnir að jafna sig á aðkomu United við kaupin á Hargreaves).
Eftir standa tveir möguleikar fyrir United (nema að þetta viðtal og túlkunin hafi misfarist rosalega), annars vegar að selja Ronaldo til Real (því hann vill ekki fara annað) eða að halda honum og sjá til hvernig hann bregst við því og í versta falli að láta hann rotna í varaliðinu í einhvern tíma.
Fyrra atriðið kemur hreinlega ekki til greina eins og stendur, United getur hreinlega ekki látið Blatter og Real taka sig í rassgatið, það er prinsipp mál og skiptir höfuðmáli varðandi framtíð samninga við leikmenn*; og auk þess hefur Real ekki lagt inn tilboð né hafa tölur þær sem nefndar hafa verið, verið samboðnar kaupunum á Ronaldo. Á sínum tíma var talað um ,,the Beckham effect" og að Real hafi hagnast um 300 milljónir punda á veru hans hjá félaginu og að sú tala gæti verið um 500 milljónir ef að Ronaldo kæmi til félagsins. Samkvæmt fjölmiðlum mun Calderon hafa talað um að Real myndi ekki fara yfir 80 milljónir punda, en af hverju ætti United að selja Ronaldo á undir 100 milljónum ef að Real mun síðan fimmfalda þá upphæð með komu hans? Af hverju ætti United að selja sinn besta leikmann sem á fjögur ár eftir af samningnum sínum (sem mun örugglega skila yfir 100 milljónum punda í kassann í treyjusölu, sjónvarpspeningum, árangri o.s.frv.) fyrir pening sem kemur ekki til með að dekka það sem það kostar að fá nýja leikmenn til að viðhalda sömu gæðum? Allt þetta til liðs sem er ekki einungis samkeppnisaðili í Meistaradeildinni, heldur aðalsamkeppnisaðilinn í markaðsmálum.
Það er ljóst að enginn mun fylla skarð Ronaldo svo að við erum að tala um kaup á 2-3 toppleikmönnum (sem eru ekki á lausu) í lið United þar sem fáar stöður eru lausar... og þegar menn á borð við hinn 27 ára gamla Berbatov eru metnir á 30 milljónir að þá eru 80 milljónir hlægilegar fyrir besta leikmann heims (sem einnig vill svo til að er sá markaðsvænsti). Þá eru ótaldar afleiðingarnar sem brotthvarfið muna hafa á aðra leikmenn á borð við Anderson og Nani... mögulega Tevez.
Seinna atriðið kemur auðvitað ekki heldur til greina, því að óánægður leikmaður smitar út frá sér og það er ekki hægt að henda manni í varaliðið þegar hann er með 120.000 pund á viku - svo að við tölum nú ekki um orðsporið sem United fengi á sig við þessa aðgerð (þó að margir myndu kætast) - hvað ætli Blatter myndi líkja þessu þá við? Tvær heimsstyrjaldir?
Þess vegna er draumalendingin sú að á bakvið tjöldin ræði forráðamenn liðanna saman með Ronaldo og komist að einhverju samkomulagi um að hann fari eftir X mörg ár til Madrid fyrir háa upphæð. Á meðan heldur United dampi og fjárfestir í stórum nöfnum til að undirbúa sig undir brotthvarf besta knattspyrnumanns (og hugsanlega peningasjúkasta hálfvita) í heiminum.
Hið heimska tvíeyki hefur leikið, nú á Fergie leik og gaman verður að sjá hvort að hann spilar biðleik eða tekur upp hárblásarann... en hvernig sem fer að þá verður þessari endalausu skák að fara að ljúka - við erum komin langt inn í hana, en eins og stendur er uppi algjör pattstaða.
*Þið megið endilega bauna á mig að ég sé einungis að segja þetta vegna þess að þetta er Ronaldo, en ef að þetta mál fer svona að þá er rétt að muna að Arsenal er í sambærilegri stöðu gagnvart Adebayor og ef að Liverpool nær ekki árangri á þessari leiktíð að þá gæti hið sama verið upp á teningnum varðandi útsölu á Torres eða Gerrard næsta vor. Hver veit nema að United eða Chelsea myndi svo næla sér í Messi á sama tíma ef að Real yrði óstöðvandi með Ronaldo? Þá eru óupptalin öll minni lið á borð við West Ham, Everton o.s.frv. sem yrðu að búa við það að láta sína bestu leikmenn af hendi um leið og stærstu félögin lýsa yfir áhuga og leikmennirnir með stjörnur í augunum.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna
2 Ummæli:
hann er allveg orðinn ruglaður... það liggur við að maður segi bara 'drullaðu þér í burtu Ronaldo'... gjörsamlega óþolandi.. eða eins og sumir myndu segja 'fucking motherfucking fuck'
ciao,
ivar
Það er auðvitað það versta í þessu. Það sem ég las út úr þessum ,,talað undir rós" orðum Ronaldo í vor var að hann ætlaði sér til Madrid einhvern tímann á ferlinum og ég hafði ekki áhyggjur af því að hann færi fyrr en í fyrsta lagi eftir 2-3 ár og vonandi allt upp í 5 ár (enda verður hann þá einungis 28 ára gamall og á þá örugglega eftir 5-7 góð ár eftir í boltanum áður en hann fer að slaka á í sólinni í 50+ ár).
Það er enda það rökrétta þegar að maður horfir annars vegar á United liðið sem er ungt, spennandi, skemmtilegt og rétt að byrja að mótast og á að eiga töluvert góð ár framundan að óbreyttu á móti Real liðinu sem er (þrátt fyrir að ég haldi með þeim) hreinlega alls ekki skemmtilegt knattspyrnulið og mjög brotthætt þar að auki.
Ég endurtek það sem ég sagði beint eftir úrslitaleikinn, vegna þess að það er hið rökrétta ,, hvers vegna ætti hann svo sem að fara frá liði þar sem hann er kóngurinn og þar sem liðið er byggt í kringum hann, þar sem hann á náið samband við þjálfara sem elskar hann og hefur hjálpað honum í að þroskast og verða besti knattspyrnumaður í heimi, með góða vini sína frá Portúgal og Brasilíu með sér (og fleiri á leiðinni) í ungu liði sem var að vinna tvöfalt, annars vegar sterkustu og erfiðustu landskeppni í heiminum og svo Meistaradeild Evrópu.”
En rökhugsunin er greinilega farin og það eina sem virðist komast að er að komast til Madrid a) til að komast í sólina (kauptu þér sólarbekk, fáðu leyfi til að skreppa til Spánar daginn eftir leikdag og í tvo þrjá daga) og b) að upplifa draum sinn (ætlar einhver að trúa því að Ronaldo haldi virkilega að ef að hann fari ekki núna að þá loki Real Madrid á að kaupa hann eftir 2,3 eða 5 ár?
Ég vona innilega að United gefi ekki eftir og Ronaldo skuldar Ferguson það, eftir alla þolinmæðina, eftir að hafa hent Nistelrooy, tekist á við dauða föður hans og hjálpað honum eftir HM að Ronaldo spili með og í sameiningu semji United, leikmaðurinn og Real um það að síðar nefnda liðið kaupi hann eftir X mörg ár... segjum tvö ár (þegar Ferguson hættir) – NB! Eftir tvö ár er hann 25 ára og á heldur betur nóg eftir til að verða kóngurinn í Madrid.
Ég er samt orðinn hræddur um að þessi draumur breyttist í martröð.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim