sunnudagur, nóvember 23, 2008

Grasserandi

Það er margt hægt að segja um ástandið en alls ekki að það sé leiðinlegt. Upp spretta allskyns samtök og lýðræðið í rótinni hefur sennilega aldrei verið virkara. Í vikunni benti ég á hina vinstri sinnuðu Smugu og hér er hin þenkjandi listaelíta sem færir fréttir á miðlinum Nei sem borið er uppi af ungu fólki. Þá er vert að minnast á síðu sem vill gleymast og ber heitið Vefritið þar sem ungir jafnaðarmenn tjá sig. Það hefur verið töluverð eftirspurn eftir því hér á þessari síðu til að taka við af þeim sem því miður hafa ekki staðið sig nógu vel. Fyndið að sjá þessa Fréttablaðskönnun, rétt um 50% myndu ekki kjósa, skila auðu eða eru óákveðnir - hver segir að stjórnmál skipti ekki máli?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

11 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Það þurfti ekki minni mann en ástþór til að koma boltanum af stað djöfulsins snilld
http://visir.is/article/20081124/FRETTIR01/784583169
kv bf

24 nóvember, 2008 10:35  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:)
Þetta endurspeglar nákvæmlega það versta mögulega sem gat gert við stofnun nýs flokk.
Að þar sé maður sem enginn taki á mark á, sem vilji bara eitthvað annað, án nokkurar stefnu, með einhverjum frambjóðendum sem síðan er óljóst hvað muni standa fyrir - af hverju þá ekki bara að nota slembival úr símaskrá?
Við erum að fara að taka alvarlegustu ákvarðanir í sögu þjóðarinnar á næstu mánuðum og árum og þá þarf aðra en Ástþór eða einhverja rasíska vörubílsstjóra af útvarpi sögu til að taka þær.

Vonandi er þetta eini brandarinn sem boðið verður uppá :)

24 nóvember, 2008 14:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Af hverju er ekki ennþá búið að gefa út frímerki með mynd af Davíð Oddssyni?

Vegna þess að þá myndu Sjálfsstæðismenn ekki vita hvora hliðina þeir ættu að sleikja





Íslenski sjávarútvegsráðherrann hitti svissneska kollega sinn og spurði hann af hverju Svisslendingar væru með sjávarútvegsráðherra það væri jú engin sjór í kringum Swiss.

Svissneski ráðherrann svaraði með annarri spurningu: "Hvað eruð þið að gera með fjármálaráðherra?"

Rakst á þetta
kvbf

24 nóvember, 2008 15:33  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ef ég heyri orðið pólitík og stjórnmálaflokkur einu sinni enn þá æli ég.

Það þarf að afnema þessa steingeldu flokkapólitík og umræðustjórnmál og fara að fá HÆFT fólk til að stjórna - gætum kannski leyft flokkunum að taka upp umræður á Alþingi eins og hvort strákar eða stelpur eigi að vera í bláu eða bleiku á fæðingardeildinni, hvort frídagar eigi ekki að vera á föstudögum en ekki fimmtudögum og allt þetta mikilvæga efni.

Nefnið mér EINN mann á þingi í dag sem er hæfur, lýðræðislegur og sjálfstæður einstaklingur(trúr sinni skoðun) ? Þetta eru allt helvíti lömb sem aðhyllast flokksforingja sinn og þora ekki að mótmæla eða sýna sjálfstæðar skoðanir, um leið og einhver svo mikið sem opnar á sér munninn og talar þá er honum skipað að hugsa sinn gang, hann sé í ríkisstjórn og það megi ekki tala þegar að menn eru í ríkisstjórn nema þú sért Geir eða Ingibjörg. Hvar í lögum stendur það að ráðherra þurfi endilega að vera á þingi og flokksbundinn ? Afnema flokkafíflin og kjósum okkur hæft fólk, fólk með REYNSLU og MENNTUN í því sem það á að vera að sjá um, enga fleirri dýralækna í fjármálaeftirlitið, enga fleirri heimsspekinga í viðskiptaráðuneytið.

Ingjörg með þvílíku Davíðs taktana þessa dagana, búin að taka sér stöðu viðskiptaráðherra(af hverju er Björgvin þá ennþá á launaskrá?). Hún kom sem sannur einræðisherra og ýtti Bjögga til hliðar og núna situr Utanríkisráðherra fundi með bankaráðum... Það væri nú eitthvað sagt ef þetta gerðist í öðrum löndum ekki satt ?

Ég er sammála Fritzsyni - Samfylkingin er vissulega með ESB á "stefnuskrá" sinni en hvar er ESB í stjórnarsáttmálanum ? Hvar er "Fagra Ísland" í stjórnarsáttmálanum ? Þetta er alveg jafn aumur og vanhæfur flokkur og hver annar hér á Íslandi. Stóð ekki við neitt af sýnum helstu baráttumálum.

Það þarf byltingu frá fólkinu, það þarf að bylta stjórnunarháttum landsins, við getum ekki látið bjóða okkur lengur þessa helvítis flokkapólitík og flokkaspillingu þar er ENGINN flokkur undanskilinn Bjarni Þór :) Það má vissulega nýta sér ýmislegt úr gömlu stefnuskrá Samfylkingarinnar áður en hún fór að sænga hjá Sjálfstæðismönnum, en rotna fólkið þarna þarf að víkja frá stjórnartaumunum(þú kemur aðeins inn á þetta með byltingu ungliðahreyfingarinnar sem er kannski leið) en ég vil bara flokkana alla í burtu.

Ég veit ekki hvernig við gætum kosið um þetta læt það í hendurnar á Ívari að finna út úr því - Hvað með svona Jury duty aðferð? Drögum 13 manns úr símaskránni og því er ætlað að teikna upp lista af kandítönum sem við gætum svo kosið um ? Ég veit ekki lausnina þarna þið stjórnamálamennirnir getið fundið út úr því fyrir mig bara ekki meiri flokkapólitík takk :)

Elskið lýðræðið !!

BK

24 nóvember, 2008 16:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk baldur þetta er eins og talað út úr mínu hjarta
kv bf

24 nóvember, 2008 19:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Er einhver annar en ég sem fannst össur eitthvað hálfkjánalegur þarna á fundinum. Annars helv flottur fundur og gaman að honum
kv bf

24 nóvember, 2008 22:43  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

BK: Þetta mál höfum við nú þegar rætt en málið er hreinlega það að það er ekkert annað í boði, allar útfærslur á lýðræði hafa sína galla en ég er tilbúinn að hlusta á allar breytingar og meta þær - bring them on.
Nú er undiralda í þjóðfélaginu og upp munu spretta nýjir flokkar en einnig munu fleiri einstaklingar taka þátt í stjórnmálum og það er einmitt lausnin. Ef við erum ósátt við fulltrúana okkar þá kjósum við aðra og ef enginn af þeim er hæfur þá verður annað fólk að stíga upp. Það er fullt af ungu fólki með góðar hugmyndir, sumt jafnvel atvinnulaust og það þarf að stíga fram, hvar sem það stendur í stjórnmálum. Núna er rétti tíminn.
Þú vilt reyndar að skipað sé hæft fólk til að taka tímabundið við, sem ég held að engin samstaða yrði um enda beint gegn lýðræðinu sem fólk er að kalla eftir, á sama tíma telur þú það einræðisherrahátt að Ingibjörg ,,taki við" stöðu Björgvins þó að hún hafi til þess meiri hæfileika og reynslu :)
Allt annað erum við sammála um, það þarf nýtt hæft fólk með reynslu og menntun.

BF: Mér fannst nú Össur ekkert asnalegri en aðrir. Hann þorði í það minnsta að tala hreint út og klappaði fyrir ýmsum þeim athugasemdum sem eru í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar og er ég enginn sérstakur aðdáandi hans.

Ástarkveðja Bjarni Þór.

25 nóvember, 2008 02:40  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ármann Jakobsson kemur með annað sjónarhorn á það hvers vegna nýjir flokkar eða utanþingstjórn séu ekki málið:

http://smugan.is/pistlar/penninn/armann-jakobsson/nr/90

25 nóvember, 2008 04:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Í guðanna bænum reyndu ekki að bera saman Ingibjörgu Sólrúnu og vel hæfan, vel menntaðan einstakling takk fyrir :)
Ingibjörg er og verður einræðisherra Samfylkingarinnar, gott og vel hún ýtti Bjögga út og tók við, af hverju er hann þá ennþá á launaskrá minni og þinni? Hver er þá utanríkisráðherra á meðan ? Ætlar Ingibjörg kannski eins og sannur einræðisherra að sjá um þetta allt saman sjálf ?

Gef ekki mikið fyrir þennan pistil hjá Ármanni, svona sleggjudómar:
"Fólk sem segist vera "á móti öllum stjórnmálaflokkum" er þar með að gefa Sjálfstæðisflokknum syndaaflausn fyrir drjúgum hluta sinnar ábyrgðar. Og fólk sem vill fá "ópólitískt fólk" til að stjórna virðist hafa gleymt því að sá sem segist vera ópólitískur er nánast alltaf sammála ríkjandi viðhorfum meira og minna. Slíkt ópólitískt fólk var alls ekki gagnrýnið á bankana áður en þeir hrundu."

Þetta er bara rugl. Er sem sagt EKKI hægt að vera á móti núverandi ástandi en sjá ekkert annað ljós í boði hjá þessum veiku viðbjóðslegu flokkum sem í boði er ? Guðanna bænum...
Pólitík hefur í gegnum alla okkar sögu og annara ríkja verið ekkert annað en uppskrift að spillingu og flokksráðningum alveg óháð hæfni!

BK

25 nóvember, 2008 09:56  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Kom ekki fram á borgarafundinum að Björgvin G. væri erlendis að sinna starfi Ingibjargar sem Utanríkisráðherra? Kannski var það slæmur brandari, veit það ekki :)
Mögulega hefur Samfylkingarfólk komið sér saman um það að Ingibjörg sem formaður og lykilmanneskja yrði að vera á landinu í þessari krísu - ekki virkaði flokkurinn burðugur án hennar í veikindunum og að þessi skipti hafi verið niðurstaðan.

Það má vel vera að þessi nálgun Ármanns sé ekki rétt, enda VG maður mikill :)
Hvernig var það annars, áttu ekki að vera hlutlausir aðilar í skilanefndum bankanna? Hvað eru þær að gera annað en að maka krókinn fyrir vini og vandamenn?
Varðandi pólitík og spillingu þá gildir það nefninlega almennt að völd spilla. Ég get ekki betur séð en að staðan hafi versnað eftir að stjórnmálamenn einkavæddu alla hluti, létu fyrirtæki í hendur óhæfra spilltra manna - reyndar vina sinna að hluta en ekki alfarið :)

25 nóvember, 2008 16:38  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Hér er ein leið:

http://eyjan.is/silfuregils/2008/11/25/afhjupunin-grein-jons-baldvins/

Að vísu myndi enginn flokkur á Alþingi samþykkja þetta og afleiðingarnar gætu einnig orðið hrikalegar. Hvernig ætli ástandið væri núna ef að Davíð Oddsson hefði fengið að mynda sína eigin ríkisstjórn einn síns liðs - kannski ekki mikið verri en núna :)

25 nóvember, 2008 17:26  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim