ESB og Umhverfisvernd
Setti inn færslu seint í gær um ESB og sjávarútveg, sem birtist hér að neðan.
Þeir sem eru lausir í hádeginu í dag (þriðjudag) ættu að kíkja á fyrirlestur uppi í HÍ sem ber heitið: Völd og áhrif í Brussel -Myndi eitthvað breytast með ESB aðild? Hver er reynsla Íslands til þessa?
En þá að Umhverfisvernd:
Umhverfisvernd virðist ekki vera stórt hagsmunamál eða Íslendingum ofarlega í huga núna þegar kreppir að. Morgunblaðið kannaði þær breytingar sem gætu átt sér stað í umhverfismálum við inngöngu í ESB. Um hvað er spurt?
Albert S. Sigurðsson, umhverfislandfræðingur segir að Íslendingar ,,Hefðu meiri áhrif innan ESB" þegar kemur að umhverfisvernd en þeir hafa núna. Það þyrfti reyndar að taka á nokkrum þáttum, en ekki væri um kvaðir að ræða - fremur heilbrigða skynsemi.
Pétur Reimarsson, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá Samtökum atvinnulífsins leggur mesta áherslu (sem hagsmunaaðili) á að semja verði við ESB um að íslenska ákvæðið í Loftslagssamningi við Sameinuðu Þjóðirnar verði gert að varanlegri heimild.
Ingimar Sigurðsson, fulltrúi umhverfisráðuneytisins í sendiráðinu í Brussel telur að ,,Umhverfismálunum vel borgið innan ESB". Ísland geti haft áhrif á málaflokkinn og taki nú þegar þátt í honum í gegnum EES, nema hafi engin áhrif. Þá geti sérþekking í málefnum hafsins og á endurnýjanlegri orku komið sér vel, í formi styrkja.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands (sem hagsmunaaðili) segir að ESB eigi ennþá langt í land, en sé út frá umhverfisverndarsjónarmiðum skásti kosturinn í stöðunni.
Hugi Ólafsson og Kristín Lind Árnadóttir (sérfræðingar) lýsa einnig bæði yfir ánægju sinni með málaflokkinn innan sambandsins.
Niðurstaða: Það þarf ekki langan tíma í samninga um þennan málaflokk.
Er lífið ekki dásamlegt?
Þeir sem eru lausir í hádeginu í dag (þriðjudag) ættu að kíkja á fyrirlestur uppi í HÍ sem ber heitið: Völd og áhrif í Brussel -Myndi eitthvað breytast með ESB aðild? Hver er reynsla Íslands til þessa?
En þá að Umhverfisvernd:
Umhverfisvernd virðist ekki vera stórt hagsmunamál eða Íslendingum ofarlega í huga núna þegar kreppir að. Morgunblaðið kannaði þær breytingar sem gætu átt sér stað í umhverfismálum við inngöngu í ESB. Um hvað er spurt?
Albert S. Sigurðsson, umhverfislandfræðingur segir að Íslendingar ,,Hefðu meiri áhrif innan ESB" þegar kemur að umhverfisvernd en þeir hafa núna. Það þyrfti reyndar að taka á nokkrum þáttum, en ekki væri um kvaðir að ræða - fremur heilbrigða skynsemi.
Pétur Reimarsson, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá Samtökum atvinnulífsins leggur mesta áherslu (sem hagsmunaaðili) á að semja verði við ESB um að íslenska ákvæðið í Loftslagssamningi við Sameinuðu Þjóðirnar verði gert að varanlegri heimild.
Ingimar Sigurðsson, fulltrúi umhverfisráðuneytisins í sendiráðinu í Brussel telur að ,,Umhverfismálunum vel borgið innan ESB". Ísland geti haft áhrif á málaflokkinn og taki nú þegar þátt í honum í gegnum EES, nema hafi engin áhrif. Þá geti sérþekking í málefnum hafsins og á endurnýjanlegri orku komið sér vel, í formi styrkja.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands (sem hagsmunaaðili) segir að ESB eigi ennþá langt í land, en sé út frá umhverfisverndarsjónarmiðum skásti kosturinn í stöðunni.
Hugi Ólafsson og Kristín Lind Árnadóttir (sérfræðingar) lýsa einnig bæði yfir ánægju sinni með málaflokkinn innan sambandsins.
Niðurstaða: Það þarf ekki langan tíma í samninga um þennan málaflokk.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál., Umhverfisvernd.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim