mánudagur, október 20, 2008

Kreppumatur - uppskriftin að ánægjulegri kreppu

Íslensk og bandarísk stjórnmál í pistli að neðan.

Það er ánægjulegt að Keðjan sé komin aftur til starfa og ég ákvað að því tilefni að fara lengra með nýjasta pistilinn hans sem ber nafnið ,,Ég tek slátur".
Í þessum pistli leitar Keðjan aftur til fortíðar í gamla ósýnilega skruddu að nafni Aðgerðaráætlun í kreppu og kemst að þeirri niðurstöðu að slátur sé málið.
Slátur vekur hjá mér hlátur (þá grátur) og því ákvað ég að tímabært væri að leggja höfuðið í bleyti um það hvernig breyta mætti þessari ferköntuðu ónýtu Aðgerðaráætlunarskruddu og finna upp matarkreppuhjólið á stafrænu formi fyrir yngri kynslóðir og nútímann. Hér eru frumdrög sem ekki eru endanleg og húsmæður landsins eru beðnar um ráð fyrir piparsveina:

Fyrst af öllu ber að baka sínar eigin pizzur sjálfur, hveiti/heilhveiti, ger og vatn eru ódýr hráefni og það sama má segja um margar grænmetisvörur s.s. lauk, tómat (sem jafnvel má nota í heimatilbúna sósu) og muna að spara ostinn. Þannig er kostnaðinum haldið í lágmarki og færir pizzugerðarmenn vita að heimabakað er betra en heimsent.

Í annan stað ber að nefna þjóðarrétti annarra þjóða t.d. í austur Evrópu, á meðal þeirra Pierogi algjör óþarfi að fara í þorraviðbjóð þó að það sé kreppa, verum áfram alþjóðleg og flott.
Hér má sjá aðra þjóðarrétti og þá er gott að halda sig við þriðja heiminn þar sem notuð eru ódýr hráefni.

Í þriðja lagi er hægt að nota matarafganga gærdagsins með núðlum sem eru afar ódýrar (fyrir þá sem eru of pjattaðir til að borða sama matinn tvo daga í röð) - þá eru ótaldar núðlusúpur, núðlur í tómatssósu og aðrir núðluréttir.

Í fjórða lagi má poppa upp íslenskan kreppumat, lifur í indverskri sósu og hrísgrjón - herramannsmatur fyrir nútímafólk.

Í fimmta lagi: Kjötbollur úr farsi, það er töff og alvöru kartöflumús enda kartöflur ódýrar - sósan líka ódýr (vatn, laukur, teningur og krydd).

Í sjötta lagi er komið að tíma súpunnar. Súpur eru hollar og uppistaðan er vatn. Þær þurfa ekki endilega að vera humar, kjúklinga eða gúllassúpur (að ótaldri hinni íslensku kjötsúpu) það er líka hægt að búa til grænmetissúpu eða ávaxtasúpu. Hér eru nokkrar uppskriftir sem hægt er að prenta út og fara með í Bónus til að sjá hvaða grænmeti og ávextir eru á tilboði til að sem hagstæðast verð fáist fyrir súpulíterinn. Annað sem er gott við súpu er að hana má éta í marga daga án þess að þurfa að elda nokkuð annað.

Í sjöunda lagi geta menn svo bruggað sitt vín og bjór sjálfir, ef þeir treysta sér ekki í að vera edrú í lengri tíma. En best af öllu er auðvitað að sleppa víninu og gosi og nota vatnið sem er ekki eingöngu ódýrt og hollt heldur hentar líka öllum mat og er svalandi.

Í áttunda lagi nú þegar að hægjast fer á fólki að þá má baka allan andskotann og þá er ég ekki að tala um kleinur, piparkökur eða jólaköku heldur fjölmenningarleg brauð og hummus með. Heimatilbúið pasta er líka ódýrt, skemmtilegt og reynir á listræna hæfileika, gott til að sameina fjölskylduna (og þá má ekki gleyma pastasósunni ).

Segjum þetta nóg í bili, verum fjölmenningarleg og töff, við fáum líka nóg af þessum þorraviðbjóði hjá foreldrum, ömmum og öfum okkar á næstunni. Aðrar spennandi og alþjóðlegar hugmyndir eru vel þegnar.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

8 Ummæli:

Blogger Biggie sagði...

Mac & cheese?

Ég gæti lifað á þorramati allt árið, það er á hreinu (fyrir utan súra dótið). Fátt betra en köld lyfrarpylsa, svo er harðfiskur með smjöri auðvitað gull í formi konfekts, enda svipað dýr og gull. Andskotinn hafi það að ég sé búinn með harðfiskinn minn.

Annars er líka gott ráð að kaupa sér bara dunk af muscle milk og éta það þegar maður nennir ekki að standa í einhverju veseni, sem gerist daglega á mínu heimili. Gallinn er að það dugar oft ekki til þannig að maður er sífellt að narta og þá er auðveldara að opna snakkpoka heldur en að fara að þræða hveiti í pastalengjur.

Ég hef einmitt mikið verið að spá í að baka meira þar sem það er bæði gaman og svo er það svo verðlaunandi og uppbyggilegt, þ.e. það er skemmtilegra að borða eigin köku heldur en köku keypta í búð, þó hún sé e.t.v. verri. Gallinn við baksturstillögu þína er sá að ég held að það nenni fáir að baka sín eigin brauð, ávinningurinn er ekki nógu mikill. Ekki nógu mikil ánægja fyrir vinnuna sem því fylgir.

Líst vel á kjötbollurnar (þar ertu aftur farinn að tala eins og Íslendingur) en þessa sósu hef ég ekki heyrt um áður.

Mér finnst undarlegt að þú borðir lifur en ekki slátur. Ég ólst upp við að éta lifur einu sinni í viku þannig að ég get vel borðað það, en það er samt algjör óþverri.

20 október, 2008 06:00  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Lifur í indverskri sósu var hreinlega hugmynd fyrir allra mestu bændurna sem mega ekkert sjá annað en þennan helvítis viðbjóð sem við kölluð íslenska matarhefð og það getur ekki smakkast verr en gamla uppskriftin - svo lokar maður bara augunum og ímyndar sér að þetta sé mjög mjúk kjúklingabringa.
Lifrarpylsa er reyndar ágæt köld með súrmjólk en harðfiskur er eins og setja upp í sig blöndu af tyggjói og munnþurrku með fiskibragði.

Varðandi pastalengjur og brauðbakstur að þá er það auðvitað ekki eins gaman að gera það einn, en spurningin er þá mögulega að samþætta þessa hluti, það má t.d. setja í brauð á meðan pizzan bakast o.s.frv. jafnvel gera nokkur brauð í einu og frysta.

Ástarkveðja Bjarni Þór.

20 október, 2008 06:10  
Anonymous Nafnlaus sagði...

,,stiftamtmaðurinn: andfótbolti?´´

menn gætu alla vega sett fótbolta í gæsalappir og látið gæsirnar keppa þannig við andfótbolta. Kannski ætti andfót-bolti að vera handbolti? eða handfótbolti, handbótfolti, hótbandfolti, á hótel holti - ofurlauna-ælandi í hlaðborðið - hlaðborð sjávarrétta = sjávarborð? hvað er það á annað borð milli vina?

20 október, 2008 22:36  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það er ekki oft sem maður getur ekki svarað commenti. En ég ætla að segja pass að svo stöddu :)

21 október, 2008 04:49  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvernig lýst mönnum á Slizzu. Útflatt slátur með pepparóní, sveppum og lauk.

Gæti brúað bil kynslóðanna auk þess að hjálpa þeim sem yngri eru að aðlagast breyttum aðstæðum.

21 október, 2008 13:17  
Blogger Linda sagði...

haha slizza - Viddi keðja í ham í netheimum...spurning að fara aftur að skrifa pistla, jafnvel brandarabók eða gamansögur;) Ég elska allan íslenskan mat og svið eru uppáhaldið - man einmitt þegar mamma mætti með kjamma til mín til Ítalíu og andlitið ætlaði að detta af vinkonum mínum - þær gáfu mér meira að segja afmæliskort með mynd af litlu lambi og síðan höfðu þær skrifað til hliðar: Please dont eat my brain! góð saga hjá mér...

21 október, 2008 20:58  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Viðar: Mér líst ekki nógu vel á þessa hugmynd. Ástæðan er að reyna að taka þennan íslenska mat og gera hann meira spennandi en ekki að taka alþjóðlegan mat og gera hann verri með íslenskum mat.

Linda: Ekki vera að æsa Viðar upp í þessari þjóðrembu :)
Skemmtileg saga hins vegar, greinilegt að þú hefur búið með siðmenntuðu fólki :)

21 október, 2008 23:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

oZzy moved away some time ago, I miss his
cock, and i am always hungry for intercourse.
FUCK MY PUSSY!

My site ... hcg injections

16 mars, 2013 10:34  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim