Ósannfærandi United
Á meðan andfótbolti er í öndunarvélinni sökum efnahagsástandsins þá ætla ég að rita hér smá um United leik gærkvöldsins, þó ekki væri nema til að hleypa út minni eigin gremju.
United fékk Wigan í heimsókn og væntingarnar töluverðar eftir stórsigur gegn Chelsea. Leikurinn var innan við mínútu gamall þegar að Ronaldo tók skærin upp að endamörkum og gaf fyrir markið á Rooney sem setti boltann í tómt markið og staðan 1-0. Rooney fór hins vegar meiddur útaf og meiðsli liðsins á þessu tímabili ætla engan endi að taka. Það sem eftir lifði af leiknum, versnaði hann og versnaði eins mikið og mögulegt var knattspyrnulega án þess að United fengi á sig mark - Nani einn átti örugglega 10 sendingar í röð í fyrri hálfleik þar sem hann hitti ekki á samherja (ef að Sissoko horfði á þennan leik þá hefur hann örugglega hlegið að Nani). Síðari hálfleikur var oft svo vondur að háloftaspyrnur og slakt spil varð til þess að Berbatov, Tevez og Ronaldo komust varla í mynd, en engu að síður tókst Wigan mönnum aldrei að komast sérstaklega nálægt því að skora - það gerirst hins vegar ekki oft að andstæðingar United eiga fleiri skot og fleiri hornspyrnur í leik... sérstaklega á Old Trafford.
Þá voru aðgerðir dómarans á svipuðu leveli og leikur United manna og á tíma hefði mátt halda að United væri að spila á útivelli gegn Juventus á spillingartímabilinu á Ítalíu og enn og aftur fengu United menn ekki augljósa vítaspyrnu (nú eru varnarmenn farnir að verja með báðum höndum án þess að víti sé dæmt og beðið er eftir því hvort að tveir eða fleiri varnarmenn geti ekki myndað hávörn í blaki áður en víti verður dæmt) . Þar fyrir utan hefði United átt að klára þennan leik í fyrri hálfleik en Tevez klúðraði því hrikalega.
Það fáránlega er samt, miðað við allt saman, alla þessa hræðilegu knattspyrnu, miklu meiðsli, rugl leikbönn, almennan bjánagang og þá staðreynd að allir lykilmenn United sóknarlega hafa floppað hingað til að þá getur liðið komist í toppsætið á laugardaginn (verða reyndar að spila töluvert betur en í kvöld). Það er líka magnað að á sama tíma og einhver besti vinstri bakvörður í heiminum, einhver besti miðvörður í heiminum og aðal hægri bakvörður liðsins eru fjarverandi vegna banns og/eða meiðsla að þá hefur United haldið hreinu í 852 mín - fari svo að liðið haldi hreinu gegn Bolton og WBA að þá slá þeir met Chelsea og það með 18 ára hægri bakvörð, 21 árs gamlann miðvörð og John O´(fucking)Shea í vörninni.
Þá er þessum reiðilestri lokið, góðar stundir.
Er lífið ekki dásamlegt?
United fékk Wigan í heimsókn og væntingarnar töluverðar eftir stórsigur gegn Chelsea. Leikurinn var innan við mínútu gamall þegar að Ronaldo tók skærin upp að endamörkum og gaf fyrir markið á Rooney sem setti boltann í tómt markið og staðan 1-0. Rooney fór hins vegar meiddur útaf og meiðsli liðsins á þessu tímabili ætla engan endi að taka. Það sem eftir lifði af leiknum, versnaði hann og versnaði eins mikið og mögulegt var knattspyrnulega án þess að United fengi á sig mark - Nani einn átti örugglega 10 sendingar í röð í fyrri hálfleik þar sem hann hitti ekki á samherja (ef að Sissoko horfði á þennan leik þá hefur hann örugglega hlegið að Nani). Síðari hálfleikur var oft svo vondur að háloftaspyrnur og slakt spil varð til þess að Berbatov, Tevez og Ronaldo komust varla í mynd, en engu að síður tókst Wigan mönnum aldrei að komast sérstaklega nálægt því að skora - það gerirst hins vegar ekki oft að andstæðingar United eiga fleiri skot og fleiri hornspyrnur í leik... sérstaklega á Old Trafford.
Þá voru aðgerðir dómarans á svipuðu leveli og leikur United manna og á tíma hefði mátt halda að United væri að spila á útivelli gegn Juventus á spillingartímabilinu á Ítalíu og enn og aftur fengu United menn ekki augljósa vítaspyrnu (nú eru varnarmenn farnir að verja með báðum höndum án þess að víti sé dæmt og beðið er eftir því hvort að tveir eða fleiri varnarmenn geti ekki myndað hávörn í blaki áður en víti verður dæmt) . Þar fyrir utan hefði United átt að klára þennan leik í fyrri hálfleik en Tevez klúðraði því hrikalega.
Það fáránlega er samt, miðað við allt saman, alla þessa hræðilegu knattspyrnu, miklu meiðsli, rugl leikbönn, almennan bjánagang og þá staðreynd að allir lykilmenn United sóknarlega hafa floppað hingað til að þá getur liðið komist í toppsætið á laugardaginn (verða reyndar að spila töluvert betur en í kvöld). Það er líka magnað að á sama tíma og einhver besti vinstri bakvörður í heiminum, einhver besti miðvörður í heiminum og aðal hægri bakvörður liðsins eru fjarverandi vegna banns og/eða meiðsla að þá hefur United haldið hreinu í 852 mín - fari svo að liðið haldi hreinu gegn Bolton og WBA að þá slá þeir met Chelsea og það með 18 ára hægri bakvörð, 21 árs gamlann miðvörð og John O´(fucking)Shea í vörninni.
Þá er þessum reiðilestri lokið, góðar stundir.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim