Stjórnmál
Egill Helgason bendir á stórskemmtilega og vel langa grein eftir rithöfundinn Einar Már Guðmundsson sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn. Hann mætti svo í Silfrið í dag og hélt áfram á sömu nótum.
Einar segist vera í hlutverki barnsins í Nýju fötum keisarans en hann lætur sér nægja að benda á hið augljósa (sem er reyndar ekki að öllu leyti rétt) en gleymir að benda keisaranum að hann þarf að koma sér í föt eins og skot, niðurstaðan verður enn ein ,,I told you so" sagan en hlægilega lítið fer fyrir lausnum - Einar er því kannski of upptekinn af keisaranum til að sjá að hann er berrassaður sjálfur.
Orð hans um að frjálshyggjan hafi gleypt jafnaðarmenn hérlendis og erlendis (tekur Bretland sem dæmi) á síðan alls ekki við eða er í besta falli hæpin. Á Íslandi hafa jafnaðarmenn verið í stjórn í rúmlega ár (nema að Einar ætli sér að verða móðgandi og kalla Framsóknarmenn jafnaðarmenn), þar hefur Samfylkingin því miður ekki verið í forystu sérstaklega í efnahagsmálum en hefði verið á hana hlustað (Sjálfstæðisflokkur og kjósendur) að þá værum við ekki í þessari stöðu. Staðan væri slæm en innan Evrópusambandsins og væntanlega með umsókn að evru þá væri staðan allt önnur.
Í Bretlandi var Blair að lokum nánast baulaður frá völdum, en ekki vegna frjálshyggju heldur vegna Íraksstríðsins, það er engin eða í það minnsta mjög lítil gagnrýni í Bretlandi á það hvernig Blair notaði aukið frelsi og einkavæðingu til að stórefla velferðarkerfið. Vissulega fóru menn þar fram úr sér eins og hér, en ekki í eins miklum mæli, þar höfðu menn öruggan gjaldmiðill og sterka stöðu í ESB og þessi einkavæðing skilaði sér mun betur inn í velferðarkerfið.
Ég ætlaði að taka þennan pistil algjörlega fyrir og orð Einars í Silfrinu en sem betur fer mætti sjálfur kóngurinn á eftir honum og benti á lausnirnar. Mikið held ég að staðan væri öðruvísi ef að Jón Baldvin hefði tekið þátt í þessari ríkisstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar, bæði í upphafi og svo núna ef að krísan hefði verið álíka. Ég mæli með báðum þessum herramönnum í Silfrinu og ofangreindan pistil en þó sérstaklega með Jóni Baldvini - það er hægt að segja hvað sem er um hann persónulega en hugmyndafræðilega og stjórnmálafræðilega ber hann höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn hérlendis.
Bandaríkin: McCain grípur til þeirra örþrifaráða að kalla Obama sósíalista, Obama trompar með því að ýta Repúblikananum Colin Powell út á sviðið sem nú segist styðja Obama - þetta er farið að minna á þegar að Hillary ætlaði að beita brögðum en Obama henti Ted Kennedy í andlitið á henni. Það er ekkert hægt að gera nema að standa upp og klappa fyrir svona pólitík, þetta tekur 2-3 daga af McCain sem hafði nú ekki mikinn tíma fyrir. Ætlar McCain virkilega að eyða síðustu tveimur vikunum í það að kalla Obama sósíalista? Hvað eru margir dagar síðan hans herra ,,Já og amen" við öllu, sjálfur George Bush ríkisvæddi níu banka vegna þess hversu mikið efnahagslegt kjánaprik hann er?
Er lífið ekki dásamlegt?
Einar segist vera í hlutverki barnsins í Nýju fötum keisarans en hann lætur sér nægja að benda á hið augljósa (sem er reyndar ekki að öllu leyti rétt) en gleymir að benda keisaranum að hann þarf að koma sér í föt eins og skot, niðurstaðan verður enn ein ,,I told you so" sagan en hlægilega lítið fer fyrir lausnum - Einar er því kannski of upptekinn af keisaranum til að sjá að hann er berrassaður sjálfur.
Orð hans um að frjálshyggjan hafi gleypt jafnaðarmenn hérlendis og erlendis (tekur Bretland sem dæmi) á síðan alls ekki við eða er í besta falli hæpin. Á Íslandi hafa jafnaðarmenn verið í stjórn í rúmlega ár (nema að Einar ætli sér að verða móðgandi og kalla Framsóknarmenn jafnaðarmenn), þar hefur Samfylkingin því miður ekki verið í forystu sérstaklega í efnahagsmálum en hefði verið á hana hlustað (Sjálfstæðisflokkur og kjósendur) að þá værum við ekki í þessari stöðu. Staðan væri slæm en innan Evrópusambandsins og væntanlega með umsókn að evru þá væri staðan allt önnur.
Í Bretlandi var Blair að lokum nánast baulaður frá völdum, en ekki vegna frjálshyggju heldur vegna Íraksstríðsins, það er engin eða í það minnsta mjög lítil gagnrýni í Bretlandi á það hvernig Blair notaði aukið frelsi og einkavæðingu til að stórefla velferðarkerfið. Vissulega fóru menn þar fram úr sér eins og hér, en ekki í eins miklum mæli, þar höfðu menn öruggan gjaldmiðill og sterka stöðu í ESB og þessi einkavæðing skilaði sér mun betur inn í velferðarkerfið.
Ég ætlaði að taka þennan pistil algjörlega fyrir og orð Einars í Silfrinu en sem betur fer mætti sjálfur kóngurinn á eftir honum og benti á lausnirnar. Mikið held ég að staðan væri öðruvísi ef að Jón Baldvin hefði tekið þátt í þessari ríkisstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar, bæði í upphafi og svo núna ef að krísan hefði verið álíka. Ég mæli með báðum þessum herramönnum í Silfrinu og ofangreindan pistil en þó sérstaklega með Jóni Baldvini - það er hægt að segja hvað sem er um hann persónulega en hugmyndafræðilega og stjórnmálafræðilega ber hann höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn hérlendis.
Bandaríkin: McCain grípur til þeirra örþrifaráða að kalla Obama sósíalista, Obama trompar með því að ýta Repúblikananum Colin Powell út á sviðið sem nú segist styðja Obama - þetta er farið að minna á þegar að Hillary ætlaði að beita brögðum en Obama henti Ted Kennedy í andlitið á henni. Það er ekkert hægt að gera nema að standa upp og klappa fyrir svona pólitík, þetta tekur 2-3 daga af McCain sem hafði nú ekki mikinn tíma fyrir. Ætlar McCain virkilega að eyða síðustu tveimur vikunum í það að kalla Obama sósíalista? Hvað eru margir dagar síðan hans herra ,,Já og amen" við öllu, sjálfur George Bush ríkisvæddi níu banka vegna þess hversu mikið efnahagslegt kjánaprik hann er?
Er lífið ekki dásamlegt?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim