sunnudagur, janúar 18, 2009

Knattspyrna og stjórnmál

Stjórnmál: Gat landsfundur Framsóknarflokksins endað á hræðilegri hátt fyrir flokkinn? Að klúðra þessu formannskjöri gerir sennilega hann enn vafasamari í huga fólks.

Knattspyrna: Ég er einn þeirra manna sem gagnrýnt hef Fletcher hvað mest undanfarin ár. Í ár hefur hann samt verið einn af skástu mönnum liðsins (segir auðvitað ýmislegt um það hvernig aðrir hafa staðið sig). Í það minnsta er ekki hægt að kvarta yfir Fletcher. Tölfræðin er líka ótrúleg. Fletcher hefur byrjað 15 leiki - af þeim hefur United unnið 11 og gert 4 jafntefli og aðeins fengið á sig þrjú mörk eða jafn mörg mörk og Fletcher hefur skorað.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

þegar þú segir að xB hafi klúðrað formannskjörinu ertu þá að tala um að rangur maður var lýstur sigurvegari. Eða ertu að tala um að þessi Sigmundur ætlar að ganga þvert gegn ESB-tillögum flokksins?

ivar

19 janúar, 2009 16:54  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Að rangur maður var lýstur sigurvegari.
Sigmundur mun ekki ganga þvert gegn ályktun flokksins enda fékk ESB ályktunin sterkari kosningu en hann (auk þess sem hann sagði að Framsókn væri ekki ginkeypt fyrir ESB, þ.e. að þeir munu ekki segja já við aðild sama hversu slæman samning við munum fá).

Ástarkveðja Bjarni

19 janúar, 2009 17:14  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

... var að sjá fréttina um viðtalið við nýkjörinn formann.
Djöfulsins ógeð!
Nú er Sjálfstæðisflokkurinn vís til þess að fella þessa tillögu ef að Framsóknarmenn mótmæla ekki sínum nýkjörna formanni.
Djöfulsins fíflagangur!

19 janúar, 2009 17:23  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim