mánudagur, janúar 12, 2009

ESB og Sjávarútvegur

Þegar rætt er um aðild Íslands að ESB er stærsta málið og að margra mati eina alvöru málið sem skiptir máli sjávarútvegurinn. Landbúnaðarmálin má leysa fremur auðveldlega ef vilji er fyrir hendi, aðrar auðlindir ættu ekki að þvælast fyrir inngöngu en hvað með fiskinn?
Áður en vitnað er til greina í Morgunblaðinu er rétt að biðja borgara þá sem hér lesa að lesa vel og vandlega yfir kafla eftir Úlfar Hauksson sem birtist margumtalaðri bók ,,Ný staða Íslands í utanríkismálum - tengsl við önnur Evrópulönd" og ber heitið ,,Hvalreki eða skipbrot? Örlög íslensk sjávarútvegs í ESB." af henni má greina hvað Ísland gæti farið fram á m.a. með tilvitnun í aðildarviðræður Noregs og Möltu við ESB - Úlfar fer yfir það hver samningsmarkmið Íslands ættu að vera.

Í Morgunblaðinu er margar ólíkar greinar, með mörgum ólíkum skoðunum. Annars vegar fræðimanna og hins vegar hagsmunaaðila (margra þeirra sömu og hafa beina hagsmuni af óbreyttu ástandi, sem leitt hefur til skuldugra sjávarútvegsfyrirtækja, rústuðum sjávarplássum og í sumum tilfellum hafa þeir tekið stöðu gegn krónunni).
Hér er kynning Moggans á umræðuefninu og hér er mun stærri grein blaðsins um aðalatriðin um mögulegar samningaviðræður.
Það kemur ekki á óvart að Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ sé andvígur og reynir hann að vera eins myrkur og óljós í máli og mögulegt er í viðtalinu - allt er ómögulegt og ESB ætlar að lokka okkur inn til að fara svo mjög illa með okkur og breyta öllum reglum eftir á. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja tekur ekki stöðu með eða á móti aðild og telur að málið þurfi einfaldlega að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu - fyrir honum er ESB ekki svarthol.
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor við HÍ er gagnrýninn eða öllu heldur skeptískur en útilokar ekki neitt, hans gagnrýni felst þó í óvissunni sem kemur ekki í ljós fyrr en í aðildarviðræðum. Hann telur fræðilega mögulegt að fá undanþágu frá Sjávarútvegsstefnunni.
Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra fer fram á uppgjör og útilokar ekki aðildarviðræður.
Aðalsteinn Leifsson lektor við viðskiptadeild HR er fylgjandi aðild. Rök hans eru þau að hlutfallslegur stöðugleiki sem nú er við lýði og meirihluti aðildarlanda ESB samþykkir haldi áfram. Aðildaríki ESB hafi enga sögulega veiðireynslu á fiskimiðum Íslendinga og eigi því ekki rétt á neinum kvóta.

Niðurstaða: Sjávarútvegsráðherra hefur ekki verið helsti talsmaður ESB en það er hárrétt hjá honum að þörf er á uppgjöri. Samningar við ESB um sjávarútvegsmál getur orðið mjög erfið en það ræðst hins vegar ekkert fyrr en í aðildarviðræðum og það hlýtur að vera heilbrigðasta skrefið í átt að því hvaða möguleikar standa til boða.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ef það verður ekki farið í aðildarviðræður... þá er þetta opinberlega orðinn heimskasta þjóð í heimi (hvað svo sem kemur út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni eftir á).

ciao,
ivar

13 janúar, 2009 09:25  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Hárrétt.
Það er svipað og að vera hengdur, hafa hníf til að skera á reipið en ákveða að stinga honum í bakið á sér.

Kveðja Bjarni Þór.

14 janúar, 2009 05:07  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim