Rafa: Staðreyndir eða rugl?
Undursamleg knattspyrnuhelgi að baki. Hún hófst með blaðamannafundi á föstudegi þar sem Rafa las skíthræddur upp af blaði (já, hann kom með punkta með sér) um að hann væri kominn með nóg af Ferguson og að allt væri honum og United í hag en það voru viðbrögð hans við því að Ferguson sagði eitthvað á þá leið að Liverpool myndu brotna á seinni part tímabilsins.
Degi síðar mistókst Liverpool að sigra Stoke og á sunnudegi valtaði United yfir Chelsea - er hægt að biðja um fleiri álíka blaðamannafundi frá Rafa?
Liverpool eru efstir eins og stendur en United hafa tapað fæstum stigum í deildinni búnir með erfiðara prógramm en hin toppliðin, búnir með báða leikina gegn Chelsea og eiga eftir Liverpool á heimavelli. Í þessum pistli ætla ég ekkert að tala um komandi titilbaráttu heldur að einbeita mér að orðum Rafa á títtnefndum blaðamannafundi.
1. Rafa byrjaði á því að segja að Ferguson kæmist upp með allt og væri eini þjálfarinn sem aldrei væri refsað. Hann vitnar svo í orð framkvæmdarstjóra Southampton um hvernig Ferguson hafi áhrif á dómara.
Staðreyndin er hins vegar sú að Ferguson hefur þegar farið í bann á þessari leiktíð og einnig á hinni síðustu fyrir gagnrýni sína á dómarastéttina. Verður hið sama sagt um Rafa? Var hann sendur í bann eftir að hafa hraunað yfir dómara leiksins á Old Trafford á síðustu leiktíð vegna réttmætrar brottvikningar Mascherano? Þá er rétt að geta þess að á þessari leiktíð hefur enginn annar framkvæmdarstjóri en Ferguson í Úrvalsdeildinni fengið leikbann - David Moyes, Roy Keane og Phil Brown sluppu allir með sektir.
Orð framkvæmdarstjóra Southampton áttu ekki einungis við um Ferguson heldur almennt um að stórliðin fengu meira en litlu liðin, sem kann að vera rétt... en Liverpool þrátt fyrir litla velgengni í ensku deildinni síðustu ár teljast varla smálið. Þá er ótalið að orðin voru látin falla beint eftir leik, væntanlega áður en framkvæmdarstjórinn sá hið glórulausa brot sem leiddi til rauðs spjalds í þeim leik (deildarbikar).
2. Rafa bregst við þeirri gagnrýni frá Ferguson að niðurröðun leikja hafi verið United einstaklega óhentug í vetur (öllum Meistaradeildarleikjum United hafa fylgt erfiðir útileikir og raunar kláraði United 9 af 10 erfiðustu útivöllum Englands fyrir áramót) með því að segja að annað hvort verði að draga eða að láta Ferguson um að raða þessu sjálfur.
Í ágúst árið 2007 sagði Rafa hins vegar: "I would like to ask the Premier League why is it that Liverpool always play the most fixtures away from home in an early kick-off, following an international break?" he said. "We had more than the top clubs last season and we have four already to prepare for this season. It's going to be very difficult for us to win the Premier League because the other teams are so strong, but I want our supporters to know that despite the disadvantages we have, we will fight all the way...
"We will fight to cope with our more difficult kick-off times and all the other decisions which are going against us."
Í september árið 2007 sagði Rafa: ,,We will analyse it and talk with the Premier League. We will see how to stop this situation, but if you play on Tuesday, for example, in an international break, it will be easier. In the Champions League, if you play on Wednesday, you must play on Sunday. In Spain it’s like this. The television companies decide on early kick-offs on Saturday, so someone needs to talk to them as well. If you want your teams at the top of the Champions League, then protect them"
Að lokum kom Wenger fram og sagðist ekki skilja í Benitez, auk þess sem hann væri sammála Ferguson (og Rafa árið 2007) um að það yrði að sína liðum í Meistaradeildinni hverju sinni skilning, ef að enska knattspyrnusambandið vildi að ensku liðunum gengi vel í þeirri keppni og kæmu að sama skapi fram af virðingu við ensku deildina með því að stilla upp sínu sterkasta liði. Þessu var Mourinho líka sammála þegar að hann stjórnaði Chelsea.
3. Rafa snýr sér næst að starfsliðinu á Old Trafford sem hann segir að umkringi dómara, sérstaklega í hálfleik og tali og tali við þá.
Mourinho steig þá fram og sagði að í öllum þeim leikjum sem hann hefði þjálfað lið gegn United hefði hann aldrei orðið var við neitt grunsamlegt á Old Trafford. Undir þau orð tók Wenger.
Getur annars einhver komið fram og sagt með tölfræði að Rooney og Ronaldo (til að nefna dæmi) ,,ráðist" meira að dómurum í hálfleik en t.d. Drogba og Terry, Gallas og Adebayor eða Carragher og Gerrard? Ekki veit ég hvaða gömlu leiki Rafa hefur verið að horfa á en það eru mörg ár síðan að Ferguson setti leikmönnum sínum þær reglur að umkringja ekki dómarann í leikjum. Rafa er ekkert heilagri en aðrir þjálfarar (þ.m.t. Ferguson, Wenger, Mourinho og allir aðrir þjálfarar í stórum liðum og smáum) með þetta og einungis eðlilegt að menn ræði við dómarann ef þeim finnst á sig halla og geta bent á dæmi máli sínu til stuðnings... enda hafa t.d. Roy Keane, David Moyes og Phil Brown gert nákvæmlega það sama á þessari leiktíð.
4. Í beinu framhaldi talar Rafa um að afleiðingar þess að starfslið Old Trafford setji dómara undir pressu sé sú að leikmenn andstæðinganna séu sendir af leikvelli en aldrei leikmenn United. Rafa hefur auk þess áður talað um að United fái alltaf víti en aldrei vítaspyrnur á sig. Nefnir að Rio Ferdinand hefði átt að fá á sig víti í lokaleiknum í fyrra.
Fyrst skal nefna að United vann umræddan leik gegn Wigan 0-2, ólíkt leiknum sem Liverpool vann í haust gegn United 2-1 þar sem United var rænt vítaspyrnu í upphafi leiks. Þá ber að nefna að Jeff Winter fyrrverandi dómari fór yfir hvernig enska deildin hefði farið án dómaramistaka árið 2008. Niðurstaðan varð sú að United hefði engu að síður orðið meistarar en Liverpool hefði ekki komist í Meistaradeildina - á hvern hallaði þá?
Þá væri fínt hjá Rafa að rifja upp hversu margir leikmenn á þessari leiktíð hafa fengið rautt spjald í deildinni gegn Liverpool og hversu margir leikmenn Liverpool hafa fengið rautt spjald... enn fremur ætti hann að bera það saman við hversu margir leikmenn andstæðinga United hafa fengið rauð spjöld á leiktíðinni og hversu mörg rauð United hefur fengið?
United leikmenn hafa fengið tvö rauð spjöld en Liverpool menn ekkert (United menn hafa líka fengið fleiri gul spjöld). Andstæðingar United hafa að mig minnir ekki fengið meira en eitt rautt spjald í deildinni (gegn Stoke réttilega sem var ekki á Old Trafford) en a.m.k. fjórir leikmenn andstæðinga Liverpool, þar á meðal tvö vafasöm í meira lagi sem snéri leikjum þeirra við. Þá er ótalið fjögurra leikja bann sem Evra fékk fyrir að veitast mögulega að vallarstarfsmanni Chelsea eftir mögulega kynþáttafordóma - skyldi enska knattspyrnusambandið senda Gerrard í álíka bann fyrir að berja mögulega plötusnúð?
Í fyrra fengu Liverpool menn svo fæst gul spjöld og rauð spjöld af öllum liðum í deildinni en United voru í fimmta sæti yfir fæst spjöld. Sömu sögu má segja frá stofnun Úrvalsdeildarinnar þar sem Liverpool hefur fengið færri gul og rauð spjöld en United.
Varðandi vítaspyrnur þá er þessi Old Trafford mýta orðin einhver sú þreyttasta mýta sem ennþá er í gangi í alheiminum. Í leiknum gegn Chelsea hefði United átt að fá tvær ef ekki þrjár vítaspyrnur en fengu enga - hvað ætli það þurfi að fara samanlagt marga leiki aftur í tímann til að finna þrjár jafn augljósar vítaspyrnur sem United hefði átt að fá á sig á Old Trafford eða í deildinni heilt yfir?
En hver er tölfræðin á þessu tímabili í deildinni? United hefur skorað úr einni vítaspyrnu (held að þeir hafi ekki klúðrað neinni) og fengið á sig eina... á Old Trafford, sem NB! var aldrei víti. Hversu margar vítaspyrnur ætti United að vera búið að fá og hversu margar á sig? Vandi er um slíkt að spá en án þess að hafa beina tölfræði fyrir framan mig þá tel ég mig geta fullyrt að andstæðingar United hafa ekki getað farið heiðarlega fram á þrjár vítaspyrnur sem þeir fengu ekki gegn United á þessu tímabili (líkt og United átti í gær) en mögulegar vítaspyrnur United eru örugglega vel yfir tug eða tvo á þessari leiktíð, þar með talið augljóst víti sem aldrei var dæmd í upphafi leiks á Anfield í haust.
Þá er rétt að benda á að í Chelsea leiknum fékk United dæmt af tvö lögleg mörk (fyrsta löglega markið kom þó strax í kjölfar þess fyrra sem dæmt var af) - svo óheppnir hafa andstæðingar United ekki verið og þá eru ótalin önnur mörk sem hafa verið dæmd af United (m.a. þrjú í röð af Rooney).
Þegar norskt dagblað skoðaði í fyrra hversu margar vítaspyrnur lið fengu á sig kom í ljós að frá því í ágúst árið 1998 hafði United fengið fæstar vítaspyrnur á sig eða 18, næst kom Arsenal með 23, Chelsea með 29 og Liverpool 32 - endurspegluðu þessar tölur mest gengi liðanna á þessu tímabili (hér má sjá heildarstigafjölda frá stofnun ensku Úrvalsdeildarinnar). Það sem kemur hins vegar á óvart við þessar tölur er að hlutfallslega eru fleiri víti dæmd á Old Trafford en á Anfield, Highbury og SB. Niðurstaðan er sú að vítaspyrnudómar eru ekki síður dæmdir á United og fjöldi þeirra heilt yfir er innan skekkjumarka.
Til enn frekari ,,skemmti"samanburðar má líta á mismuninn á stigafjölda á milli United og Liverpool sem er 236 stig frá stofnun Úrvalsdeildar, en á milli Aston Villa og Liverpool er 203 stig - þegar þessar tölur eru svo bornar saman við þau víti sem liðin hafa fengið á sig frá 1998 (veit að það er nokurra ára munur en hér er engu að síður rætt um meðaltal og það til gamans) að þá kemur í ljós að United hefur fengið á sig 18 vítaspyrnur, Liverpool 32 og Aston Villa 49 - munurinn virðist halda nokkurn veginn.
Niðurstaða: Þegar að Rafa segir að eitthvað séu staðreyndir að þá ættu blaðamenn að skoða hvort þær séu bull eða tvískinnungur - því þær eru það allar í þessu tilviki sama hvað mönnum kann að finnast um Ferguson. Fari svo á endanum sem fullsnemmt er að spá um nú, að United taki aftur deildina að þá mun þessi blaðamannafundur verða jafn langlífur í minnum manna og þegar að K. Keagan missti sig og Newcastle klúðraði titlinum, ég er ekki vissum að við slíkt myndi Benitez geta lifað við sem knattspyrnustjóri Liverpool - en eins og ég segi það er langt í það.
Er lífið ekki dásamlegt?
Degi síðar mistókst Liverpool að sigra Stoke og á sunnudegi valtaði United yfir Chelsea - er hægt að biðja um fleiri álíka blaðamannafundi frá Rafa?
Liverpool eru efstir eins og stendur en United hafa tapað fæstum stigum í deildinni búnir með erfiðara prógramm en hin toppliðin, búnir með báða leikina gegn Chelsea og eiga eftir Liverpool á heimavelli. Í þessum pistli ætla ég ekkert að tala um komandi titilbaráttu heldur að einbeita mér að orðum Rafa á títtnefndum blaðamannafundi.
1. Rafa byrjaði á því að segja að Ferguson kæmist upp með allt og væri eini þjálfarinn sem aldrei væri refsað. Hann vitnar svo í orð framkvæmdarstjóra Southampton um hvernig Ferguson hafi áhrif á dómara.
Staðreyndin er hins vegar sú að Ferguson hefur þegar farið í bann á þessari leiktíð og einnig á hinni síðustu fyrir gagnrýni sína á dómarastéttina. Verður hið sama sagt um Rafa? Var hann sendur í bann eftir að hafa hraunað yfir dómara leiksins á Old Trafford á síðustu leiktíð vegna réttmætrar brottvikningar Mascherano? Þá er rétt að geta þess að á þessari leiktíð hefur enginn annar framkvæmdarstjóri en Ferguson í Úrvalsdeildinni fengið leikbann - David Moyes, Roy Keane og Phil Brown sluppu allir með sektir.
Orð framkvæmdarstjóra Southampton áttu ekki einungis við um Ferguson heldur almennt um að stórliðin fengu meira en litlu liðin, sem kann að vera rétt... en Liverpool þrátt fyrir litla velgengni í ensku deildinni síðustu ár teljast varla smálið. Þá er ótalið að orðin voru látin falla beint eftir leik, væntanlega áður en framkvæmdarstjórinn sá hið glórulausa brot sem leiddi til rauðs spjalds í þeim leik (deildarbikar).
2. Rafa bregst við þeirri gagnrýni frá Ferguson að niðurröðun leikja hafi verið United einstaklega óhentug í vetur (öllum Meistaradeildarleikjum United hafa fylgt erfiðir útileikir og raunar kláraði United 9 af 10 erfiðustu útivöllum Englands fyrir áramót) með því að segja að annað hvort verði að draga eða að láta Ferguson um að raða þessu sjálfur.
Í ágúst árið 2007 sagði Rafa hins vegar: "I would like to ask the Premier League why is it that Liverpool always play the most fixtures away from home in an early kick-off, following an international break?" he said. "We had more than the top clubs last season and we have four already to prepare for this season. It's going to be very difficult for us to win the Premier League because the other teams are so strong, but I want our supporters to know that despite the disadvantages we have, we will fight all the way...
"We will fight to cope with our more difficult kick-off times and all the other decisions which are going against us."
Í september árið 2007 sagði Rafa: ,,We will analyse it and talk with the Premier League. We will see how to stop this situation, but if you play on Tuesday, for example, in an international break, it will be easier. In the Champions League, if you play on Wednesday, you must play on Sunday. In Spain it’s like this. The television companies decide on early kick-offs on Saturday, so someone needs to talk to them as well. If you want your teams at the top of the Champions League, then protect them"
Að lokum kom Wenger fram og sagðist ekki skilja í Benitez, auk þess sem hann væri sammála Ferguson (og Rafa árið 2007) um að það yrði að sína liðum í Meistaradeildinni hverju sinni skilning, ef að enska knattspyrnusambandið vildi að ensku liðunum gengi vel í þeirri keppni og kæmu að sama skapi fram af virðingu við ensku deildina með því að stilla upp sínu sterkasta liði. Þessu var Mourinho líka sammála þegar að hann stjórnaði Chelsea.
3. Rafa snýr sér næst að starfsliðinu á Old Trafford sem hann segir að umkringi dómara, sérstaklega í hálfleik og tali og tali við þá.
Mourinho steig þá fram og sagði að í öllum þeim leikjum sem hann hefði þjálfað lið gegn United hefði hann aldrei orðið var við neitt grunsamlegt á Old Trafford. Undir þau orð tók Wenger.
Getur annars einhver komið fram og sagt með tölfræði að Rooney og Ronaldo (til að nefna dæmi) ,,ráðist" meira að dómurum í hálfleik en t.d. Drogba og Terry, Gallas og Adebayor eða Carragher og Gerrard? Ekki veit ég hvaða gömlu leiki Rafa hefur verið að horfa á en það eru mörg ár síðan að Ferguson setti leikmönnum sínum þær reglur að umkringja ekki dómarann í leikjum. Rafa er ekkert heilagri en aðrir þjálfarar (þ.m.t. Ferguson, Wenger, Mourinho og allir aðrir þjálfarar í stórum liðum og smáum) með þetta og einungis eðlilegt að menn ræði við dómarann ef þeim finnst á sig halla og geta bent á dæmi máli sínu til stuðnings... enda hafa t.d. Roy Keane, David Moyes og Phil Brown gert nákvæmlega það sama á þessari leiktíð.
4. Í beinu framhaldi talar Rafa um að afleiðingar þess að starfslið Old Trafford setji dómara undir pressu sé sú að leikmenn andstæðinganna séu sendir af leikvelli en aldrei leikmenn United. Rafa hefur auk þess áður talað um að United fái alltaf víti en aldrei vítaspyrnur á sig. Nefnir að Rio Ferdinand hefði átt að fá á sig víti í lokaleiknum í fyrra.
Fyrst skal nefna að United vann umræddan leik gegn Wigan 0-2, ólíkt leiknum sem Liverpool vann í haust gegn United 2-1 þar sem United var rænt vítaspyrnu í upphafi leiks. Þá ber að nefna að Jeff Winter fyrrverandi dómari fór yfir hvernig enska deildin hefði farið án dómaramistaka árið 2008. Niðurstaðan varð sú að United hefði engu að síður orðið meistarar en Liverpool hefði ekki komist í Meistaradeildina - á hvern hallaði þá?
Þá væri fínt hjá Rafa að rifja upp hversu margir leikmenn á þessari leiktíð hafa fengið rautt spjald í deildinni gegn Liverpool og hversu margir leikmenn Liverpool hafa fengið rautt spjald... enn fremur ætti hann að bera það saman við hversu margir leikmenn andstæðinga United hafa fengið rauð spjöld á leiktíðinni og hversu mörg rauð United hefur fengið?
United leikmenn hafa fengið tvö rauð spjöld en Liverpool menn ekkert (United menn hafa líka fengið fleiri gul spjöld). Andstæðingar United hafa að mig minnir ekki fengið meira en eitt rautt spjald í deildinni (gegn Stoke réttilega sem var ekki á Old Trafford) en a.m.k. fjórir leikmenn andstæðinga Liverpool, þar á meðal tvö vafasöm í meira lagi sem snéri leikjum þeirra við. Þá er ótalið fjögurra leikja bann sem Evra fékk fyrir að veitast mögulega að vallarstarfsmanni Chelsea eftir mögulega kynþáttafordóma - skyldi enska knattspyrnusambandið senda Gerrard í álíka bann fyrir að berja mögulega plötusnúð?
Í fyrra fengu Liverpool menn svo fæst gul spjöld og rauð spjöld af öllum liðum í deildinni en United voru í fimmta sæti yfir fæst spjöld. Sömu sögu má segja frá stofnun Úrvalsdeildarinnar þar sem Liverpool hefur fengið færri gul og rauð spjöld en United.
Varðandi vítaspyrnur þá er þessi Old Trafford mýta orðin einhver sú þreyttasta mýta sem ennþá er í gangi í alheiminum. Í leiknum gegn Chelsea hefði United átt að fá tvær ef ekki þrjár vítaspyrnur en fengu enga - hvað ætli það þurfi að fara samanlagt marga leiki aftur í tímann til að finna þrjár jafn augljósar vítaspyrnur sem United hefði átt að fá á sig á Old Trafford eða í deildinni heilt yfir?
En hver er tölfræðin á þessu tímabili í deildinni? United hefur skorað úr einni vítaspyrnu (held að þeir hafi ekki klúðrað neinni) og fengið á sig eina... á Old Trafford, sem NB! var aldrei víti. Hversu margar vítaspyrnur ætti United að vera búið að fá og hversu margar á sig? Vandi er um slíkt að spá en án þess að hafa beina tölfræði fyrir framan mig þá tel ég mig geta fullyrt að andstæðingar United hafa ekki getað farið heiðarlega fram á þrjár vítaspyrnur sem þeir fengu ekki gegn United á þessu tímabili (líkt og United átti í gær) en mögulegar vítaspyrnur United eru örugglega vel yfir tug eða tvo á þessari leiktíð, þar með talið augljóst víti sem aldrei var dæmd í upphafi leiks á Anfield í haust.
Þá er rétt að benda á að í Chelsea leiknum fékk United dæmt af tvö lögleg mörk (fyrsta löglega markið kom þó strax í kjölfar þess fyrra sem dæmt var af) - svo óheppnir hafa andstæðingar United ekki verið og þá eru ótalin önnur mörk sem hafa verið dæmd af United (m.a. þrjú í röð af Rooney).
Þegar norskt dagblað skoðaði í fyrra hversu margar vítaspyrnur lið fengu á sig kom í ljós að frá því í ágúst árið 1998 hafði United fengið fæstar vítaspyrnur á sig eða 18, næst kom Arsenal með 23, Chelsea með 29 og Liverpool 32 - endurspegluðu þessar tölur mest gengi liðanna á þessu tímabili (hér má sjá heildarstigafjölda frá stofnun ensku Úrvalsdeildarinnar). Það sem kemur hins vegar á óvart við þessar tölur er að hlutfallslega eru fleiri víti dæmd á Old Trafford en á Anfield, Highbury og SB. Niðurstaðan er sú að vítaspyrnudómar eru ekki síður dæmdir á United og fjöldi þeirra heilt yfir er innan skekkjumarka.
Til enn frekari ,,skemmti"samanburðar má líta á mismuninn á stigafjölda á milli United og Liverpool sem er 236 stig frá stofnun Úrvalsdeildar, en á milli Aston Villa og Liverpool er 203 stig - þegar þessar tölur eru svo bornar saman við þau víti sem liðin hafa fengið á sig frá 1998 (veit að það er nokurra ára munur en hér er engu að síður rætt um meðaltal og það til gamans) að þá kemur í ljós að United hefur fengið á sig 18 vítaspyrnur, Liverpool 32 og Aston Villa 49 - munurinn virðist halda nokkurn veginn.
Niðurstaða: Þegar að Rafa segir að eitthvað séu staðreyndir að þá ættu blaðamenn að skoða hvort þær séu bull eða tvískinnungur - því þær eru það allar í þessu tilviki sama hvað mönnum kann að finnast um Ferguson. Fari svo á endanum sem fullsnemmt er að spá um nú, að United taki aftur deildina að þá mun þessi blaðamannafundur verða jafn langlífur í minnum manna og þegar að K. Keagan missti sig og Newcastle klúðraði titlinum, ég er ekki vissum að við slíkt myndi Benitez geta lifað við sem knattspyrnustjóri Liverpool - en eins og ég segi það er langt í það.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna
2 Ummæli:
"The Premier League has definitely lost something. When I arrived here in 1996, everybody had a go at you and there was space up and down the flanks. Sometimes you lost the game, but you could see more chances than today.
- http://football365.com/story/0,17033,8652_4780841,00.html
Hárrétt hjá Wenger!
Ég fagna líka því að Steve Bruce hafi sagt fyrir komandi ferð á Old Trafford á miðvikudaginn að hann legði upp með að leikmenn sýnir myndu njóta þess að spila og láta reyna á það að sækja á meistarana -enda engin ástæða til annars.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim