laugardagur, september 06, 2008

Stjórnmál vestanhafs

Byrjum á American Politics for dummies. Hér er síða með nokkrum af allra einföldustu spurningunum og svörunum um bandarísk stjórnmál - fyrir þá sem vilja vera með en þora ekki að spyrja barnalegra spurninga.

Hér er önnur undirsíða CNN sem tekur fyrir þýðingu hugtaka sem við munum heyra í erlendum fjölmiðlum næstu tvo mánuði. (Dæmi: Purple State er ríki sem sveiflast milli flokkanna í kosningum en er ekki þekkt fyrir að vera annað hvort Demókrata ,,blue state" eð Repúblikana ,,red state")

Það er rétt að benda á tvær síður sem vert er að minna á nú þegar tæpir tveir mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Önnur er Truth-O-Meter sem ég hef áður minnst á og svo er sambærilegur dálkur á vefsíðu CNN sem heitir FactCheck (sjá einnig FactCheck.org). Þessar síður eru hressandi því þær leggja mat á hvort að fullyrðingar frambjóðendanna standist.

Bill Schnider fer yfir stöðu mála eins og hún er í dag varðandi þau ríki sem mest spenna verður um í nóvember. Þá er jafnframt rétt að rifja upp undanfarnar kosningar í Bandaríkjunum og hvernig úrslit hafa fallið.

Hér er skemmtileg nálgun úr þættinum The Campaign Trail sem fór yfir nokkrar fact or fiction fullyrðingar úr nýlegum ræðum á Landsfundi Repúblikana og í lokin yfir í gælunöfn frambjóðenda á yngri árum (How did "Barracuda", "McNasty", "O'Bomber", and "The Dash" get their nicknames?)

Hér er ræða Obama á Landsfundi Demókrata sem hægt er að horfa á eða lesa

Hér er ræða McCain á landsfundi Repúblikana sem hægt er að horfa á eða lesa

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim