miðvikudagur, október 22, 2008

Framtíðin

Jón Kaldal skrifar góðan ritstjórnarpistil í Fréttablaði gærdagsins sem ber heitið Viðspyrnan og ég leyfi mér að birta í heild sinni hér:

Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi til hjálpar við að leysa þjóðina úr þeirri fullkomnu sjálfheldu sem stjórnendur landsins hafa komið
Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi til hjálpar við að leysa þjóðina úr þeirri fullkomnu sjálfheldu sem stjórnendur landsins hafa komið henni í. Rúin trausti og virðingu umheimsins, niðurlægð og ófær um að bjarga sér sjálf.

Koma gjaldeyrissjóðsins gefur von um að nauðsynlegri viðspyrnu verði loks náð. Að frjálsu falli undanfarinna vikna ljúki og að uppbyggingarstarfið geti hafist. Um það starf á öll þjóðin að geta sameinast.

En viðspyrnan með komu gjaldeyrissjóðsins gefur líka kost á að fara í það geysilega mikilvæga uppgjör sem verður að fara fram.

Mótun nýs samfélags, með breyttri forgangsröðun og nýju vinnulagi, má ekki vera í höndum þeirra sem hafa stýrt þjóðinni undanfarin ár.

Óhjákvæmilegt er annað en að Sjálfstæðisflokknum, fremur en öðrum, verði hegnt fyrir þetta hrun. Og það verðskuldað eftir samfellda sautján ára valdasetu.

Hversu grimmileg refsing Sjálfstæðisflokksins verður er hins vegar að töluverðu leyti í hans eigin höndum. Það mun velta á uppgjörinu sem hlýtur að fara fram innan raða hans.

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur haft sæmilega mótaða sýn og stefnu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru. Byggir sú stefna bæði á efnahagslegum forsendum og hugsjónum um hvar Ísland á að velja sér stað í samfélagi þjóðanna.

Það þótti mörgum heldur klént þegar Samfylkingin lét Sjálfstæðisflokkinn komast upp með að festa í stjórnarsáttmálann innihaldsrýran kafla um afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Samfylkingin hefur að auki látið yfir sig ganga ítrekaðar yfirlýsingar forystumanna Sjálfstæðisflokksins um að ekki sé tímabært að velta fyrir sér aðild. Í þeirri stöðu sem nú er uppi er rétt að skoða þann stóra hóp sjálfstæðismanna sem hefur aðra skoðun en opinberu flokkslínuna.

Mikill og vaxandi Evrópuáhugi hefur verið innan samtaka sem hafa sögulega verið í lykilhlutverki í baklandi Sjálfstæðisflokksins. Þetta á við um Félag íslenskra stórkaupmanna, Samtök iðnaðarins og síðast en ekki síst Samtök atvinnulífsins, sem hafa að auki verið einhver harðskeyttasti gagnrýnandi Seðlabankans undanfarin misseri.

Innan þessara samtaka eru áhrifamiklir sjálfstæðismenn sem voru fyrir löngu búnir að gera sér grein fyrir því að íslenskt efnahagslíf var vaxið upp úr allt of litlum fötum krónunnar. Þessir menn sitja nú uppi með að hafa leyft þeim að ráða ferðinni sem lofsungu sveigjanleika sjálfstæðrar peningamálastefnu og mikilvægi krónunnar. Sú ferð hefur nú endað með stórkostlegum hörmungum fyrir íslenska þjóð.

Bróðurpartur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur stutt þessa stefnu og er fyrir vikið að vakna upp við hugmyndafræðilegt gjaldþrot. Tími þeirra sem hafa haldið fram öðrum sjónarmiðum innan flokksins hlýtur að vera runninn upp. Ef þeir láta ekki sverfa til stáls verður litlu að fagna á áttatíu ára afmæli Sjálfstæðisflokksins á næsta ári.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

16 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ok gott og blessað. Evrópusambandið er the shizzle.

En að Evrunni undanskilinni, (sem er að sjálfsögðu einn stærsti factorinn) hvers vegna eigum við að ganga í Evrópusambandið.

Evópusambandið er eitt risastórt batterí þar sem stórar ákvarðanir eru látnar gilda fyrir öll sambandslönd.

Ég er ekki að segja að þessar ákvarðanir séu slæmar, ég er frekar að benda á hve víðtækar þær eru.

Ef við förum aðeins í kjarna þess sem það er að vera frjáls, bæði sem einstaklingur og sem þjóð, hlýtur eitt megin þema þess að vera það að geta borið ábyrgð á eigin gjörðum, góðum eða slæmum.

Hér er ekki verið að halda því fram með þjóðarrembingi að Íslendingar séu betri en aðrar þjóðir, heldur er ég einfaldlega að spyrja mig, hversu dýru/ódýru verði erum við tilbúin að selja sjálfstæði/frelsi okkar sem þjóðar og hversu dýru/ódýru verði erum við tilbúin að selja hluta af sjálfstæði/frelsi okkar sem einstaklingar, með það til hliðsjónar hve margar ákvarðanir eru teknar í risaatkvæðagreiðslum í ESB.

Er hinn efnahagslegi ávinningur til skamms tíma svo mikill að við sem einstaklingar í þjóð erum tilbúnir að fórna sjálfsákvörðunarréttinum.

Fjármálakreppan er einnig í Evrópu svo dæmi sé tekið. Bretar sérstaklega auk fleiri þjóða eru í hrikalegum málum þó ástandið sé verst á Íslandi eins og málin standa.

Evrópusambandið leysir ekki allan vanda. Íslendingar ættu ekki minnstu möguleika á því að hafa áhrif á þær efnahagsaðgerðir sem gripið væri til. Hver veit nema Íslenska bankakerfið hefði orðið nauðsynlegur fórnarkostnaður í aðgerður ESB. Fjöldi banka um alla Evrópu hefur þurft að fara á hausinn eða orðið ríkisvæddur.

Ég bendi bara á þetta til þess að undirstrika smæð þjóðarinnar í slíku risa batteríi.

Blindni Sjálfstæðisflokksins á þessa umræðu er skammarleg og ég er ekki að taka hanskann upp fyrir hann.

Þetta er eingöngu pæling fyrir okkur sem erum illa töff gaurar.

kv. Keðjan.

22 október, 2008 02:47  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

1. ,,Fjármálakreppan er einnig í Evrópu svo dæmi sé tekið. Bretar sérstaklega auk fleiri þjóða eru í hrikalegum málum þó ástandið sé verst á Íslandi eins og málin standa.
Evrópusambandið leysir ekki allan vanda. Íslendingar ættu ekki minnstu möguleika á því að hafa áhrif á þær efnahagsaðgerðir sem gripið væri til. Hver veit nema Íslenska bankakerfið hefði orðið nauðsynlegur fórnarkostnaður í aðgerður ESB. Fjöldi banka um alla Evrópu hefur þurft að fara á hausinn eða orðið ríkisvæddur."

Ríkin hafa reyndar verið að taka ákvarðanir hvert fyrir sig þó að auðvitað hafi farið fram heilmikil umræða um sameiginlegar aðgerðir, meðan að mörg ríki hafa verið í mjög svipuðu rugli og við að þá hafa þessi ríki evruna og ef að við værum með þennan sama gjaldmiðil að þá værum við álíka stödd og mörg þeirra en ekki þriðja heims ríki :)

2. ,,Evópusambandið er eitt risastórt batterí þar sem stórar ákvarðanir eru látnar gilda fyrir öll sambandslönd.
Ég er ekki að segja að þessar ákvarðanir séu slæmar, ég er frekar að benda á hve víðtækar þær eru."

Þetta er ekki alveg rétt, margar stórar ákvarðanir eru látnar ganga fyrir öll sambandslönd en aðrar ekki og margar af þeim tökum við einmitt upp í gegnum EES samninginn.

3. ,, Ef við förum aðeins í kjarna þess sem það er að vera frjáls, bæði sem einstaklingur og sem þjóð, hlýtur eitt megin þema þess að vera það að geta borið ábyrgð á eigin gjörðum, góðum eða slæmum.

Hér er ekki verið að halda því fram með þjóðarrembingi að Íslendingar séu betri en aðrar þjóðir, heldur er ég einfaldlega að spyrja mig, hversu dýru/ódýru verði erum við tilbúin að selja sjálfstæði/frelsi okkar sem þjóðar og hversu dýru/ódýru verði erum við tilbúin að selja hluta af sjálfstæði/frelsi okkar sem einstaklingar, með það til hliðsjónar hve margar ákvarðanir eru teknar í risaatkvæðagreiðslum í ESB.

Er hinn efnahagslegi ávinningur til skamms tíma svo mikill að við sem einstaklingar í þjóð erum tilbúnir að fórna sjálfsákvörðunarréttinum."

Einhver myndi nú segja að eftir síðustu 20 ár hefðum við sýnt efnahagslega og pólitískt að við höfum ekkert að gera með sjálfsákvörðunarrétt :)
Ef að ríkið væri einstaklingur að þá væri löngu búið að svipta hann öllum réttindum :)
En grínlaust að þá er þetta umræðan sem átti sér stað þegar að EES samningurinn var samþykktur, við erum fyrir löngu búin í reynd að semja af okkur fullveldið og sjálfsákvörðunarréttinn að mestu og efnahagslegur ávinningur er til langs tíma sérstaklega fyrir almennning.
Margir eru ennþá að tala um þetta fullveldi þjóðarinnar en gera ekki greinarmun á milli hins formlega fullveldis (plast fullveldi sem notað er í hátíðarræðum) og hins raunverulega fullveldis sem er að stóru leyti komið inn í evrópusamrunann.
Í ESB gætum við þó haft rödd, greitt atkvæði um það sem við tökum nú þegjandi og hljóðalaust upp og fengið efnahagslegan stöðugleika með evrunni í kaupbæti, að óupptöldum styrkjum næstu árin þar sem við verðum væntanlega þróunarríki :)

Þá er óupptalin hagkvæmni stærðarinnar sem hefði góð áhrif á þær greinar sem nú þegar eru ekki undir ESB t.d. landbúnaður, þar myndi svo almenningur aftur græða á vöruverði... þegar gengið væri aftur orðið eðlilegt og við búin að taka upp evru.
Með evrunni myndu svo erlendir bankar láta sjá sig hér og þá gæti almenningur hætt að láta íslensku bankana kúga sig.

Við erum því ekki einungis að tala um efnahagslegan stöðugleika í gegnum evruna heldur aukna möguleika í innflutningi og útflutningi, neytendur fengju lægra matvælaverð og væru lausir undan dýrasta landbúnaðarkerfi í heiminum (já landbúnaðarkerfi ESB er ódýrara), íslenskir bankar fengju aðhald og lýðræðishallinn myndi minnka (þar að auki hefur lýðræðishallinn innan ESB verið að minnka á meðan lýðræðishallinn hefur verið að aukast á Íslandi).

Að lokum er þó rétt að minna á það að Evrópusambandið er ekki Disney land þar sem allir eru endalaust í hamingjuvímu og samningurinn sem við fáum verður ekki gallalaus. Við erum hins vegar í svo slæmum málum að við megum hreinlega þakka fyrir það ef að Evrópusambandið hleypir okkur inn og það sem fyrst, stjórnmálamenn og bankaspekúlantar eru búnir að skíta þannig upp á bak að án smúlunnar frá ESB að þá verðum við óskeind næstu ár og áratugina.
Kíktu á viðtalið við Jón Baldvin í Silfrinu, sennilega það vitulegasta sem nokkur stjórnmálamaður hefur sagt á Íslandi síðan hann sjálfur færði okkur EES samninginn.

Það er hægt að krossfesta hina seku þegar að um hægist en nú er ráð að banka uppá og fá húsaskjól þar sem við eigum heima - Ísland í ESB!

Kveðja Evrópu-Bjarni.

22 október, 2008 04:52  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

PS. Ef að við horfum á löndin sem eru í ESB t.d. Frakkland og þau sem eru að sækja um t.d. Tyrkland að þá er nóg af löndum þar sem þjóðrembingurinn er meiri en á Íslandi og þess vegna ættum við að spyrja okkur af því hvers vegna þessar þjóðir vilja vera í sambandinu, hvað með fullveldi þeirra og af hverju ekkert ríki sem hefur gengið inn í ESB hefur farið út úr því.
Ef að það er eitthvað sem við höfum lært af þessari skitu uppá bak síðustu vikur sem nú er raunin að þá er það að við erum engin yfirburðarþjóð og ættum að líta í kringum okkur eftir samvinnu og samstarfi - hinn möguleikinn er hið mjög svo fullvalda ríki Norður Kórea :)

22 október, 2008 05:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já ég er sammála vidda um að blindni xD sé skammarleg. Ég er líka sammála að þessi sjálfstæðisumræða og þjóðrembingur eru ekki góð rök. Hérna hefur ríkt óstjórn í allt of langan tíma, auðvitað eigum við að notfæra okkur það sem við getum lært af þessum gömlu lýðræðisþjóðum í kringum okkur. Það hefur sannast að gamlir bekkjafélagar úr MR eru ekki færir um að stjórna Íslandi... ég set líka spuringarmerki við hvort það sé miðkið lýðræði við það yfir höfuð.

Ég set spuringarmerki við það hvort það sé eðlilegt að Ísland skuli vera eina vestræna ríkið sem hefur ekki haft þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.. hvar er lýðræðið þar. Þessir MR-ingar eru búnir að dímónesa ESB nógu lengi. Það er ekki að virka.. nú er nóg komið. Hvað töpum við á að fara í samingarviðræður og sjá hverir kostir okkar eru?.. slæmir kostir: gleymum þessu. góðir kostir: let's do it.

Hérna er önnur fáránleg staðreynd.. Þýskaland var tilbúið að gefa þýska-markið upp á bátinn fyrir Evruna. En að gefa frá okkur krónuna nei það er brjálaði. Kannski að núverandi peningarstefnan Ísland sé dæmi um þetta mikilvæga stjálfstæði sem er alltaf minnst á.. það hefur aldeilis reynst okkur vel eða hitt-ó-heldur.

Ef einstrengisháttur xD heldur áfram þá eigum við eftir að öfunda N-Kóreu.

ciao,
ivar

22 október, 2008 16:05  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hmmm. Mér finnst umræðan um frelsi einstaklingsins eiga jafn vel við núna og áður en við tókum upp EES samninginn.

Þó niðurstaðan hafi orðið sú að EES samningurinn hafi reynst okkur happadrjúgur, þýðir það ekki að þar með sé umræðan um hann sé búin.

Að auku tel ég klárlega vera eðlismun á því að vera þátttakandi í einhverjum samningi sem hægt er að bakka út úr og að vera í ESB sem ekki er hægt að bakka út úr.


Ef við höfum trú á lýðræði á Íslandi, hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þeim slæmu stjórnarháttum sem vaða uppi. Stjórnkerfið allt þarf að fara í uppstokkun. Svo dæmi sé nefnt er athyglisvert að dýralæknir geti orðið fjármálaráðherra. (Þó eflaust geti hann farið ofan í saumana á hlutunum og krufið málin til mergjar).

Ég tel hins vegar slæma stjórnendur ekki endilega vera hluta af ástæðu þess að við ættum að ganga í ESB. Það vandamál verður enn til staðar þó við séum í ESB.

Lýðræðishallinn er eðli málsins samkvæmt mikill í ESB og því lengra sem er á milli ákvörðunarvaldsins og þegnanna því þunglamalegra verður lýðræðið. Það finnst mér skipta mestu.

Auðvitað skiptir miklu máli að ráða yfir þeim auðlindum sem mikið er talað um að séu leið okkar úr kreppunni.

Ég sé því hlutina svona. Við erum að gefa frá okkur ákveðið neitunarvald með því að ganga í ESB. Neitunarvaldi sem við höfum í worst case scenarion með EES samningnum. Þ.e.a.s. við þurfum ekki að vera aðilar að honum.

Þetta er veigamikill þáttur í allri umræðu sem mun fara fram á næstunni.

Ég tel hins vegar líklegt að histerísk einstrengisleg umræða um ESB sé í vændum. Hún mun leiða til þess að við göngum í ESB.

Niðurstaðan kann að reynast heilladrjúg fyrir Ísland. Í rauninni heillar Evran mikið og ég veit að hnattvæðingin blívar.

En er hún eini kosturinn og ef svo er, er það nægileg ástæða til að ganga í sambandið. Hugsanlega.

Hins vegar er í það minnsta svolítið athyglisvert að hugsa til þess að auðlindir landsins verði ekki í höndum Íslendinga.

Ef olía finndist við Íslandsstrendur. ( sem ekki er ómögulegt) væru allir að hlæja að bankakreppunni og talandi um hve mikið krútt hún væri, krónan væri sterk o.s.frv.

Það sýnir að þó við séum búin að drulla upp á bak, er erfitt að taka ákvarðanir út frá okkar sjúku tímum.

22 október, 2008 17:28  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

1. Ég er ekki alveg að ná þessu á hvaða hátt á frelsi einstaklingsins við jafnt og þá?

2. ,,Að auku tel ég klárlega vera eðlismun á því að vera þátttakandi í einhverjum samningi sem hægt er að bakka út úr og að vera í ESB sem ekki er hægt að bakka út úr."

Hver segir að það sé ekki hægt að bakka út úr ESB?

3. ,,Ég tel hins vegar slæma stjórnendur ekki endilega vera hluta af ástæðu þess að við ættum að ganga í ESB. Það vandamál verður enn til staðar þó við séum í ESB."

Það er reyndar rétt en völd þeirra eða réttara sagt alvald þeirra yrði skert - m.a. peningamálastefnan.

4. ,,Lýðræðishallinn er eðli málsins samkvæmt mikill í ESB og því lengra sem er á milli ákvörðunarvaldsins og þegnanna því þunglamalegra verður lýðræðið. Það finnst mér skipta mestu."

Lýðræðishallinn innan ESB er minni en á Íslandi og er að minnka á meðan að hann hefur verið að versna hér á Íslandi þar sem Framkvæmdarvaldið fer líka með löggjafarvaldið og ræður dómsvaldið (oftar en ekki með vafasömum hætti). Viðkvæðið á Íslandi síðustu 20 ár héfur verið ábyrgðarleysi og að fólk geti kosið eitthvað annað ef þeim mislíkar spillingin og bullið.

5. ,,Ég sé því hlutina svona. Við erum að gefa frá okkur ákveðið neitunarvald með því að ganga í ESB. Neitunarvaldi sem við höfum í worst case scenarion með EES samningnum. Þ.e.a.s. við þurfum ekki að vera aðilar að honum.
Þetta er veigamikill þáttur í allri umræðu sem mun fara fram á næstunni.
Ég tel hins vegar líklegt að histerísk einstrengisleg umræða um ESB sé í vændum. Hún mun leiða til þess að við göngum í ESB."

Hvaða neitunarvald höfum við með EES sem við höfum ekki innan ESB?
Umræðan um ESB hefur hingað til verið histerísk og einstrengingsleg og hefur einungis verið umræða um umræðuna - Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn hafa haldið landsmönnum í gíslingu vegna hræðslunnar um að flokkurinn klofni. Á meðan vill meirihluti kjósenda í öllum flokkum að við förum í aðildarviðræður - talandi um lýðræði :)
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að hafa að minnsta kosti 10 ár til að taka ákvörðun um ESB, bæði þar sem Framsókn voru jákvæðir fyrir aðildarviðræðum og Samfylkingin studdi hana - en eru nú fallnir á tíma og búnir að renna á rassgatið í þessu máli eins og flest öllum öðrum málum.

6. ,,Niðurstaðan kann að reynast heilladrjúg fyrir Ísland. Í rauninni heillar Evran mikið og ég veit að hnattvæðingin blívar.
En er hún eini kosturinn og ef svo er, er það nægileg ástæða til að ganga í sambandið. Hugsanlega.
Hins vegar er í það minnsta svolítið athyglisvert að hugsa til þess að auðlindir landsins verði ekki í höndum Íslendinga.
Ef olía finndist við Íslandsstrendur. ( sem ekki er ómögulegt) væru allir að hlæja að bankakreppunni og talandi um hve mikið krútt hún væri, krónan væri sterk o.s.frv."

Ég taldi nú upp töluvert fleiri jákvæð atriði að ofan en eingöngu evruna :)
Hvaða auðlindir væru ekki í höndum Íslendinga?
Ef að olía myndi finnast við Íslandsstrendur þá yrði hún ekki hirt af Íslendingum, annars væri engin umræða í Noregi um að ganga í sambandið ef að Ísland gerir það.
Varðandi sjávarútveginn að þá verðum við að sjá hvað gerist í aðildarviðræðum, það er hreinlega bull að segja að smáþjóðum hafi aldrei verið gefin sérákvæði og varðandi sjávarútvegsstefnu sambandsins að þá er ljóst að það eru fiskiþjóðir sem stjórna henni og við verðum væntanlega í forystu þar auk þess sem engin önnur lönd hafa reynslu af fiskveiðum í lögsögu Ísland.

Samt er það þannig að staða okkar er þröng, þar sem við vorum ekki búin að drulla okkur inn í sambandið á meðan staða okkar var góð. Það er líka skandall og gerir ekki samningarstöðunni gott hve evrópuumræðan hefur verið lítil og henni ýtt áfram með orðum á borð við að ,,ótímabært sé að tala um aðildarumræðu" og nú sitjum við í vítahring, með slæma samningastöðu og nánast enga evrópuumræðu - það er ekki fallegt þegar á reynir.
Við höfum kost á ESB aðild eða að sitja áfram föst og bíða þangað til að sökkva endanlega í forarpyttinn - öll framtíðarsýn um að við finnum olíu á morgunn eða að við vöknum upp við það að Esjan sé orðin að gulli á hreinlega ekki við á meðan að við erum að drukkna.
Nú ef að ESB reynist slík hörmung eins og áróður heimastjórnarmanna telur að þá göngum við úr sambandinu þegar að betur árar og við höfum eitthvað plan en á meðan að við erum að drukkna að þá höfum við ekki efni á að velja á milli skipa sem bjarga okkur, sérstaklega þegar það er aðeins eitt skip á svæðinu :)
(Ánægður með þetta sjóaratal?)

Ástarkveðja Bjarni Þór.

23 október, 2008 01:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gat nú verið að þíð væruð byrjaðir að predikera fyrir Evrópusambandinu enn eina ferðina :-)

Ef við hefðum verið í Evrópusambandinu og haft evruna þá hefði það ekki haft nein áhrif á þetta bankahrun okkar nema það að það hefði verið ennþá stærra! Bankarnir okkar hefðu haft greiðari aðgang að ENN meira lánsféi til að láta falla á þjóðina og við hefðum verið með Sarkosy/Gordon Brown og fleirri vitleysinga í stað Davíðs Oddsonar og Grinch Haarde. Ekki það að ég sjái mun á þessum kúkum og skítseyðum. En hvaða hagsmuni eigum við sameiginlega með Tyrklandi/Rúmeníu etc...

Ég styð heilshugar sterkari gjaldmiðil, norska krónu, svissneska franka eða rússneskar rúblur en að deila ákvörðunartöku um hagsmuni Íslendinga með Sarkosy nei takk. Að þið haldið að við séum með einhvern atkvæðarétt þá er það 1 atkvæði gegn 15.000 sem eins og allir vita vegur lítið gagnvart hagsmunum Frakklands og Þýskalands.

En eins og Tjörvi bendir réttilega á þá hefur ekkert verið lagt fram kosti og galla þess að ganga inn í ESB, þar sem ða ýmis ríki hafa fengið undan þágur vegna hins og þessa. En til þess að það verði gert verður ríkisstjórnin að lýsa yfir einhug á aðildarviðræðum því ESB nennir ekkert að eyða púðri í að kynna okkur fyrir starfsemi þeirra held ég...

ESB er engin töfralausn á einu eða neinu, þetta er bara enn eitt pólitíska viðrinið sem hefur hagsmuni eins og hin öll. Pólitík er verkfæri djöfulsins og holdgervingur hans er Davíð Oddson

23 október, 2008 15:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

byrjar þetta vinstri græna kjaftæði... já flott gerum ekkert frábært.

23 október, 2008 15:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Af hverju stofnið þið ekki hreyfingu, þið stjórnmálagervingar sem tuðið hérna á síðunni, þar gætuð þið skrifað í blöðin, mótmælið, hengið upp veggspjöld osfrv. Svo út frá því er hægt að skipuleggja flokk enda ekki hægt að hafa þessa pappakassa lengur við stjórnvöl. Alla veganna bjallið í mig ef úr verður ég skal splæsa jólabjór þegar ég mæti á fund um jólin.
kv bf
jú og jólaöl handa bjarna

23 október, 2008 18:28  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Hver skrifar þetta?: ,,Ef við hefðum verið í Evrópusambandinu og haft evruna þá hefði það ekki haft nein áhrif á þetta bankahrun okkar nema það að það hefði verið ennþá stærra! Bankarnir okkar hefðu haft greiðari aðgang að ENN meira lánsféi til að láta falla á þjóðina og við hefðum verið með Sarkosy/Gordon Brown og fleirri vitleysinga í stað Davíðs Oddsonar og Grinch Haarde. Ekki það að ég sjái mun á þessum kúkum og skítseyðum. En hvaða hagsmuni eigum við sameiginlega með Tyrklandi/Rúmeníu etc...

Ég styð heilshugar sterkari gjaldmiðil, norska krónu, svissneska franka eða rússneskar rúblur en að deila ákvörðunartöku um hagsmuni Íslendinga með Sarkosy nei takk. Að þið haldið að við séum með einhvern atkvæðarétt þá er það 1 atkvæði gegn 15.000 sem eins og allir vita vegur lítið gagnvart hagsmunum Frakklands og Þýskalands."

Fyrst skal nefna að Tyrkland er ekki ennþá í ESB og við höfum ekki efni á því á meðan við erum sjálf orðin þriðja heims ríki að gera lítið úr Rúmenum.
En það er alfarið rangt
að bankahrunið hefði orðið verra innan ESB vegna þess að þá værum við ekki að díla við gengishrunið og þá væru skuldir Íslendinga ekki eins miklar og þær eru í dag - t.d. húsnæðislán helmings þjóðarinnar. Auk þess hefðum við þurft að uppfylla skilmála Maastricht og þá hefðum við ekki getað haldið uppi þessari fáránlegu vaxtarstefnu sem dregið hefur spákaupmenn til landsins.
Þar fyrir utan er það ekki ESB eða EES sem er vandamálið. Vandamálið var skortur á regluverki hér á Íslandi þegar að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru hér við völd.

Svo er málið að ESB er ekki svo einfalt að atkvæðarétturinn sé alltaf 1 á móti 15.000 þar sem hagsmunir allra ríkja ligja ekki í einstaka málum, um stærstu hagsmuni Íslendinga myndi væntanlega gilda nærvald og Þjóðverjar og Frakkar eru ekki að skipta sér að fiskveiðistjórnun.
Hins vegar þar sem atkvæðaréttur Íslands telur lítið að þá er það framför frá núverandi ástandi þar sem Íslendingar ráða engu um alla þá löggjöf sem send er frá ESB og við tökum upp hljóðalaust.
Við höfum því ennþá tvo möguleika að kafna í drullunni sem við erum föst í eða að fara í aðildarviðræður, ég sagði það líka hér að ofan að ESB væri engin töfralausn en hún er eina lausnin í stöðunni og hagsmunir almennings er best borgið innan þeirra eins og staðan er í dag - leiðinlegt að við þurfum að sjá fram á gjaldþrot áður en við áttuðum okkur á því.

Kveðja Bjarni Þór

23 október, 2008 22:50  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Af hverju stofnið þið ekki hreyfingu, þið stjórnmálagervingar sem tuðið hérna á síðunni, þar gætuð þið skrifað í blöðin, mótmælið, hengið upp veggspjöld osfrv. Svo út frá því er hægt að skipuleggja flokk enda ekki hægt að hafa þessa pappakassa lengur við stjórnvöl. Alla veganna bjallið í mig ef úr verður ég skal splæsa jólabjór þegar ég mæti á fund um jólin.
kv bf
jú og jólaöl handa bjarna

24 október, 2008 08:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu Bjarni minn ég gleymdi að skrifa undir en gastu nú ekki séð það á uppörvandi málefnanlegu skrifum Tómasar að þetta var ég Steingrímur J.

Fyrst skal nefna að ég var ekki að reyna að gera lítið úr Rúmenum, Tyrkir eru á leiðinni inn og ég hefði því átt að nota Grikkland eða Kýpur. Punkturinn sem ég var að reyna að koma út úr mér, er að ég er ekkert hrifinn af svona risavöxnum stjórnunarbatterýum, þar sem þarf að taka tillit til allra aðila innan sambandsins og hlutirnir gerast hægt. Hversu lengi helduru að það hefði tekið ESB til dæmis að samþyggja eftirlaunafrumvarp Davíðs ? - Það hefði haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér :)

Punkturinn um að hlutirnir hefðu jafnvel getað verið verri hafði ég eftir einhverjum hagfræðingi(sem ég mun reyna að finna nafnið á aftur) sem sagði að sem betur fer hefðu íslensku bankarnir hrunið núna því ekkert sem þeir voru að gera sýndi fram á að þeir væru að hægja á sér eða undirbúa sig undir vörn. Sá hinn sami sagði að þá hefðu þeir (með evrunni hérna) bara haft ennþá meiri aðgang að lánsfé'i.

Bara svo við höfum hlutina á hreinu þá er gengið/gjaldmiðillinn eitt og ESB annað í mínum huga. Það er alveg á hreinu að það þarf að koma þessari krónu fyrir kattarnef það er bara hægt að gera það á fleirri vegu en að hlaupa inn í ESB.

Stýrivextir í Ungverjalandi(sem eru innan ESB) eru til dæmis 11.5% ekkert svo óháðir okkar þannig að ég veit ekki hvernig þessir skilmálar Maastricht ná yfir vaxtastefnu aðildarríkja en þeir eru alla vega ekki að neyða Ungverja til að gera hlutina neitt öðruvísi en við.

Síðan hittiru bara naglann beint á höfuðið hérna elsku vinur minn: "Þar fyrir utan er það ekki ESB eða EES sem er vandamálið. Vandamálið var skortur á regluverki hér á Íslandi þegar að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru hér við völd."

Reyndar hef ég áhyggjur af því að þessir sömu ráðamenn hafa verið að tala um það að vegna löggjafar EES þá hafi þeir ekki getað með lögum bannað bönkunum að vaxa svona og starfa eins og þeir gerðu. FME Íslands sem og Bretlands samþykktu starfsemi IceSave sem er mér gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig var hægt. Ef við hefðum ekki skuldir IceSave á bakinu þá værum við í svo miklu betri málum en við erum í í dag það er svo einfalt.

Já ég veit að ESB er ekki svo einfalt að það sé alltaf 1 á móti 15.000 eða hvernig sem maður vill búa til slæma myndlíkingu. Ég var bara að reyna að koma því frá mér að ESB væri engin töfralausn eins og svo margir tala um hana. Ég persónulega hef ekki myndað mér skoðun á því hvort ESB sé málið eða ekki, ég hef ekki séð næg gögn til að getað myndað mér þá skoðun. Hvað verður um fiskimiðin, hvernig fengum við að koma að ákvörðunartökum um þau? Hvernig færi fyrir landbúnaðinum? Nú styrkir ESB landbúnað alveg gríðarlega, gætum við ekki bara hagnast á því einhvern veginn? Eða mun landbúnaður leggjast af hérna?
Ég styð það heilshugar að fara í aðildarviðræður og sjá hvernig ESB sér okkur einnan þess, síðan þurfum við bara að kjósa.

Til að mynda þá hafa Normenn hafnað ESB tvisvar, þeir hafa hins vegar sterkan gjaldmiðil(eins og ég sagði áðan þá er það bara annað en ESB þarf ekki að haldast í hendur) en norska þjóðin hafnaði ESB samningnum. Núna eru sífellt að heyrast háværari raddir í UK um að þeir vilji að hætta í ESB, má þar nefna að Daily Express var með skoðunnarkönnun þar sem að 95% þáttakenda vildu hætta í ESB:
http://www.express.co.uk/posts/view/52432/95-say-quit-the-EU-
Þar í landi er fólk óánægt með það hversu ólýðræðislega ESB hagar sér og það hlustar ekki á niðurstöður þjóðaratkvæða aðildar ríkja. Írar, Hollendingar og Frakkar kusu öll gegn Lisbon Treaty sem ég veit ekki hvað inniheldur nákvæmlega eitthvað um að færa völdin lengra frá þjóðunum sjálfum og nær ESB regluverksins og til að koma málum fyrr í gegn þar ætla þeir að fækka ákvörðunartökum úr 27 í 18. Ég veit að þetta er gríðarleg einföldun hjá mér.
Þannig að ég held að það sé óhætt að segja að ESB er engin töfralausn og ekki eru öll dýrin þar vinir í þeim skógi. Hins vegar þar sem að við þessi heimska þjóð kaus Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson aftur og aftur þá er okkur engin vorkun að liggja í drullunni aðeins og velta okkur upp úr henni. Ég er sammála þér að líklega er eina leiðin okkar út úr þessari drullu ESB og vonandi reynist hún okkur betur en stjórnun hér heima undan farin 17 ár eða svo... Áfram ESB ! (kannski vil fá samning í hendurnar)

Kveðja,
Baldur J.

24 október, 2008 10:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég kýs drulluna (:

En að öllu gríni slepptu, er ég ekki andvígur ESB aðild, mig langaði bara að benda á nokkra átaksfleti.

Ég er hins vegar engan veginn búinn að gera það upp við mig hvort aðild að ESB sé málið. Það kemur sennilega eftir að við förum inn í sambandið.

Fyrir utan það held ég að Bjarni Fritz hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann talaði um að menn ættum að stofna einhver töffarasamtök.

T.d. SÍFELLTÞRAS

Samtök íslenskra fegurðarkóngaer leiða lifandi tjáningu þroskaðrar stjórnmálaumræðu.

24 október, 2008 11:02  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Djöfull er gaman að sjá einhvern frá VG skrifa hér :)

1. Það væri gaman að fá nafnið á þessum hagfræðingi og hvernig hann sagði þetta nákvæmlega, því að ég reinlega trúi því ekki að innihaldið væri það að við værum verr stödd innan Evrópusambandsins með evru en án þess ef gefnar væru sömu forsendur.

2. Málið er það að allir aðrir möguleikar hafa verið slegnir út af borðinu af fræðimönnum þegar að kemur að öðrum myntum og ég held að flestir þingmenn séu búnir að sætta sig við það að hvorki sam norrænn gjaldmiðill eða upptaka svissnesk franka kemur til greina. Eftir stendur að halda í íslensku krónuna eða taka upp evru og ekkert hefur bent til þess að við getum tekið hana upp án inngöngu í ESB.

3. Ég tek þessum orðum þínum sem sönnum um Ungverjaland og ef svo reynist að þá kemur það mér á óvart, það eru reyndar ekki nema 4 ár síðan landið gekk í ESB og sambandið vildi klára af austur Evrópu. Hvað fóru annars stýrivextir hæst hér? 15,5%?
En málið snýst ekki einungis um vaxtastefnuna og hér er ágæt grein eftir Árna Helgason (sjálfstæðismann sem hefur ekki verið neinn sérstakur Evrópusinni)
um skilyrði Maastricht:
http://deiglan.com/index.php?itemid=12273

4. Varðandi það að hitta naglann á höfuðið að þá lýsir það ástæðunni fyrir því hvers vegna við erum svona illa stödd, það sem við getum hins vegar lært af því af öðrum þjóðum er að þó að menn fari of geyst (sem er vægt til orða tekið og gerist vonandi aldrei aftur með sama móti) að þá hefðum við verið betur stödd með alvöru gjaldmiðil og værum þá væntanlega ekki að berjast við önnur atriði á borð við tryllta verðbólgu - eða í það minnsta ekki nærum því eins mikla.

5. Ég verð að segja að yfirlýsingar þeirra sem segja að löggjöf frá ESB hafi gert þá valdslausa í útrás bankanna er afar aum og það jafnvel þó litið sé framhjá því að ekkert regluverk var sett. Þetta er það sem kallast að fría sig af ábyrgð, stjórnmálamenn og eftirlitsstofnanir voru hreinlega algjörlega sofandi.

6. Ástæðan fyrir pirring mínum að hluta er einmitt sá að þeir sem áttu að halda utan um Evrópuumræðuna hafa ekki gert það almennilega og þess vegna þurfum við að spyrja spurninga á borð við hvað með sjávarútveg og landbúnað og það á meðan við erum að sökkva.
Auðvitað er enginn að fara að samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu ef að fiskimiðin yrðu tekin af okkur en ég held að ansi margir myndu segja já við hverju sem er eingöngu til að fá ódýrari landbúnaðarvörur og hætta að borga 14 milljarða á ári í íslenskt landbúnaðrkerfi :)
En ég held einmitt að íslenskir bændur séu einmitt of litlir í sér til að taka þessari áskorun því það er stór markaður í Evrópu fyrir gæðavörur jafnvel þó að hún sé rándýr. En það er auðvitað miklu þægilegra að vera undir verndarvæng ríkisins og þiggja endalausa styrki sem falla á skattgreiðendur í stað þess að gera hlutina sjálfir á frjálsum markaði :)

7. Já Norðmenn hafa hafnað en íslenska þjóðin hefur aldrei fengið tækifæri hvorki til að segja já né nei. Umræðan hefur hins vegar oft snúist um það að ef að Ísland myndi ganga í ESB að þá myndu Norðmenn gera það líka, því þá væri EFTA sama sem dautt.
Það er nú magnað ef að Hr. VG sé byrjaður að lesa Daily Express sem er eitt íhaldssamasta hægri blað Bretlands, ef ekki það allra íhaldssamasta og það kemur ekki á óvart þó að þetta sé niðurstaðan - ekki frekar en að sama niðurstaða hefði fengist í Þjóðviljanum um úrsögn úr NATO en auðvitað endurspeglaði það ekki þjóðarviljann. Ég hef engar áhyggjur af Bretlandi, þar hafa íhaldsmenn oft verið í stjórn í sátt við evrópusamruna Bretlands.

8. Framþróun ESB í átt að ríkjasambandi á borð við USA beið hnekki með Lisabon sáttmálanum ásamt fleiri atriðum, en það var ekki skipbrot fyrir ESB - heldur kall frá íbúum ákveðina ríkja um að þeir vildu ekki fara svona geyst og nú verður ESB að vinna að nýrri lausn til að gera íbúa Evrópu ánægða með framhaldið... bara ef að lýðræðið væri svona skilvirkt á Íslandi :)
Eftir stendur að ekkert ríki sem hefur samþykkt að ganga í ESB hefur farið þaðan út.

Að lokum er rétt að ítreka það að ég skrifa auðvitað ekki upp á aðild að ESB án þess að sjá aðildarsamning og er ekki að halda því fram að ESB sé töfralausn, enda slík lausn ekki til :)

Ástarkveðja Bjarni.

25 október, 2008 10:32  
Anonymous Nafnlaus sagði...

1. Því miður ég hef googlað og googlað en ég næ ekki að finna hver þetta var. Þetta var í einhverjum sjónvarpsþættinum ég man ekki hverjum nefnilega þar sem að maður er orðinn út úr sýrður af fréttaflutningi síðustu daga. Ég var ALLS ekki að upphefja rökstuðning hans, fannst hann veikur þá og finnst það enn þetta var bara enn einn punktur minn inn í súðuna að ESB er ekki nein töfralausn, sem við virðumst vera sammála um.

2. Vissi það ekki að það væri búið að slá alla aðra möguleika af borðinu fannst einmitt ég nýbúinn að heyra einhvern benda á norsku krónuna; alla vega ég er ekkert persónulega á móti evrunni bara að benda á möguleika sem hægt væri að kynna manni fyrir kostum og göllum.

3. Takk fyrir það. Heimild mín var frétt af BBC.co.uk. Ívar Tjörvi benti mér svo á að þar sem að Ungverjaland væri ekki komið með evruna að þá eru þeir ekki undir Maastricht þannig að það skýrir líklega hvers vegna þeir geta verið með svona háa stýrivexti.

4. Sammála gjaldmiðilinn eykur á vanda okkar, hann jók hins vegar á góðærið okkar þegar að vel gekk, þess vegna vildi enginn gera neitt við hann þegar að vel gekk. Regluverkið í Evrópu var alveg eins aumt og það er hér, Fortis, Northen Rock og margir miklu stærri bankar en íslenzku bankarnir fóru of geyst(vægt) og unnu innan regluverks ESB/EES og áttu svo ekki fyrir bót á rassgati þegar að fór að minnka lánsfé.

5. Á endan bera þeir sem með valdið fara alltaf ábyrgðina. Þá á ég við um bæði þá sem fóru með löggjafarvaldið sem og stjórnuðu bönkunum. Ekki hefur einn einasti kanadíski bankinn farið á hausinn, hvers vegna ætli það sé?

6. Mikið er nú gott að hafa samt þessa bændur okkar núna einmitt sem gæta fært okkur kjöt næstu tvö árin því ekki verður neitt innflutt :) Ég er alveg sammála þér, þeir sem "áttu" að halda utan um Evrópuumræðuna sömdu hana frá sér til þess að komast til valda það er bara svo einfalt. Aumur aumur flokkur. Skamm!

7. Málið er einfaldlega það elsku vinur að ég tel sjálfan mig ekki sem Hr. VG eins og þið viljið oft einfalda það. Ég kynni mér sem langflestar hliðar til að geta tekið sjálfstæða ákvörðun um það með hverju ég vil standa. Ég til dæmis kaus Samfylkinguna 2003(ef fleirri gerðu það en sýndu ekki bara heimska flokka hollustu þá værum við kannski ekki svona illa stödd, xD hefði ekki getað keyrt þessa einræðisstjórn sýna hér í 16 ár). En núna síðast tók ég afstöðu á móti þessari bévítans stóriðju og þrátt fyrir veik loforð eins og svo mörg önnur frá Samfylkingunni um "Fagra Ísland" og fleirra þá hafði ég ekki trú á því og viti menn það er enn einn hluturinn sem þau voru tilbúin að gefa upp til að komast til valda.
Ég geri mér hins vegar alveg grein fyrir því að þetta blað er með agenda, ég googlaði bara "quitting EU" og þá fann ég mikið af greinum frá Bretlandi og Írlandi og ástæðan var alltaf þessi Lisbon Treaty sem virðist einmitt vera að minnka lýðræðið í EU. Er þetta dæmi ekki að vaxa of mikið bara ? Spyr sá sem ekkert veit enda kýs fíflið VG.

8. Þú svarar spurningu minni hér að ofan í lið 8. Takk og afsakið. Er lýðræðið svona skilvirkt í EU ? Hafa þeir ákveðið að bakka með Lisbon Treaty er verið að endurskoða hann ? Eru þeir ekki að keyra hann áfram þrátt fyrir mikil mótlæti, Frakka, Englendinga, Íra og Hollendinga svo eitthvað sé nefnt ?

Að lokum þá er ég þér hjartanlega sammála ég skrifa ekki upp á neitt(né afskrifa) nema að kynna mér það.

Sveita- og loparpeysukveðja,
Baldur J.

26 október, 2008 12:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér finnst Baldur tala af mikilli varkárni hérna og því ber að fagna. Það er oft ekkert sniðugt að upphefja hlutina til skýja né skjóta þá í kaf.

En ástæðan sem Bjarni og ég (þar sem við erum oft á tíðum miklir skoðunar-bræður) erum að setja þrýsting á ESB og jafnvel að setja þrýsting á fólk í kringum okkur að taka afstöðu er einföld.

Ísland hefur áður lent í harðri kreppu (og vissulega önnur lönd líka). Núna sitjum við uppi með skuldir, háa verðbólgu, ónýtan gjaldmiðil. Fólk með há íbúðarlán sem munu sky rock-a á næstu mánuðum. Magir munu kikna undan þessu, verða gjaldþrota eða flýja land etc . Með öllum þeim skelfilegu afleiðingum sem það hefur í för með sér.

En málið er að Ísland gekk í gegnum svipaða hluti um 1981-1984 þá fór verðbólgan uppí 100% fólk steyptist í skuldafen og lífeyrissjóðir fólks urðu að engu. Núna árið 2008 er þetta sama að gerast aftur(jafnvel í enþá skelfilegri mynd).

Það er eins og við lærum aldrei af sögunni heldur erum við dæmd til að endurtaka hana aftur og aftur. Það eru líka mjög sterk tákn á lofti að við ætlum að endurtaka söguna eina ferðina enn.

Segjum sem svo að við segjum gott og vel förum að vilja Geri H. Haarde og höldum bara sama striki og áður. Ekkert ESB rugl og áfram að keyra á minnstu mynteiningu í heimi. Verum núna allveg súper bjartsýn og gefum okkur að við náum að vinna okkur úr vandan og jafnvel upplyfa mikið hagvaxtartímabil aftur. En hvað svo 20-25árum seinna (þegar litlu börnin núna er að fara stofna heimili) BÚMM það sama gerist aftur og við erum aftur kominn á byrjunarreit.

Ég er ekki sérfróður um hagfræði og peningamálastjórnun en ég veit að dollarinn hefur alltaf verið vinsæll gjaldmiðill. Núna er evran komin sem mótvægi við dollaran. Þrátt fyrir að kreppan hafi leikið önnur lönd grátt þá hefur bæði Evran og dollarinn svo sannalega sannað gildi sitt.

En eins og ég sagði líka hérna í fyrra commentinu. Hvað kemur í veg fyrir að við förum í aðildarviðræður við ESB og sjáum hverjir möguleikar okkar eru??????

Og er það sanngjarnt að einn autocrat segi bara nei þið megið ekki sjá hverir möguleikar ykkar eru????

Ívar

26 október, 2008 18:28  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim