miðvikudagur, október 08, 2008

Skúrkar alþjóðahagkerfisins

Á meðan allt brennur og Ísland er í rjúkandi rúst er rétt að benda á þennan þátt um skúrka alþjóðahagkerfisins. Spurningin er hins vegar hvort það eru hinir siðblindu eða þeir sem ekki settu lög um leikreglur sem eru mestu skúrkarnir - sennilega eru einhverjir í báðum hópunum.
Við Seðlabankann er aðeins eitt að segja:

,,If you lose dollars for the firm by bad decisions, I will be understanding…
… if you lose reputation for the firm, I will be RUTHLESS“

Warren Buffett

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

6 Ummæli:

Blogger Biggie sagði...

Davíð Oddsson er náttúrulega algjör meistari.

Ef ég hefði átt hlutabréf í LÍ eða Glitni þá væri það engum nema sjálfum mér að kenna... EN það er óásættanlegt hvernig þessum stofnunum hefur verið stjórnað í gegnum tíðina (sama má segja um KÞ þó þeir standi betur í augnablikinu = heppnari í black jack).

Það er ljóst að það þarf að setja strangar reglur um fjármálastarfsemi á Íslandi (og víðar). Fyrir utan þá augljósu ástæðu að Ísland er lítið hagkerfi þá er staðreyndin sú að a.m.k. 50% bankafólks eru tækifærissinnar í standpínukeppni. Hverju býstu við af slíku fólki? Það er líka í raun fráleitt að geta grætt svo mikið eins og fjármálastofnanir hafa gert án þess að skapa nein verðmæti.

Ég hef umgengist bankafólk í ágætum mæli og að vera inn í mötuneyti á banka er svipað og að vera inni á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur, andrúmsloftið þar er eitrað illum öndum. Djöfullinn situr í hverju horni. Fínasta fólk inni á milli, en það er eitthvað illt sem svífur yfir vötnum.

Þegar ég er búinn að vinna mér inn x mikinn pening þá stoppa ég og hvíli mig og/eða eyði þeim eins og flest annað fólk og fyrirtæki (sem þurfa að VINNA fyrir hagnaðinum). En þar sem bankarnir þurftu ekki að vinna neitt heldur bara selja einhverja pappíra og taka lán sitt á hvað þá gátu þeir ekki hætt í sinni geðsýkis skjót-gróðravon. Græðgi skapar bara böl og dauða, gráðugur og slefandi maður getur ekki verið hamingjusamur er það? Þetta er bara eitt af lögmálum heimsins elsku kallinn minn. Bankitalisminn er fallinn, ástarbréf eru verðlaus.

08 október, 2008 06:33  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ræðan hans Dabba í kastljósi var nú eitthvað. Dabbi benti fingrum útum allt og hvítþvoði sig af öllu slæmu. krónan er framtíðargjaldmiðill íslands og ekkert annað kemur til greina. Það eru erfileikar í öðrum löndum líka. Mér finnst skrítið að óðaverðbólga og hrun gjaldmiðilsins skiptir Davíð engu máli.

Burtu með þetta flón strax... please!!!!!!!!!!!

Ivar

08 október, 2008 10:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er búinn að vera bíða og biða eftir almennilegri hraun færslu hér á þessari síðu en svo birtist hún bara hér http://bk-sh.com/, svona er lífið skemmtilegt. Hvernig gengur annars andspyrnan.
kv bf

08 október, 2008 20:43  
Blogger Linda sagði...

Sonur Megasar týndur:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/08/logreglan_lysir_eftir_unglingspilti/

09 október, 2008 20:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Birgir Sverrisson til Alþingis !!

"Fyrir utan þá augljósu ástæðu að Ísland er lítið hagkerfi þá er staðreyndin sú að a.m.k. 50% bankafólks eru tækifærissinnar í standpínukeppni. Hverju býstu við af slíku fólki? Það er líka í raun fráleitt að geta grætt svo mikið eins og fjármálastofnanir hafa gert án þess að skapa nein verðmæti." - Þessi setning segir allt sem segja þarf.

Fólk gleymdi því, svo ég vitni í góðan vin, að þegar að bankar voru einkavæddir þá dó hinn raunverulegi "þjónustufulltrúi" sem veitti fólki áður fyrr góð ráð í fjármálum og í stað komu eintómir sölumenn sem reyndu að hækka bónusa hjá sér með því að plata þig inn í áhættusjóði og ævintýramennsku sem fólk hafði ekki hugmynd út í hvað það var að fara.

BK

09 október, 2008 21:34  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Biggi: Já, uppgjör hlýtur að vera í aðsigi og þá er ég ekki að tala hérlendis heldur í alþjóðahagkerfinu, það verður að breyta reglunum því annars gerðist svona rugl aftur eftir X tíma.

Ívar: Davíð Oddsson gæti ekki verið meira sekur í þessu máli frá upphafi til enda nema að hann hefði átt einn af þessum bönkum milli þess sem hann setti einkavæðinguna af stað reglulausa og varð seðlabankastjóri með öllum þeim slæmu ákvörðunum sem þar hafa verið teknar í hans stjórnartíð.

BF: Ástæðan ver ekki viljaleysið heldur sú staðreynd að ég var netsambandslaus í vinnuferð frá miðvikudegi til föstudags :)

BK: Ég tek tekið undir það, hann yrði örugglega í hópi skástu þingmanna en ég held að það eigi almennt við um alla lesendur þessarar síðu - það þarf ekki nema að horfa á þrjá síðustu forsætisráðherra til að sjá að hver einasti maður/kona hér inni gæti ekki gert verri hluti en viðkomandi :)

Ástarkveðja Bjarni Þór.

11 október, 2008 13:25  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim