mánudagur, nóvember 03, 2008

Evrópuumræðan að fara af stað?

Það eru komnir brestir í stífluna og brátt fer Evrópuumræðan á fullt, margir hafa áhuga en vita ekki hvert á að snúa sér í þeim fræðum - hér er smá endurupprifjun í formi linka. Því miður hafa okkar bestu fræðimenn í evrópumálum fæstir opnað á greinar sínar á netinu en Eiríkur Bergmann er undantekningin. Þið sem viljið ganga lengra í leit ykkar að efni er bent á Þjóðarbókhlöðuna og leitarvélina gegnir.is þar sem slá má upp leitarorðum á borð við ESB, Evrópusambandið, Úlfar Hauksson, Baldur Þórhallsson, Eiríkur Bergmann, Auðunn Arnórsson... til að gefa einhverjar hugmyndir.

Hér er skýrsla Evrópunefndar sem ber heitið ,,Tengsl Íslands og Evrópusambandsins"

Eiríkur Bergmann skrifar fræðigreinina ,,Hvað breytist raunverulega við aðild að ESB"

Eiríkur Bergmann skrifaði aðra grein, sem ber heitið ,,Þjóðernishugmyndir Íslendinga og afstaðan til Evrópu"

Eiríkur Bergmann: Hvers vegna EES en ekki ESB

Eiríkur Bergmann: Undanþágur og sérlausnir í aðildarviðræðum við Evrópusambandið

Eiríkur Bergmann: Verktakinn í Brussel

Hér er að lokum blogg Evrópusamtakanna

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

7 Ummæli:

Blogger Biggie sagði...

Nennirðu ekki bara að taka saman helstu punkta og koma með þá? Gott tækifæri í leiðinni til að verða fyrsti maðurinn til að lesa þetta.

03 nóvember, 2008 04:54  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:)
Ég er auðvitað búinn að lesa þessar greinar og miklu fleiri til, það hafa aðrir einnig gert og sem flestir ættu að gera það eða ertu ennþá á Flokkslínunni að ,,umræðan um Evrópusambandið er ótímabær"? :)

Helstu niðurstöður: Ísland í ESB ;)

03 nóvember, 2008 07:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvernig geturu verið að syngja Evrópusönginn á degi eins og þessum?

Það er merkisdagur í dag!

Ivan Drago er 51 árs í dag !!

Þetta er flott framlag hjá Eiríki og fellow Evrópusinnum. Núna vil ég að þú finnir fyrir mig aðra svipaða grein að lesa eftir anti-Evrópusinna takk.

BK

03 nóvember, 2008 19:38  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já, þetta er meiri dónaskapurinn að gleyma Dolph: http://www.youtube.com/watch?v=sm1K_pdVX0s

Einu vandræðin við alla Evrópuumræðu anti-Evrópusinna er hve hún er oft ófræðileg en skýrsla Evrópunefndar er nokkuð góð sem slíkt tól.
Spurningin er hins vegar hvar allir þessir anti-Evrópusinnar eru núna?

Kveðja Bjarni Þór

04 nóvember, 2008 03:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já ég vil sjá einhvern anti-Evrópusinna smíða svona skýrslu því að þegar að þú ert sannfærður um eitthvað þá er ekkert mál að "presentera" það þannig að það sé eina rétta leiðin. Maður þarf ekki að fara lengra aftur en hvernig bankarnir "presenteruðu" peningamarkaðsjóði sína, allir héldu að þeir væru 99% öryggir og eina rétta leiðin... Það reyndist ekki alveg vera rétt er það ?

Maður verður að hlusta á öfgana í sitt hvora átt og deila með 14 til að sjá brot af sannleikanum ....

BK

04 nóvember, 2008 10:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Baldur... Dolflundgren er evrópusinni... hvað hefuru að segja um það?

kv,
ivar

04 nóvember, 2008 16:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég fagna því ! Ætli hann hafi kynnt sér kosti og galla Íslands við Evrópusambandið ?

05 nóvember, 2008 00:06  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim