Efnahagsmál
Hér er hressandi viðtal við Jónas H. Haralz. Gaman að sjá gamalmenni segja eitthvað að viti (ólíkt þessum arfavitlausa og hundleiðinlega minningarþætti um Sigurbjörn Einarsson sem ég minntist hér á að neðan). Stundum fannst mér eins og Jónas væri að lesa upp úr bók slíkt var skipulagið. Það kom nánast aldrei hik á hann, hann rakti rök sín skipulega og spurði svo sjálfur spurninga og svaraði þeim - allt mjög svo niðurnjörfað og fallega gamaldags, ein af fáum hefðum sem við ættum að temja okkur í ríkari mæli.
Er lífið ekki dásamlegt?
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Efnahagsmál, Hagfræði, Stjórnmál
2 Ummæli:
já hann er töffari þessi gaur. Eitthvað sem íhaldsdraugurinn Geir Harde ætti að taka sér til fyrirmyndar.
kv,
ivar
Já, enn erum við að bíða... tikk, takk, tikk, takk...
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim