Úrslit í forsetakosningum í Bandaríkjunum frá 1988 - 2004
Áður en þessi færsla er lesin er rétt að lesandi lesi færsluna hér að neðan að nafni ,,Nóttin" eða hafi farið yfir úrslit næturinnar í bandarískum stjórnmálum, en allavegana:
Einhverjir eiga erfitt með að ná bandarískum stjórnmálum, enda eru þau flókin - hér má þó sjá myndskýringar um hvað þarf að gerast til að annar hvor flokkurinn vinni og er það útskýrt með meðfylgjandi myndum
Hér má sjá svart á hvítu kosningaúrslitin frá 1988-2004. NB! Það er slæmt að litirnir rokka á milli Demókrata og Repúblikana svo að ég læt það fylgja með hverju sinni:
1988 - Repúblikanar bláir og Demókratar rauðir - Bush eldri sigrar aðal Demókratann Dukakis mjög örugglega eins og hér má sjá:
1992 Demókratar bláir og Repúblikanar rauðir - Clinton sigrar Bush og sýnir okkur hvar Demókratar þurfa að vinna næsta haust ef að þeir ætla að eignast forseta úr sínum röðum.
1996 Demókratar rauðir og Repúblikar bláir - Clinton sigrar Dole og sýnir aftur hvernig Demókratar þurfa að kljúfa Miðríkin og Suðurríkin.
2000 Repúblikar bláir og Demókratar rauðir - Bush ,,sigrar" Gore með því að mynda ,,L" frá N-Dakota að ofan niður að Texas og þaðan beina línu að austurströndinni að Flórída, S-Carolina o.s.frv. Það er lykillinn að sigri Repúblikana því þeir taka örugglega hvorki Vesturströndina né Norð - Austur ströndina (New York) nema að það gerist að frambjóðandi Demókrata sé skelfilega slappur.
2004 Repúblikanar rauðir og Demókratar bláir - Bush sigrar Kerry og nær aftur þessu ,,L-i" sem samaneinar Miðríkin og Suðurríkin frá N-Dakóta að Texas og þaðan út á austurströndina. Berið saman myndirnar 2000 og 2004 og þá er ljóst að flokkarnir vinna aðeins yfir sitthvort fylkið milli kosninga - Repúblikanar taka New Mexico en Demókratar taka NH á Austurströndinni.
Nú ættu allir að vera örlítið nær um hvað þarf að gerast ef að Demókratar eiga að vinna kosningarnar næsta haust. Þeir þurfa að skera á Miðríkin og Suðurríkin. Þess vegna væri ekki vitlaust hvor þeirra sem vinnur að ,,taparinn" bakki sigurvegarann upp sem varaforsetaefni. Clinton hjónin ættu að vinna Arkansas (heimafylki Bill Clinton) og Obama ætti að geta tryggt S-Carolina og Alabama (þar sem helmingur kjósenda eru svartir) að lokum ættu þau að geta náð aftur New Mexico og þá eru fá fylki í viðbót sem þau þyrftu að ná + þau sem þau ættu að halda til að geta náð völdum og gert flesta Evrópubúa og íbúa heimsins glaða.
Það má þó ekki gleyma því að Al Gore hefði einungis þurft hið umdeilda Flórída eða Tennesse í viðbót til að verða forseti árið 2000.
Er lífið ekki dásamlegt?
Einhverjir eiga erfitt með að ná bandarískum stjórnmálum, enda eru þau flókin - hér má þó sjá myndskýringar um hvað þarf að gerast til að annar hvor flokkurinn vinni og er það útskýrt með meðfylgjandi myndum
Hér má sjá svart á hvítu kosningaúrslitin frá 1988-2004. NB! Það er slæmt að litirnir rokka á milli Demókrata og Repúblikana svo að ég læt það fylgja með hverju sinni:
1988 - Repúblikanar bláir og Demókratar rauðir - Bush eldri sigrar aðal Demókratann Dukakis mjög örugglega eins og hér má sjá:
1992 Demókratar bláir og Repúblikanar rauðir - Clinton sigrar Bush og sýnir okkur hvar Demókratar þurfa að vinna næsta haust ef að þeir ætla að eignast forseta úr sínum röðum.
1996 Demókratar rauðir og Repúblikar bláir - Clinton sigrar Dole og sýnir aftur hvernig Demókratar þurfa að kljúfa Miðríkin og Suðurríkin.
2000 Repúblikar bláir og Demókratar rauðir - Bush ,,sigrar" Gore með því að mynda ,,L" frá N-Dakota að ofan niður að Texas og þaðan beina línu að austurströndinni að Flórída, S-Carolina o.s.frv. Það er lykillinn að sigri Repúblikana því þeir taka örugglega hvorki Vesturströndina né Norð - Austur ströndina (New York) nema að það gerist að frambjóðandi Demókrata sé skelfilega slappur.
2004 Repúblikanar rauðir og Demókratar bláir - Bush sigrar Kerry og nær aftur þessu ,,L-i" sem samaneinar Miðríkin og Suðurríkin frá N-Dakóta að Texas og þaðan út á austurströndina. Berið saman myndirnar 2000 og 2004 og þá er ljóst að flokkarnir vinna aðeins yfir sitthvort fylkið milli kosninga - Repúblikanar taka New Mexico en Demókratar taka NH á Austurströndinni.
Nú ættu allir að vera örlítið nær um hvað þarf að gerast ef að Demókratar eiga að vinna kosningarnar næsta haust. Þeir þurfa að skera á Miðríkin og Suðurríkin. Þess vegna væri ekki vitlaust hvor þeirra sem vinnur að ,,taparinn" bakki sigurvegarann upp sem varaforsetaefni. Clinton hjónin ættu að vinna Arkansas (heimafylki Bill Clinton) og Obama ætti að geta tryggt S-Carolina og Alabama (þar sem helmingur kjósenda eru svartir) að lokum ættu þau að geta náð aftur New Mexico og þá eru fá fylki í viðbót sem þau þyrftu að ná + þau sem þau ættu að halda til að geta náð völdum og gert flesta Evrópubúa og íbúa heimsins glaða.
Það má þó ekki gleyma því að Al Gore hefði einungis þurft hið umdeilda Flórída eða Tennesse í viðbót til að verða forseti árið 2000.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim